norðanfréttir

Það er mikið fjör á heimilinu ,mamma pabbi og Unnur sjá fyrir því ,pabbi greyjið sat á milli okkar systra í dag þegar við fullorðna fólkið stalst á Glerártorg,við píndum karlinn til skiptis.

Svo var náð í krakkaormana og haldið á stað í leiðangur fórum á smámunasafnið í Sólgarði  Eyjafjarðarsveit þetta var nú ekkert smá safn en fullt af smámunum.meiriháttar gaman að skoða þetta,síðan fórum við upp i Djúpadal þar sem flóðin voru rétt fyrir jól og tóku með sér tvær stíflur í ´Djúpadalsvirkjun.Þetta var góð ferð.Svo var haldið heim og Bolli eldaði dýrindis nautasteik og liggjum við hér afvelta og auðvitað var ís og ávextir á eftir.

Síðan settum við systur upp Offispakkan upp í tölvunni minni alveg snillinga og allt annað líf fyrir mig að vinna í tölvunni,síðan settum við upp í tölvunni forrit fyrir síman minn til að flytja skjöl á milli aðalega myndir og allt tókst þetta áfalla laust fyrir sig Grinog nú sitjum við hér við sitt hvora fartölvuna og leikum okkur og gamla settið horfir á ´hálfbilað sjónvarpið. og kvarta og kveina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ!

frábært að þið hafið það gott!  ekki pína afa of mikið!

en þið klárar að setja offispakkn upp!  klapp fyrir ykkur!

knús

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Susssuss stelpur .. sé ykkur fyrir mér með fartölvurnar eins og smástelpur.

En annars eruð þið duglega að setja upp office pakkan því mér hefur skilist að í það minnsta önnur ykkar sé ekki alveg útlærð í þessari deild.

Hvenær kemur þú svo suður Unnur? Sko búið að vera sól og blíða síðan þú fórst norður og spáin er góð..... ekki rigning fyrr en á föstudag.... ertu kannski væntanleg þá

Kristín Magnúsdóttir, 10.6.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Unnur Guðrún

Við systur getum allt sem við ætlum okkur með góðri samvinnu og þrautseigu. Reyndar hafa nokkrar tölvur hrunið í fikti okkar gegn um árin en hvað er það milli vina eða þannig sko. það er óvíst hvenær lagt verður af stað suður en sennilega verð ég að koma með rigninguna með mér eða allavega skýin því þau virðast elta mig.

Unnur Guðrún , 11.6.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband