Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

smá rabb

Nú er frívika í vinnuni,en ekki heima,var að viðra blómin mín í dag og þvo úti á stétt.haldið þið að allt hafi ekki fyllst af geitungum, og nú voru góð ráð dýr hvernig átti ég að koma blómunum inn án þess að fá geitungana líka svo mín læddist út greip vatnsslönguna og smúlaði blómin  og náði þeim inn en stuttu seina fylltist allt af geitungum inni og þá greip ég flugnaeitursbrúsan og spreyjaði vel.Raggi var lasin í dag en er nú að hressast,Elvari þótti þetta ósangjarnt að brósi skildi vera veikur en ekki hann og sleppa skólanum var frekar fúll.Fór í ræktina og það bogaði af manni svitin,en þessi kíló vilja ekki fara frá mér ,en hvað með það ,þetta hressir upp á sálartetrið að sprikla með kellunum og hafa gaman af.Það er búið að vera mjög gott veður þessa dagana Bryndís út alla daga og neitar að fara að sofa á kvöldin og er svo frekar geðill á morgnana.En lítið hefur skeð annað bara að láta vita að við erum hérna og alveg brjálað að gera eða þannig.

akureyrabær komdu þér niður á jörðina

jæja þá fór maður í ræktina og vorum við að lifta lóðum og ekki laust við að aðeins séru einhverjir vöðvar aumir, en þetta er farið að ganga betur hjá kellu.Gott að sjá að Jórunn er farin að skrifa aftur var farin að halda að hún væri farin af landi brott hi hi.Nú eru hamstrarnir farnir að narta í mig svo að ég er að verða eins og Baldur í litlu hrillingsbúðinni allir puttar plástraðir.Samkomulagið hjá hamstramæðgunum er ekki upp á það besta.Krakkarnir eru hressir en mis hressir að fara á íþróttaæfingar.Og nú er blessuð lúsin komin í skólan hélt að hún væri ekki skólaskyld, en við höfum blessunarlega verið laus við hana .Nú er bæjarstjórninn hérna endanlega að pissa út ætla að taka íþróttavöllin og beyta í íbúðarhverfi og svo sé ekki minnst á sýkið sem á að koma í miðjan bæin og þrengja Glerárgötuna .þessir menn og konur ættu nú að eiða peningunum okkar í eitthvað þarfara. Nei ef það er nógu flott út  á við þá er það gert og lystaverkið á fjallinu landvernd ætti nú að athuga landskemdirnar þar nei það er einhver flottur listamaður sem vildi gera þetta núna skítt með útlitið.En með síkið best væri að setja það í listagilið það er hvort sem er alltaf til ófriðs í hálku ,haldiði að það ´sé ekki flott að vera með flúðasiglingar í gilinu og enda svo út í sjó á sjósleða, það væri nú eitthvað frútt í því.og þá þarf ekki að rífa hús eða þrengja Glerárgötuna og skapa umferðaröngþeyti að óþöfu,sjáið þið ekki fyrir ykkur síki úr andapollinum fyrir neðan sundlaugina alveg brilljant hugmynd.Nei ekki er öll vitleysan eins.nú er ég aðeins búin að ausa úr mér,annsi þeytt á þessari vitleysu hér á norður hjara.Og hvenær ætla íslendingar að vera ein þjóð og hætta þessum rembingi á milli landshluta alveg óþolandi,ekki vilja sunnlendingar að við komum öll á höfuðborgarsvæðið þá verður eitthvað vælt, ég er nú sjálf að sunnan en bý á norðurlandi og líkar það vel,en skammast mín þegar staðið er í vegi fyrir framförum hér og þar á landinu,við meigum ekkert segja um Reykjavíkurflugvöll en ef eitthvað er gert út á landsbyggðini ´þá eiga allir íslendingar það,reynið nú að vitkast, og heyra alla þessa kynþáttafordóma hvað er að fólki er ekki sama hver liturinn er ef manneskjan stendur fyrir sínu eigum við ekki að kom fram við alla eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.Nóg af svo stöddu það er gott að skrifa sig frá þessu léttir á sálini kverðj luggadugg

krakkalakkar

Bryndís er búinn að vera í rannsóknum út af þvaginu,og í gær hringdi læknirinn og sagði að hún væri með síkingu og eitthvað að blóðinu ,sem ég skildi ekki alveg , en eitthvað að storku eða stoknuni í blóðinu og á að rannsaka það nánar. Þessir læknar skilja mann alveg út á þekju stundum er ég alveg jafnnær og áður en ég fór til læknisSkömmustulegur .Mér gengur bara ágætlega í ræktini missti 1/2 kg.váaaaaaaaaaaa, en þetta er allt að koma  er mikið styrkari en ég var,svo er bara að missa sig ekki í sætindunum.Elvar er mikið ánægðari nú í sundi eftir að  þau Bryndís voru sett í sitthvorn flokkin.En í gær sagði hann að ég þyfrfi ekki að bíða með sér og allt í lagi ég fór. En í gærkvöldi sagði hann að þetta í sundinu hefði ekki verið nógu gott, hann hafði ekki vitað hvenær hann átti að fara inn i klefan, því þjálfarinn var út í laug. Svo hann bað mig um að bíða með sér næst.Stundum svo fyndinn þegar honum liggur mikið á hjarta ,svo fullorðinslegur. Nú fer 4bekkur í samræmdpróf, svo kennarinn hans vill sækja um sérstakan disk eða tíma fyrir Elvar ef formið á drengnum er ekki próf hæft þegar prófið er og verð ég að skrifa undir eitthvað plagg til að það verði hægt.Bolli er að kafna í vinnu kemur  aldrei fyrr en um kl 10 á kvöldin heim, hann hefur orðið að hafna vinnu því hann hefur ekki tíma fyrir fleirri verkefni.Ragnar er mjög duglegur að hjóla í skólan og aldrei kvartar hann,fékk stóran poka af fötum á þá pilta í gær,sem eru eins og ný.þeir mjög ánægðir með það sérstaklega   pjattrófan hann Elvar.Raggi er farinn að passa fyrir okkur    ef við förum eitthvað og gerir það vel. það er nú ekki alltaf auðvelt að tjónka við hana Bryndísi en í róleg heitum tekst honum það. þetta er orðin svo stór og myndalegur drengur að ég er hissa að ég eigi hann þessi dúlla.Það er alltaf sama fjörið í kringum dóttur mína nú er alltaf verið að mála sig og baðherbergið ber þess merki. og biðji ég hana að ganga frá er sagt ha já á eftir sem er annsi langt á eftir.Þetta er nú einu sinni prinsessan á bænum og þykist ráða þessu heimili .

rabb

Heyrði aðeins í Unni í dag hún var bara hress, miðað við aðstæður ,hún er að bíða eftir aðgerð á bakinu.Annars allt gott að frétta frá Norge.Bolli bauð mér út á föstudagskvöldið ,á vélsmiðjuna það voru frekar fáir en ágætt að komast aðeins út.Í morgun fórum við í réttirnar,það var vafamál hvort voru fleirri kindur eð a mannfólk. en það var mjög gamann en Elvar vildi sko ekki fara í réttir fannst það bara vitlaust,var bara hjá ömmu í ró og næði.Pabbi hringdi á föstudaginn frá spáni hinn ánægðasti og lét vel af dvölinni þarna þau gömlu voru heima á hóteli en yngra fólkið var í verslunarleiðangri og ætluðu svo í nudd og eitthvað að dekra við sig. mamma og pabbi áttu 50ára brúðkaupsafmæli á 9sept

Mér gengur ágætlega í ræktinni er alveg að drepast úr harðsperrum,en kílóin eru föst á mér hi hi hi en þau verða brædd á næstunni,fór aðeins í tækjasalin og fékk mjög góða tilsögn hvernig ég ætti að gera æfingarnar, þannig að nú ætti ég að geta gert þetta rétt.Ny vinnuvika á morgun og keyrsla í æfingar, nú vill Bryndís hætta í dansinum alveg nýbyrjuð og vera bara í sundinu og ég nýbuinn að borga önnina.GrátaRaggi byrjar á morgunn í Teekwondo æfingunum og hlakkar mjög til.


blalalala

Ekki mikið sem hægt er að segja frá í dag,fékk gullfallega peysu á Bryndísi í dag.alltaf að eiða peningum .Fer í ræktina í kvöld, gengur illa með að hætta að borða sætmetið ,of löt að finna eitthvað sem mér verður ekki illt af,kikti aðeins á síðurnar hjá ingu og kristjönu, þessum kjarnorkukonum ,alltaf líf og fjör í kringum þær .Fór í litun og plokkun í mogrun ,er allveg æðisleg gella ja.æi skrifa meira seinna andinn hefur flogið burt frá mér.

skóli

Var að koma af skólafundum eða ´náskynningu hjá Bryndísi og Elvari, alltaf sömu málin sem koma upp krakkarnir fá ekki tíma til að þvo sér eftir leikfimi og sund þetta er búið að vera í svo mörg ár að það ætti að vera hægt að laga stundaskránna, það  var nú staðið yfir manni í sturtum bæði í leikfimi og sundi þegar ég gamla konan var í skóla ,svo stangast stundaskráin á milli bekkja hvað er í gangi ,hugsa aðeins .. Æ varð bara að blása aðeins ekki gerði ég það á fundinum.Fór í dag og keypti föt á liðið mitt, já og gerði það bara í hagkaup, en það eru víst bara slæmar mæður sem bjóða börnunum sínum það er mér sagt, en mín börn eru bara ánægð með þessi föt og er þá ekki allt í lagi.Nú fer maður í herradeildina til að kaupa buxur á Ragnar barnadeildin hefur ekki nógu stórar fyrir hann og hann er alveg að vaxa mér yfir höfuð á eftir 3-5 sentimetra  og hann er bara 11 ára og þó að ég sé ekki stór , þá er þetta nú alveg of mikið ég segi nú ekki annað og hana nú...


leikhús

Við fórum á litlu hryllingsbúðina  hjá leikfélagi Akureyrar í gærkvöldi það var hreint út sagt meiriháttar sýning og söngur og leikur alveg frábær , enginn ætti að missa af þessari sýningu. Krökkunum stóð stundum ekki á sama þegar blómið var búið að borða nokkra ,en aldrei var sýnt blóð eins og í óliver tvist, sem   gerði gæfumunin annars herði ég þurft að fara með Elvar út, honum leist nú ekki meir en svo á þetta stóra blóm,oftar en ekki var peysan kominn upp fyrir höfuð á honum en kíkti svo snökkvast, og ekki máttum við minnast á leikritið á eftir sýnigu. Leikararnir voru margsinnis klappaðir upp.hreint sagt frábært kvöld. Bryndís vill fara aftur var allveg heilluð enda sögnur hennar líf og yndi, en ætli ég láti ekki næja að fara á Karíus og Baktus með þau næst, já nú á að taka menninguna með trompi segið svo að aldrei gerist neitt út á landi.

´mynd í mogganum

Já nú brá mér heldur þegar ég leit í moggan í morgunn þar voru myndir af bræðrum á Seiðisfirði sem ég kannast við og hvað haldiði ,í bakgrunn á myndinni sá ég þá ekki mynd sem ég málaði fyrir Sollu vinkonu blasa við mér , svo nú á ég mynd í mogganum þó að sjáist bara hálf myndin , montinSvalur ja auðvitað. Í kvöld er það svo leikhúsið með fjölskyldunni.  En það á víst að þræla mér í berjamó í dag veit nú ekki hvernig skæruliðunum mínum líkar það e r eitthvað svo illa við að fara of mikið út.Í gær kallaði Elvar á mig og spurði mig hvort ég vildi heyra nýjar fréttir , jú ég vildi það. Það hafði fjjölgað aftur hjá hömstrunum, bara fjórir í viðbót, gamannnnnnnnnnnnnnn eða þannig , nú var það unginn sem átti unga. Hvernig samlíf er þetta hjá þessum hömstrum geta    þeir ekki hamið sig.Skömmustulegur Kveð að sinni hamstra amman.

dansandi í ringningunni

Sunnlendingar takk fyrir rigninguna,  nú dansa ég bara með kústinn í vinnunni alla daga og syng ´:i am dansing in the rain. Nú á að fara í leikhús á morgunn að sjá Litlu Hrillingsbúðinna, ekkert smá fjör þar á bæ. Raggi skemmdi hjólið sitt í gær var að kíkja á dömurnar  og hjólaði á annan ,sem slapp alveg við tjón , en minn mann var svolítið aumur.Bolli fékk mig í vinnu hjá sér í gær við að draga vatnsrör nokkra tugi metra, og   ég fór létt með það ,auðvitað rann maður í drullunni en skurðurinn passaði alveg utan um rassin á mér svo ekki datt ég langt. Í vinnunni er rólegt þessa stundina enda er ég búinn að öllu og næsta flug ekki fyrr en 10.Hef ekki heyrt lengi í ´stóru systu kannski maður ætti að slá á þráðin til norge,þetta fólk mitt er út um allan heim ástralíu englandi noregi og danmörk getur það ekki bara komið heim það yrði svo mikklu auðveldara fyrir okkur vesalingana hérna á klakanum.Gráta.Nú er ég að byrja á að mála stóra mynd sem ég ætla að setja fyrir ofan rummið okkar, það vantar nefnilega höfðagaflin á rúmmið svo mér datt í hug að mála eitthvað ´skemmtilegt Bryndísi fannst ég vera lengi að undirbúa fyrir myndina hélt að mamma gamla  galdraði þetta bara á léreftið ,en hugmyndin er að mótast og kannski þegar myndin er búin set ég hana í albúmið á netinu .Elvari gengu bara  vel í skólanum,duglegur að labba í og úr skólanum og  bara nokkuð hress með það nema í gær þá meiddu stígvélin hann þau eru orðin of lítil.Hann er farin að segja mér hvað hann gerir í skólanum sem er mikil framför,og duglegur að læra heima. Ragnari virðist líða vel í skólanum og nýji kennarinn er vist bara ágætur.Bryndís er nú alltaf sami fjörkálfurinn og gengur mjög vel í skólanum . En sagði að einhverjir vinur Elvars væri að stríða honum, hún er mjög viðkvæm fyrir því.Hef ekkert heyrt í gömlu brýnunum og brósa eftir að þau fóru út eru sjálfsagt mjjög sæl og ánægð í fríinnu.

Magni stendur sig mjög vel í Rokk Star. en ég held að   þessi hljómsveit sé ekki upp á marga fiska, og Magni ætti eitthvað betra skilið en þessa bjána hi hi.Jæja nú´ætla ég að dansa í rigningunni í dag og hafa það gott.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband