Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
sumar frí í í í
21.6.2007 | 23:58
hei via er að fara í útilegu og blogga ekki á næstunni ætla í Flatey á Breiðafirði og eyjasiglingu og meir fjör svo hagið ykkur vel á meðan ferðasagan kemur síðar
Iha þetta verður æðisleg ferð -------þetta er mynd af mér
Þessi passar svo fugin hamstrana og fiskana haldiði að það verði einhver eftir ....
og góðir vinir verða í húsinu á meðan við erum að slæpast. Annars datt mér í hug 'Olafur blogari þegar ég fann þessa mynd .
p
ja hver andsk....
20.6.2007 | 06:58
Ja nú er maður bara vakandi fyrir allar aldir ,Elvar Kári kom til mín upp í rúm kl 05 og sagðist ekki geta sofið ,var ekki enn farin að sofa ,svo mamma gamla sagði að þetta gengi nú ekki það væri alveg að koma dagur,hann var bara hissa en minn var sofnaður hálftíma seinna en ég gat ekki sofnað aftur og fór að athuga tölvugarmin því Ragnar sagði að netið virkaði ekki ,enn einu sinni,og var svektur.Svo hér sit ég kl 06 45 og skrifa blog er ekki öll vitleysan eins.
Ég sá á bloginu hennar Díu að Friðþjófur er að útskrifast sem rafmagnsfræðingur í Danmörk,til hamingju karlinn og bráðum flytja þau Inga og hann aftur til íslands með fjölskylduna sína litlu,já sumir koma heim aftur en aðrir eru bara alltaf í útlöndum, og láta sakna sín sárt á klakanum.
Hér skín sólin liggur við allan sólarhringinn það þarf að jafna þetta betur yfir árið,annars verð ég svona eins og myndin sýnir,já ekki vera vanþakklát segið þið en öllu má ofgera.Fór og kvartaði aðeins yfir laununum mínum og þau ætla að sjá hvað hægt er að gera annars verður míln voða svekt eða þannig.Já svona lít í út í dag ekki gott að vaka við hliðina á þessu ferlíki ,svefngalsin við völd .Hafið góðan dag og njótð góða veðursins
gott veður fyrir norðan nema hvað!
19.6.2007 | 17:40
logn og blíða og já hvað
17.6.2007 | 09:30
ja nú skín sólin vorum í sveitinni í gær Bolli að laga ferðalagabílin og ég að laga til ´hjá tendó,svo fór karlinn að leika sér á gröfunni og lagði hlaðið á Bjargi orðið fyrir ágangi grass og fífla þessa gulu strákarnir fengu að prófa gröfuna og ánægjan skein af þeim.Mundi eftir að teindapabbi hafði smíðað hjólbörur handa Ragga ,ég sem ætlaði að kaupa eitthvað ómerkilegt í RL búðinni,nú er ég búin að fá fyrirtaks statí fyrir blómin með þessum öndvegir hjólburum og á enginn svona handsmíðað af þessum eðalkarli.
Þokan er alveg að fara og sólin að reyna að brjótast út.Vona að þeir sem eru á bílahátíðinni hafi það gott það eru annsi mörg mótórhjól í bænum núna taldi 19 stykki fara fram hjá Bjargi á 15mín í gær voru bara nokkuð löglegir,ekki eins og pilturinn sem stöðvaði sig á afturhjólinu á ljósum þegar við vorum á leiðinni heim.Svo var auðvitað spyrna á Tryggvabrautinni í gær og múgur og margmenni að fylgjast með.
lélegt kaup og vanvirðing
15.6.2007 | 14:12
Þá eru þau lögð af stað suður mamma pabbi og unnur,búin að fá nóg af norðlendingum:Við systur fórum til Grendvíkur í gærkvöldi í heimsókn til Hóffu vinkonu og áttum það góða stund með gömlum saumaklúbbsfélögum.Bolli fór með pabba í nýtt fjós sem var að taka í notkun í Eyjafjarðarsveit, og voru þeir mjög ánægðir með ferðina.
Nú hafa Flugstoðir endanlega gengið fram af mér,búnir að lækka mig í kaupi . í fyrra áttum við að vera búnar að fá of mikla launahækkun,sem fór fram hjá okkur! svo þeir lækkuðu kauðið um einhverjar krónur, þá vorum við með 834 krónur í dag vinnu en í desember erum við komnar í 779 krónur og elskurnar hækkuðu svo kaupið í 818 í janúar,svona hefnist manni fyrir að fylgjast ekki með þessum launaseðlum ,enda rafrænir og ekki alltaf í netbankanum,það er enginn afsökun hjá mér ég átti bara að fylgjast betur með þessu en mikið er nú vinnan mans lítils metin og endalaust bætt við það sem maður á að gera.Það er ekki nóg að hafa mjög góðan starfsanda ef launin eru smánarleg eins og þessi. Og nú býst ég við að ég fái einhverja gáfulega útskýringu á þessum launum.En mér finnst þegar fólk er búið að vinna yfir 20ár í samskonar vinnu ætti launin að hækka eitthvað meira en við erum víst á frekar lágu plani þessar skúringarkerlingar ,sæi í anda þetta fólk vinna fyrir þessu á tíman.Og alltaf ef beðið er um skýringar fáum við bara loðin svör,og ekki er verkalýðsfélagið betra .já mín er reglulega reið ,það borgar sig auðsjáanlega ekki að gera hlutina vel og samviskusamlega það er hvort er ekki metið.
steikt vökvuð og með fótboltafar á höfðinu
13.6.2007 | 17:19
Alveg steikt í horninu mínu í dag krakkarnir í brjáluðum vatnslag og nágrannadrengirnir líka og var annsi erfitt fyrir þau að hætta,og þegar ég bað þá um að fara urðu þeir heyrnalausir og loks þegar liðið fór úr garðinum komu 5 fljúandi fótboltar næstum í höfuðið á mér ,kannski svona markleg ,enda mikil kona ,en boltarnir voru gerðir upptækir í bili ,en þeim var alveg sama því þeir stálu boltunum úr næsta garði.annars bara fínn dagur fullt af heimsóknum og skemmtilegheitum,En nú hef ég flúið inn sólbrend og stirð.Og elda lambakjöt og karrýsósu handa sunnlendingunum mínum.Sem skruppu í Listigarðinn og Kjarnaskóg og hvað haldiði fóru á Glerártorg og keyptu auðvitað föt á pabba í Dressmann,svo nú líður hann hér í hægum dressmannsskrefum.
Hamstrarnir fengu bað og þrifnað á íbúðum svo allir ættu nú að vera ánægðir hihi.annars eins og stóri bróðir segir við bullum í bullinu að bulla svona mikið um lífið og bullið í æi þetta gengur ekki .
æi hvernig frí er þetta
12.6.2007 | 14:05
Bryndís byrjaði í fótbolta í gær og í dag átti ég að skrá hana í boltan og borga þá mátti þjálfarinn ekki vera að því og bað mig að koma seinna og ég kom aftur en ekki hann svo á morgun á að reyna aftur,þar fór sumarfríið í að koma stelpunni á fætur í fótbolta,Elvar er límdur við sjónvarpskjáinn og urrar ef kemur tillaga um að fara út.Ragga leiðist bara og ég hundfúl skemmtileg lesning þetta.
Verð víst að prufa þennan Pollýönnuleik kannski virkar það.Þeir gera það gott á flugvellinum nú á afleysingarstrákurinn sem leysir mig af að fara á vopnaleitarnámskeið og er örugglega á hærra kaupi en við,hinni sem vinnur á móti mér var ekki einu sinni boðið að taka þetta námskeið og jú þeir klúðruðu þvi að ég færi,já alveg örugglega, en samt er hægt að biðja mann um að koma í sumarfríinu og vinna .Já eins og áður segir er mín ekki alveg sátt við þetta,en hvað getur maður svo sem gert það er verið að spara,alveg eins og í seðlabankanum.Kannski er betra að flytja erlendis og reyna fyrir sér þar ekki á Baugur og Davíð allt þar eða þannig.æi nóg af rugli hafið það gott í sólini þar sem hún er og rigninguni þar sem hún er ..............................
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
norðanfréttir
10.6.2007 | 21:57
Það er mikið fjör á heimilinu ,mamma pabbi og Unnur sjá fyrir því ,pabbi greyjið sat á milli okkar systra í dag þegar við fullorðna fólkið stalst á Glerártorg,við píndum karlinn til skiptis.
Svo var náð í krakkaormana og haldið á stað í leiðangur fórum á smámunasafnið í Sólgarði Eyjafjarðarsveit þetta var nú ekkert smá safn en fullt af smámunum.meiriháttar gaman að skoða þetta,síðan fórum við upp i Djúpadal þar sem flóðin voru rétt fyrir jól og tóku með sér tvær stíflur í ´Djúpadalsvirkjun.Þetta var góð ferð.Svo var haldið heim og Bolli eldaði dýrindis nautasteik og liggjum við hér afvelta og auðvitað var ís og ávextir á eftir.
Síðan settum við systur upp Offispakkan upp í tölvunni minni alveg snillinga og allt annað líf fyrir mig að vinna í tölvunni,síðan settum við upp í tölvunni forrit fyrir síman minn til að flytja skjöl á milli aðalega myndir og allt tókst þetta áfalla laust fyrir sig og nú sitjum við hér við sitt hvora fartölvuna og leikum okkur og gamla settið horfir á ´hálfbilað sjónvarpið. og kvarta og kveina.
komin aftur
7.6.2007 | 14:43
Nú er stóri bróðir farin að bloga svo nú erum við öll systkinin komin á blað hihi. Jæja langt síðan ég blogaði síðast mikið að gera fór á Akranes með Bryndísi , hún var að keppa í sundi 8 ára telpan. og gekk bara vel,en reynsluleyið í keppnum kostaði litlu telpuna fyrsta sætið en hún tók því bara með himneskri ró geri bara betur næst sagði sú stutta ,í baksundinu snéri hún sér aðeins á magan til að sjá á bakkan,það mátti hún ekki.En í 100 metra skriðsundi var hún í 2.sæti sem sagt alveg frábært hjá þeirri stuttu og svo fékk hún verðlaunapening fyrir þáttökuna og liðið hennar Óðinn fékk bikar fyrir prúðasta liðið nokkuð gott hjá krökkunum.
Strákarnir voru í dekri hjá ömmu og afa á meðan, nenntu ekki á neitt sundmót,þó hefði Elvar átt að keppa, en vildi það ekki enda of mikil læti fyrir minn mann.En Hvalfjarðargönginn voru farin annsi oft þessa helgi 6.sinnum og mér sem er ekkert of hrifin að fara svona undir sjóinn að nauðsinalausu.Annars er allt gott að frétta sumarið komið í bili hérna á norðurlandinu og millilandaflugið komið á fullt, meira segja fragt flugið stór hlunkur sem fer með fisk til útlanda og leikfönginn hans Arngríms,kom með heila svifflugvél í morgunn að vísu voru vængirnir ekki áfastir .Og mikil skraut sýning fyrstu daga fragtflugs á Akureyri.
svo er ég að fara í sumarfríog gestir eru að koma akandi alla leið frá Reykjavík og Noregi og er spenningurinn í hámarki.Já þessi sem giftist mormóna og flutti á bóndabæinn og allt það .Svo endurheimti ég frumburðinn sem er búin að vera í höfuðborginni .