Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

komin heim

Komin heim úr suðurferðinni eða skírninni hans Daniels Magna sem han Hjörtur Magni skírði .Við gistum fyrst í Húsafelli eftir að hafa keyrt marga hringi til að fá stæði því allt var yfirfullt þar en náðum síaðsta stæðinu uff.'Attum þar skemmtilegt kvöld með varðeldi og skemmtiatriðum.Héldum svo í Mosfellsbæin og ætluðum að gista á tjaldstæðinu það en nei takk þar er ekki tekið á móti fellihýsum bara tjöldum, 'eg sendi mínum gömlu heimaslóðum ekki góðan tón þann daginn ,en við hröuðum okkur í Grafarholtið til að skipta um föt fyrir skírnina  og til að geyma fellihýsið ætluðum bara að fara í Laugardalinn seinna um kvöldið .Skírnin var alveg indisleg og veðrið gott og áttum við góða stundir með ættingjunum.Eftir veislu var farið að huga að næturstað,pabbi sagði okkur bara að drífa fellihysið upp á tún hjá sér sem við og gerðum og fékk það tjaldstæðið 10stjörnur frábært veður og aðstaðan hin besta kærar þakkir fyrir okkur.Svo er auðvitað fótboltamót hjá Bryndísi næsta laugardag.

Ég

var að þrífa fiskabúrið áðan og var að taka dæluna úr sambandi þá fékk ég þetta gífulega rafstuð var auðvitað blaut á höndunum en rafmagnið sló út en verkjar enþá í hendurnar .alltaf í stuði.

smá skot.

hæ ho nú líður senn að því að við birtumst á suðurlandinu til að fara í skírnaveislu hjá Díu og Mark í Mosó allir orðnir spenntir erum að klára að pakka og Guðrún er að setja smáfléttur í stelpurnar og gengur á ýmsu strákarnir berjast með sverðum uppi svo við höldum okkur bara á öruggu svæði niðri í stofu Raggi er duglegur að hafa ofan af fyrir Róberti hinum noska víkingi og meira segja Elvar er farinn að leika með þeim og þá er nú mikið sagt.Nú rignir aðeins hér norðanlands en ekkert að ráði.

Fór í gær og fyrradag að þrífa flugvél, verið að kenna mér á sístemið svo þetta komi nú rétt frá mér, það gengur víst á ýmsu þar og sú sem vinnur á móti mér alveg að klikkast.En hún fer nú fljótlega í frí og ég tek við ósköpunum .Svo er að vita hvort ég fæ kauphækkun en það er víst fullmikil bjartsýni.

oooæ nú er ekkert meira að segja í bili .


Góð ferð um Snæfellsnesið

Komin úr ferðalaginu brún og særleg áttum yndislegt ferðalag um Snæfellsnesið og suðausturlandið og alltaf í sól og hita en erum komin heim í rigningu og þoku sólin lét aðeins sjá sig í dag en hætti svo við og hvarf á milli skýjana.´Guðrún frænka og krakkarnir hennar komu með okkur og ætla að vera einhvern tíma hjá okkur.Og mér gengur bara nokkuð vel að skilja norska frændan minn hann Róbert ,hann er duglegur að reyna að tala íslenskuna þó að hann tali hana sjaldan heima í Noregi.

Snæfellsnesið var alveg dýrðlegt margir fallegir staðir og gott að vera á Stykkilshólmi,þar vorum við á tjaldstæðinu í nokkra daga,fengum okkur pylsur í heimsins besta pylsuvagni þó víða væri leitað,fórum á vatnasafnið það var skemmtileg upplifun en þó svo einfalt.Norska húsið skoðuðum við og fórum í hákarlasafnið  það var skemmtun hin mesta.Skemmtum okkur með Lionsfélaginu sem Bolli er í og margt fleirra.Meira seinna


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband