Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Seinheppin ooo

já það má nú segja að ég hafi verið seinheppin í morgun,ég er að leysa húsvörðinn af meðan hann skrapp til Mallorka,og til þess að ná að gera allt sem þurfti að gera fór ég aðeins fyrr í vinnuna í morgun(05.30)allt í góðu með það .Kíki á textavarpið allt í lagi með flug nema tll Vestmanneyja og Ísafjarðar.Svo mín drífur sig i verkinn,klukkan rúmlega 7 er búið að fresta flugi til rúmlega 8 vegna hvassviðris um allt land oj hugsa ég hefði ekki þurft að koma fyrr því engir farþegar eru að þvælast fyrir mér og þegar ég fór kl 12 var búið að fresta flugi til 14.10 og svo framvegis.Hefnist manni fyrir að ætla að hafa rúman tima til að gera verkin sín eða hvað!!!!!!¨!!Shocking

En hér blása vindar frekar hlýjir vindar að vísu 13 stiga hiti.Krakkarnir á sundæfingu ,er að fara sækja þau og fara með Ragga á æfingu held að ég sé í æfingu að fara m eð þau á æfingu hvað haldið þið.

Ég ætla ekki að loka ´mínu bloggi enda ekkert það sem ætti að valda neinum usla,og ef einhver verður sár þá get ég sent viðkomanda góðan pástur DevilNú lítur sonur minn á mig undrandi ,hann er oft hissa á henni mömmu sinni finnst hún svolítið skrítin svo ekki sé meira sagt.En okkur líður vel það er fyrir mestu.lInLove


Einvherfugrein úr Fréttabl.

Ég rakst á þetta í Fréttablaðinnu í gær 25 sept.Læt greinina fylgja með  vonandi er það ekki ritstuldur.

Út úr einhverfunni

 

Dagana 29 sept. til 2 okt mun Daninn Stanley Rosenberg  halda námskeið hjá Félagi hofuðbeina-og spjaldhryggjajafnara um aðferðir til að hjálpa einhverfum úr innilokun sinni og koma þeim til félagslegrar virkni.

Gunnar Gunnarsson sálfræðingur hefur sérhæft sig í höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun og unnið við fagið samhliða sálfræðinni í tíu ár. Hann segir Rosenberg telja að svipaðar streitutengdar,liffræðilegar forsendur geti legið að baki einhverfu,þunglyndi og öðru firrtu ástandi.

"Stanley vill ekki meina að einhverfa sé meðfædd heldur verði hún langoftast til við eitthvert áfall hvort sem er fyrir fæðingu, í fæðingu eða eftir fæðingu og  telur hann jafnvel að bólusetningar geti valdið því að  börn hvökkvi svona inn í sig."segir Gunnar og bætir því við að það sama geti gerst þegar fullorðnir verði fyrir áfalli."Þá getur fólk hrokkið svona inn í sig með þeim afleiðingum að það hættir að geta tjáð sig en það er yfirleitt kennt við mjög djúpt þunglyndi".

Gunnar segir aðferðina til að losa fólk út úr þessu ástandi nást með höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun."Aðferðin byggist á því að virkja á ný höfuðtaugarnar sem stjórna heyrn,sjón andlitsvöðvum,tungu og fleiru til að opna fyrir samskipti á ný."segir Gunnar og nefnir dæmi drengin William sem hefur náð sér ótrúlega vel af einhverfu."Þótt maður geti aðeins merkt að hann´sé stirður í tali þá er hann í framhaldsmenntun og á kærustu þannig að hann er farinn að lifa lífinu."Námskeiðið er ölli, opið en Gunnar segir þá ganga fyrir sem hafa lært höfuðbeina- og spjaldhryggjajöfnun. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni  www.cranio.cc

þetta skrifar sigridurh@frettabladid.is.

Ég vona að enginn verði fúll þó ég hafi þetta upp úr fréttablaðinu ,fannst þetta bara svo athyglsivert þarna er kominn enn ein kenningin um einhverfu og hver segir að hún geti ekki verið´rétt alla vegna skaðar það engann að prufa þessa aðferð ,því ég hef bara góða reynslu að höfuðbeina -og spjaldhryggjajöfnun  og reynum við ekki flest til að gera börnunum okkar lífið auðveldara ,ef von er um að þeim líði þó ekki nema aðeins betur .gaman væri að fá aðeins umræðu um þetta.


Elvar

Hver getur ýmindað sér að manni geti þótt svona rosalega vænt um þegar einhverfi drengurinn sinn fer til  vina sinna í heimsókn,þó svo að hann endist ekki lengi ,bað um að sækja sig eftir klukkutíma.

Ég spurði  viltu ekki bara fá að hringja þegar þú vilt koma heim ,jú það þótti honum nokkuð sniðugt.og viti menn það leið rúmur klukkutími áður en hann hringdi, og bara af því að vinur hans þurfti að fara til læknis.En annað er svo leiðinlegra ,við erum búin að fá nýja nágranna og nú þegar skólinn byrjaði þá fannst drengnum sem er nýfluttur sniðugt að gera grín að Elvari og hrinda ,þeir hafa aldrei kynnst kannski sést í skólanum, og nokkrum dögum síðar hjólaði hann fram úr þeim bræðrum á leið í skólan og frussaði framan í Elvar,þetta særir ,en Elvar tekur þessu með mestu rósemd,"hann var bara að stríða mér í þetta sinn" sagði hann.Enda vanur ýmsu á leið í og úr skólanum,oft komið grátandi eða þeir náðu mér ekki í þetta sinn.

Hvernig fara krakkar að því að sirka út einhvern sem er ekki eins og aðrir en eru samt ekkert að kássast í öðrum krökkum.

En þegar á heildina er litið höfum við verið heppin með strákinn okkar,rólegur og duglegur og gengur frábærlega í námi margir hafa það verr en við ,en hvernig á maður að útskýra fyrir dreng að hann sé með ódæmigerðaeinhverfu þegar maður skilur kannski ekki alveg sjálfur hvað er í gangi? meira seinna.


daginn og veginn.

´Nú brosi ég allan hringin fékk kauphækkun´í gær meira en ég hefði látið mig dreyma um,svo eitthvað vill fólkið halda í migWizardsvo nú er um að gera að halda upp á herleg heitin.Kannski ég opni líkjörin sem ég keypti fyrir jólin í fyrra hiihiiii.Nú á ég frí í heila 2 daga og ætla ég að njóta þess vel.Tendamútta verður 80 ára 25sept. og ætlar hún að bregða sér til höfuðborgarinnar .Svo við fáum bara veislu þegar hún kemur aftur.

Nú er verið að taka upp kartöflur  á höfuðbólinu,en mín neitaði að taka upp þetta árið get bara ekki legið á hnjánum tímunum saman út í kartöflugarði svo þeir bræður á Bjargi gera þetta til skiptis.

Sveigur karlinn er allur að hressast við héldum að hann væri að drepast í sumar ,en hann þolir hita illa.þetta stóra flikki.

Við fórum á bókasafnið ég og strákarnir,og held ég að Elvar Kári hafi tekið einar 25 bækur bæði myndabækur og til að lesa eins og ég segi.Við Ragnar vorum aðeins hógværari tókum aðeins 11 hvort okkar.Þarna sjáið þið þó að þeir séu miklir tölvukarlar þá lesa þeir mikið já mikið.Bryndís er að sjá að það er gaman að lesa sjálf,og það er gaman að heyra hana lesa upphátt.

Gömlu brýnin eru að spóka sig á spáni ,hringdu um daginn voru þá á laugarbakkanum og nutu lífsins vel.Nú líður að því að ég leggji land undir fót og er aðeins farið að kitla í magan .

HATBOXES


Kata og Vífill

IMG_0513IMG_0515IMG_0523IMG_0516

 

 

Þetta eru útskurðarmyndir sem pabbi er  gera fyrir mig til að setja fyrir utan lítin sveitabæ sem teindapabbi smíðaði og hafa þessi blessuð hjón hlotið nafnið Vífill og Katrín eftir mági Bolla og systur, þetta eru myndarlegustu hjón sem eiga eftir að sóma sér vel í sveitinni.


ekki öll vitleysan eins,Herra flugverndarstjóri

ja nú er ég búið að leysa flesta af í vinnuni bara eftir að leysa flugumferðarstjórana af hihihi alltaf gaman á flugvellinum.Nú er búið að ráða nýja skrúbbulínu á hina vaktina er búin að vera að kenna henni á  moppuna og það sem því fylgir.En á morgun má ég sofa til 7 langþráð í stað 5.En samt ekki í fríi , er að þrífa morgunvélina þennan mánuð,JoyfulOg passa að enginn setji sprengju í vélina eða þannig hiiahiahaihaihaiahahiaia.Þetta var nú bara findið.

PLANE2Annars er allt gott að frétta við erum búin að fá sýkið fræga á flugvöllin og ætlum að selja aðgang að þvi( framkvæmdir við að laga og bæta við flugskýlin) alveg passlega stórt. Og svo getur flugvallarslökkvuliðið haft gætur á síkinu því að það er beint fyrir framan gluggan hjá þeim.Svo er verið að byggja 2 ný flugskíli og gengur það frekar hægt,því heillengi vissu þeir ekki hvernig átti að taka klæðninguna úr umbúðunum en þetta er til bóta því að nú fjúka umbúðirnar um allt bílastæðið ,og þakið kemst kannski á fyrir áramót .Svo er búið að grafa allt langtímabílastæðið í sundur,eins og ekki hafi verið nógu vont að finna sér stæði ,en þeir eru greyin að laga þetta svo fínt að maður þarf ekki að vera í vöðlum til að fara á milli húsa.DCP_2291Annars er allt við það sama hérna á úti á landsbyggðinni,við förum öðru hverju úr torfkofunum og lítum í Bónus og aðrar fínar verslanir  á Glerártorgi alveg merkilegt hvað við höfum mikið af þessum búðum og líka bíó 2 stikki ,jæja nóg af þessari vitleysu alveg að tapa þessu litla sem ég hafði eftir að heilasellunum átti eftir .


smá skrif

WizardÞað er búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarið, svo að ekkert hefur verið skrifað,fór í saumaklúbb á Grenivík í gær og skemmtum við okkur mjög vel.En hef ekki haft rænu á að gera mikið meira. Nú er bara um mánuður þangað til við förum til Tallin eða hvernig sem það er skrifað og erum við farin að telja dagana.

Tendómútta verður áttræð 25 sept og ætlar hún að gera víðreist og fara til höfuðborgarinnar ,og fara fínt út að borða með börnum og barnabörnum.


Tölvu hræðslan að réna

jam og jæja er búin að vera með tölvu fælni og ekki nennt að blogga og er búin að fá skammir fyrir en nú stendur það til bóta er farin að nálgast tölvuna með varúð en kveiki á henni  öðruhverju.W00t

Hér gengur allt sinn vana gang krakkarnir komnir í skólann og viti menn labba í og úr skólanum þetta tók bara nokkur ár að koma þessu á og ekki við góðar undirtektir prinsessunar en nú gera þau þetta allt með bros á vör.En nú reynir Elvar á hverjum morgni að segja mér að hann sé svo kvefaður að hann geti ekki farið í skólan, en mamma er grimm.Í gær fór ég með Ragnar og Bryndísi í klippingu sem er ekki frásögu færandi nema ég hef alltaf klippt Ragnar síðan hann var 2 ára og nú fannst mér timi komin að drengurinn sem er 12 ára fengi góða drengjaklippingu og var hann bara alsæll með þessa ferð en sagðist hafa verið full ánægður með klippingu mömmu sinnar , en þetta var allt annað og flott klipping  en hann hélt skottinu (taglinu) sem hann er búin að vera með i nokkur ár .

Svo á sunnudag fórum við í búð til að kaupa svefnsófa handa Ragnari og lengi vel mátaði hann svefnsófa lagðist flatur og settist og gott ef hann snéri sér ekki á haus.Svo að lokum valdi hann sér grána sóffa og virtist bara nokkuð ánægður og áttum við að fá sóffan daginn eftir.En um kvöldið kom minn  til mömmu sinnar ekki alveg sáttur og sagðist ekki vilja fara úr gamla rúmminu sínu það væri nokkuð heilagt  (gamla rúmið okkar Bolla) ég sagði að það væri allt í lagi við settum bara nýja sóffan í stofuna meðan hann væri að venjast tilhugsunni um að fara í nýja rúmmið.Þá gat drengurinn farið að sofa .En mikið rosalega er nú gott að hafa þennan sóffa í stofunni það er svo gott fyrir þreyttar mömmur að leggja sig í honum hihihihihihihihihi. En pabbinn vill að sóffinn fari upp , en hver segir að hann ráði nokkru um þaðDevil.

Í búðar ferðinni fann prinsessan mín rúm sem henni langaði í auðvitað bleik koja úr járni og plasti með skúffum og skrifborði,móðirin sagði með skrítnum svip á andlitinu þetta brotnar nú strax svo ert þú ný búinn að fá rúm ( sem að vísu hún sefur sjaldan í ).útrætt mál.

Ég er búin að bæta við mig aðeins meiri vinnu á flugvellinum nú þríf ég morgunvélina á kvöldin já , svo nú vinn ég fyrir Flugstoðir aðrahverja viku og Flugfélag Íslands á kvöldin og hver haldið þið að borgi betur. hihihihihihih.Þetta er nú bara tímabundið en ágætt,og fæ að bruna um völlin þegar vélinn er dreginn inn í flugskýlið alltaf fjör hjá mér Grin.

Um síðustu helgi var mér boðið í 30 ára afmæli bróðursonar míns,þetta vex manni yfir höfuð áður en maður veit af stutt síðan ég var að passa kauða með eldrauða hárið,og nú þarf ég að líta upp til hanns í bókstaflegri merkingu.Svo kom bróðurdóttir mín í heimsókn í mýflugumynd var að koma úr brúðkaupi,alveg fullt að gera .

já þetta ætla ég að láta nægja í bili nú ætti ég að fara að gera eitthvað af húsverkunum en þegar þessi frábæri sóffi blasir við mér er freistandi að prófa hann aðeins betur og vita hvort ekki sé hægt að dreyma eitthvað gott um framtíðina .hahahahhahhahahahhahhahahhhahahhahahahahahahahahah


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband