Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Rólegur dagur á Flugvelli Akureyrar og smá af heimilisfólkinu mínu

Ætlaði að hafa það rólegt í vinnunni í dag enda föstudagurinn langi og að mér vitandi átti ekkert flug að vera fyrr en 11 15. en viti menn , ég var að skúra í rólegheitunum sé ég dökk klædda veru skjótast við rennihurðina uff hugsaði ég enn ein fyllibyttan að reyna komast í flug þegar ekkert flug er , en nei þetta var löggann.mikið gott að þeir séu á ferðinni þegar ég er einn að skúra flugstöðina. Nú hélt ég að ég fengi frið, og held áfram með skúringarvélina en þá kemur starfsmaður flugleiða, mér brá og styn upp áttir þú ekki að koma kl 11 ,jú en það er flug til Grænlands,æi hættiði nú alveg. Jæja nú hlýt ég að fá frið til að skúra og pússa en nei þá kemur einn heimalingurinn(maður að vísu sem er daglegur gestur) og kíkir á alla glugga og vill fá kaffi ,nei sagði ég hér er allt lokað og ég vil fá frið ,2mín . Kemur hann ekki aftur og Baldur í kaffteríunni líka ,hvað er þetta á ekki að vera friður hér til 11. sagði ég .Nei vildum ekki hafa þig hér eina góða mín.Æi hvaða vesen.En ekki búið enn nú kemur Frissi flugkóngur til að biðja um nesti handa áhöfninni strunsar þarna um enda allt læst hihi. En kemst samt inn stressið uppmálað. Og ekki nóg með það annar heimalingur kemur og fer í spilakassana.Nú hlítur þessu að fara að linna en nei og nei nú kemur áhöfninn á flugvélina 4 karlar þá er mér allri lokið og svo kemur kona Baldurs líka til að smyrja nestið .NÚ FÆ ÉG MÉR KAFFI OG PÖNNSU og hana nú þetta er nú meiri afslöppuninn ALDREI SKAL ÉG REYNA AÐ HAFA ÞAÐ GOTT VIÐ SKÚRINGAR AFTUR. AAAAARRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGG.Aðeins pirruð ekki mikið arrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrggggggggggggggggggg.

Búin að mála stigan og stigaganginn ætlaði bara að mála smá en lennti upp í hæðstu hæðum og kannski aðeins pirruð á hæðinni og málingarrúlluni sem alltaf var að detta og sletta á nýmálaðann stigan.(Ragnar situr og ritskoðar svo ekki get ég skrifað um hann,litlaskinnið er lasið og með eyrnaverk).

Svo er hann Bolli minn lasinn líka aumingja skinnið en kvenfólkið er hraust og ekkert bítur á það,já Elvar er pínu slappur líka , nema í tölvunni þá er hann hress.Alltaf hress í tölvunni segir Raggi.

Samvinnan hjá okkur góð ekki satt Raggi minn.PB080261

 

 

 

 


Ferming og allt hitt

hæ hó

Aldrei tími til að blogga þessa dagana er loksins að byrja undirbúa ferminguna að einhverju ráði,kauði er kominn með fermingarklippinguna og ætlum við að reyna að kaupa föt á hann á morgunn,en hann er búinn að vera veikur síðan á föstudag,með hita ræfillinn, svona er að vera troða þessum krökkum í fullorðina manna tölu,verða bara veik á öllu tilstandinu.Bolli er búinn að hreinsa út úr garðinum svo ætlar hann að tjalda yfir stéttina svo allir komist nú örugglega fyrir ,held að karlinn sé að tapa sér uff ég nei ég er löngu tínd í öllu þessu dóti ,sálmabókum skrauti og hvað það er nú sem maður á að gera.Jú svo þarf ég og bóndinn auðvitað að vera í einhverju ,kannski bara hveitipoka, er ísland ekki gjaldþrota..!!!!!!!!!!! Ég gæti kannski saumað mér , NEI of mikið vesen Bolli gæti verið í gömlum kjól af mér NEI of spúkí ,væri kannski bara sætur í kjól NEI held ekki.

Æi presturinn sagði að þetta væri nú ekki aðalatriðið heldur ferminginn sjálf og er ég þar sammála ,hitt vesenið er það sem við erum búin að skapa okkur,en gaman í hófi.Voðalega er ég hátíðleg,ætti kannski að fara að lesa undir prófið,en bækur svæfa mig kannski ætti ég að fá mér hljóðbók með rispum frá bókasafninu,þær halda mér örugglega vakandi .Eða ætti ég að byrja að mála myndina fyrir lokaverkefnið æi of mikið vesen , kannski ganga frá möppunum með myndunum og skissunum og ljósmyndunum NEI NEIENEIENIENEIEIiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.nenni ekki skila bara einhverntíman eins og hinir eða bara ekkki ekkkikeieieiei.Kannski bara að fara að sofa.góð hugmynd það geri ég best.

Eins og þið sjáið er ég ekkert að tapa mér á hverju ég skal byrja á ....a.a.a..a.a.a..a.a.a..a..


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband