Einhverfi drengurinn minn

'I Morgunblaðinu í dag eru tvær greinar um einhverfu bls 22.Einhverfa býr í okkur öllum og Afneitun er verst. þetta eru greinar frá móður einhverfs drengs og geðhjúkrunarkonu sem hefur unnið lengi með einhverfum.Og þar kemur fram að hvað oft er lítið hlustað á foreldra einhverfa barna fólksins sem þekkir börnin best og er margt fagfólk sem heldur að það viti best og foreldrarnir þeir vita nú ekkert .En þetta eru góðar greinar og gaman að lesa um þetta .Og ´hvet ég alla að lesa þetta.

Já svo er það afneitunin það er ekkert að barninu mínu ,þó að það gráti allar nætur verður lemji höfðinu í gólfið þegar það er í Kringluni eða öðrum verslunum eða veislum dragi sig saman ef margt fólk er í kringum það koðni niður haldi um eyrun og grátbiðji um að fara út úr fólksmerðini.En þau eru ekki öll eins þess vegna dugir ekki það sama yfir línuna.Ég hef horft upp á sársaukan í augunum á drengnum mínum þegar framkoma hans er misskilin ,eða ef við breytum áætlun á ferðalögum,núna get ég útskýrt fyrir honum að þetta er ferðalag og þá geti allt breyst,og svo margt sem er erfitt að útskýra fyrir systkinum hans og verst er að útskýra fyrir honum sjálfum,að hann sé með ódæmigerða einhverfu, og af hverju hann þarf sérstaka hjálp.í skólanum.En sárast er þegar hann kemur grátandi heim vegna þess að einhver situr um að særa hann á leiðinni úr skólanum,þegar hann kemur og segir ha nú náði hann mér ekki.Að hann geti ekki verið hérna úti á trampólíninu vegna vina hinna krakkana sem kalla hann ýmsum niðrandi nöfnum.En það eru líka fleirri góðar stundir hann er algjör perla og mjög athugull og flínur í höndunum gerir listaverk í leir og smáatriðin eru frábær.En eftir myndina sem var um daginn um bóluefnið sem gefið er 18 mánaða ,fer maður að hugsa,þá fór fyrir alvöru að bera á einhverfueinkennum hverju sem það er að kenna en ekki laust við að maður fer að hugsa.Og annað sem kemur nú fram í grein geðhjúkrunarfræðingsins,hvað við þurfum að berjast fyrir sömu hlutunum aftur og aftur.Ekki bara einhverfir heldur allir hinir einhverfir verða alltaf einhverfir en ná vissulega einhverjum framförum en kerfið vill fá sönnun fyrir því með reglulegu millibili hvort þetta hafi nú ekki bráð af honum.!!!!!!!!!!! Þetta eru sérfræðingar í að rugla fólk og gera kostnaðin meiri en þörf er á .'Eg bað um liðveislu fyrir drenginn minn jú vel tekið í það og ég bjartsyn en ekkert hefur heyrst enþá,og er ég ekki að biðja um mikið 10 til 16 tima í mánuði bara svo systikini hans geti notið sín aðeins og ekki síst hann því að hann er að einangra sig of mikið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég skil að þetta sé erfitt og Heiða mín ég verð líka fyrir að allir viti betur um mömmu. Ég held að að sé sama hvað er að, aðrir vita betur en við þó svo að við vitum best þegar á botinn er hvolft. Þú er mikið góð og dugleg mamma. Elvar er gáfður og hæfileikaríkur drengur og á að fá að njóta sín þó hann hafi ódæmigerða einhverfu. Systkini hans eiga líka að njóta sín og þú átt líka stundum að fá smá hvíld. Bestu baráttukveðjur elsku Heiða mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.5.2007 kl. 18:10

2 identicon

æ Heiða.... þegar þú skrifar um Ellann minn þá fæ ég svo mikkla heimþrá...  en það er gott að skrifa um hvernig manni líður og frábært að heyra hvernig þið öll hafið það svo ekki hætta!

Auðvitað þekkja foreldrar börnin sín best!

knús til ykkar allra xxx

K frænka 

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 07:22

3 Smámynd: Unnur Guðrún

Þetta þekkja allar mæður sem þurfa að hafa börnin sín undir læknis hendi. Ég hélt að þetta viðhorf hefði farið minkandi eða jafnvel horfið en það er langt þróunarferli að breita viðhorfi. Nú er kennt, allavega á leikskólabraut að ef þú vilt fá sérfræðiálit um barn spyrðu foreldrana því hver þekkir ekki barnið sitt betur en foreldrar. Ég var mjög heppin þegar ég var með Gunnar lítinn, læknarnir sem hann þurfti mikið að vera hjá höfðu flestir þennan hugsunarhátt að foreldrar vissu best hvernig börnin væru. En als ekki allir. Svo Heiða þú ert hetja og stendur þig vel, haltu þínu striki og láttu engan segja þér að einhver þekki barnið þitt betur en þú. Ef þú veist hver það er sem leggur hann í einelti, hvernig væri að fara í heimsókn til foreldra og fræða þau um hvað er að gerast.

Unnur Guðrún , 30.5.2007 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband