komin aftur

GrinNú  er stóri bróðir farin að bloga svo nú erum við öll systkinin komin á blað hihi. Jæja langt síðan ég blogaði síðast mikið að gera fór á Akranes með Bryndísi , hún var að keppa í sundi 8 ára telpan. og gekk bara vel,en reynsluleyið í keppnum kostaði litlu telpuna fyrsta sætið en hún tók því bara með himneskri ró geri bara betur næst sagði sú stutta ,í baksundinu snéri hún sér aðeins á magan til að sjá á bakkan,það mátti hún ekki.En í 100 metra skriðsundi var hún í 2.sæti  sem sagt alveg frábært hjá þeirri stuttu og svo fékk hún verðlaunapening fyrir þáttökuna og liðið hennar Óðinn fékk bikar fyrir prúðasta liðið nokkuð gott hjá krökkunum.

Strákarnir voru í dekri hjá ömmu og afa á meðan, nenntu ekki á neitt sundmót,þó hefði Elvar átt að keppa, en vildi það ekki enda of mikil læti fyrir minn mann.En Hvalfjarðargönginn voru farin annsi oft þessa helgi 6.sinnum og mér sem er ekkert of hrifin að fara svona undir sjóinn að nauðsinalausu.Annars er allt gott að frétta sumarið komið í bili hérna á norðurlandinu og millilandaflugið komið á fullt, meira segja fragt flugið stór hlunkur sem fer með fisk til útlanda og leikfönginn hans Arngríms,kom með heila svifflugvél í morgunn að vísu voru vængirnir ekki áfastir .Og mikil skraut sýning fyrstu daga fragtflugs á Akureyri.PLANE4

svo er ég að fara í sumarfríW00tog gestir eru að koma akandi alla leið frá Reykjavík og Noregi og er spenningurinn í hámarki.Já þessi sem giftist mormóna og flutti á bóndabæinn og allt það .Svo endurheimti ég frumburðinn sem er búin að vera í höfuðborginni .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Misst af þér í Reykjavík. Þú varst á Akranesi þegar ég kom til forledra þinna. Til hamingju með Bryndísi og lika með prúða liðið hennar. Já Unnur og þau eru að koma til þin. Skemmtið ykkur vel. Knús Hitti þó Ragnar og Elvar. Ragnar tvisvar. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.6.2007 kl. 15:12

2 identicon

hæ hæ

til hamingju Bryndís! og já þú gerir betur næst! knús!

frænka vertu góð við múttu mína.... en stríddu henni soldið fyrir mig!

já sentu bara cruserinn gamla hingað!   Síðan ég flutti til Akureyrar þá h efur mig alltaf langað í einn, sennilega 97 model.

anyway

knús!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 22:28

3 Smámynd: Unnur Guðrún

Unnur Guðrún , 8.6.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband