Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

komin úr páskafríi

Fyrst vil ég bjóða ma velkomna í bloggvinahópin minn.Svo vil ég biðja Gunnar að senda aftur haustmyndina hún virðist ekki hafa komið í e póstin minn , en ég bíð spennt.

'Eg var á aðalfundi Taekwondo deildar þórs í kvöld ,það var heldur dræm mæting en að venju skemmtum við okkur vel og auðvitað sit ég uppi með gjaldkerastarfið,sem ég ætlaði að afsala mér en í litlu félagi verður ekki við því gert að sitja aftur í stjórn.Einhverstaðar verða hirðfíflin að vera.

Ég er ekki dugleg að setja nýjar myndir inn á bloggið og heldur ekki að blogga en það kemur allt með vorinu.Við vorum í góðu atlæti í Mosó um páskana og er mér enn illt í maganum af ofáti.

Við fórum með kisa með okkur og það var heilt ævintýri sem ekki verður rakið hér ,en hann var ósköp góður greyjið og gaman af honum í bílnum stillti sér upp á milli okkar Bolla ,eins og Týra gamla tíkin okkar gerði þegar ég var krakki .Stundum sat hann á öxlini á mér eða fór aftur í til krakkana.En mikið var hann fegin að komast heim aftur.

Ég er aðeins byrjuð að mála aftur,en það skeði smá óhapp með myndina það kom gat á strigan svo ekki verður hún hengd upp en ég reyndi að líma rifuna á bakinu,þetta verður bara æfingarmynd.

Krökkunum gengur ekki beint vel að fara að sofa á kvöldin eftir fríið,og þart oft að reka á eftir þeim að fara að sofa.Og er litla skottan mest að stríða okkur.Nú þarf ég að vinna í 3 vikur í einu,sú sem vinnur á móti mér skrapp til Spánar í smá frí.

 


páskafrí

WinkGleðilega páska öll sömul aftur er ég búin að breyta síðunni minni .Mikla þörf fyrir breytingar.

Nú erum við í mosó og gengur bara vel liggjum á meltuni og kötturinn ofdekraður pabbi og krakkarnir eru að horfa á dvd Brettinn upp og skemmta þau sér vel.Við erum búin að fara í allar nýju dótabúðirnar og tölvubúðir dýrabúðir ekki má gleyma dýrunum. En Ragnari fannst þetta einum of mikið á einum degi.Bolli minn er búin að fara í nokkrar verkfærabúðir ,ég nennti ekki að versla neitt ,Bryndís tímdi ekki að eyða sínum peningum,og RAGGI EKKI heldur . höfum það fínt .


leir kisi og annað jafn vitlaust

Nú er loksins friður til að skrifa svolítið krakkarnir hafa alltaf hangið á öxlini á mér þegar ég ætla að skrifa,það finnst mér dálítið erfitt.En nú er nóg að gera hjá kellu,var í leirnum í morgun og gerði lampa eða þannig ,ég sá í bómabúð lampa sem mér langaði óstjórnlega í en fannst´of dýr. svo ég fór bara til Sigrúnar vinkonu sem er  með leirverkstæði i bílskúrnum hjá sér, og fékk að leira mér þennan lampa ,og tókst bara nokkuð vel, Sigrúnu leist ekki alveg á hugmyndina en sagði mér bara að prófa,hló við. en þá vantaði eitthvað mót til að halda herlegheitunum uppi svo leirin legðist ekki saman,viti menn Jonni maðurinn hennar fann upp i hillu rósavínflösku stóra sem henntaði príðiega sem stuðningur inn í lampan, ja hvernig lampi ætli þetta sé hugsið þið , ef þið farið í blómabúð akureyrar geti þið séð hann hahaha kannski ekki þið sem búið hinum megin á landinu nóg um það . Set mynd af herleg heitunum þegar hann er tilbúinn. þetta er alveg æðislegt að geta búið til það sem manni langar í en finnst of dýrt í búðum. Ég borga Sigrúnu fyrir leirin og brensluna  og litina,svo fæ ég góðan félagskap og það er mikið hlegið  og margir góðir brandarar fljúga.

Ekki er dugnaðurinn alveg búinn því loksins er ég eftir að hafa búið í 10 ár í húsinu búin að kaupa gardínur í stofuna og sauma helmingin geri aðrir betur.Og þetta tókst bara nokkuð vel.

Mjási slapp í morgun út er innikisa,krakkarnir trufluðust alveg,og hringdu í mig en í því labbaði Herra mjási sjálfur inn og glotti herfilega,haha náði ykkur sagði hann á sínu kattamáli. Nú er búið að dubba hann upp og gengur hann með bleikan hálsklút um hálsin sem honum líkar betur við en ólina sem hann á að vera með um hálsin,hana tekur hann bara af sér við fyrsta tækifæri og náði að brjóta lásinn á ólinni svo ekki fær hann þá ól aftur .Ekki er kattarlífið sældarlíf hér á Akureyri ef þeir fá að ganga lausir verður að borga tryggingar gelda fressina örmerkja og hvaðeina ,ég held að ég geri bara eins og í Dalalíf eða einhverri af þeim myndum mála bara rauðan lit á bakið hlít að finna mjása þá ef hann tínistWoundering

Ragnar  fékk að fara á vélsleðan með pabba sínum í dag og  stýra ,þetta var mikið fjör en þarna lúsaðuðust þeir áfram í nokkurn tíma síðan þreyttist piltur og þeir skiptu um sæti og þá gaf sá gamli  aðeins´í að kinnarnar á Ragnari þeyttust aftur fyrir hnakka , og kom hann allur strekktur i framan inn í kaffi.Devil

Nú eiga Sveigur og Elvar afmæli í næstu viku Sveigur 12 ára en Elvar 11 samt alveg ótrúlega cool með þetta . Minn maður heldur stórveislu á Þelamörk næstu helgi. En á miðvikudag leikur hann í leikþætti á árshátíð Glerárskóla .Ragnar og Bryndís eru líka í leikþætti og dansatriði.+Raggi á að leika Kjartan í strumpunum .Elvar á að leika fálka (fuglin) úr einhveri sögu um maur fálka og prins .Og skjátan á að dansa með sínum bekk og hefur alveg ákveðnar skoðanir á því.

Ég fann um daginn nokkuð mikið af greinum um einhverfu og ætla að reyna að setja eitthvað af því  á síðuna eða slóðirnar allavegna.Það er mál til komið að fara skrifa meira um einhveruna.

Mér finnst oft fáfræði um einhverfu og skildar þroskaraskanir  vera helst til miklar og fordómar sem löngu ættu að vera grafnir á okkar tímum keyra um þverbak. Skrifa meira um það síðar væri í alla nótt að skrifa um það.Angry

R


hugrenningar

ja nú er mín montin gat skráð mig á listan hans gunnars án þess að henda tölvunni út um gluggan .

'A sunnudaginn var áttu hún ´Día frænka afmæli til hamingju og á sunnudaginn næsta á Guðrún Guðmunda noregsgella afmæli og Elvar næsta miðvikudag.Hann vildi nú ekki halda afmælið sitt heima þessi öðlingur svo við pöntuðum íþróttasalin á Þelamörk 16mars og svo verður farið í sund og borðað á eftir. Bryndís mín er með góðurauga þessa dagana ,var að á sundæfingu og einhver æslagangur var í drengjunum þannig að einn þeirra feldi hana og hún datt á bekkin og skall ennið í þannig að hún leit út eins og einhyrningur með skakkt horn,var ósköp aum þegar ég sótti hana.,En henni leiðist öll athyglin sem þetta glóðurauga vekur og vill helst ekki tala um það, en vinkona hennar húðskammaði drenginn daginn eftir ,.Verður örugglega mikill skörungur.

Elvar fæst ekki lengur til að fara í sund,varð fyrir einhverjum leiðindum í búningsklefanum´eftir sundæfingu og þverneitar að fara aftur ,við sjáum hvað setur.

Það er svo skrítið þegar ég ætla að skrifa eitthvað sem mér finnst óréttlát eða er reið yfir einhverju þá hitti ég á einhvern takka og allt þurrkast út ,einhver sem er ekki samála að ég láti í ljós skoðanir er búin að forrita tölvuna Angry


rugl og vitleysa í litluhliðini

Devil hæ hó hér hangir ung dama yfir mér og ritskoðar allt sem ég skrifa og urrar líka.Við fórum í bíó í dag og skemmtum okkur vel á meðan kraumaði ilmandi læri í ofninum og þegar við komum heim var Bolli búin að leggja á borð og allt var tilbúið hiihi svona á maður að hafa það.'A konudaginn tók ég rækilega til í bílskúrnum og henti og henti flest öllu út og eiginmaðurinn hélt að ég ætlaði að henda homum líka út en því tímdi ég ekki svo askoti góður karl að maður kastar honum ekki út að óþörfu. hihi. Annars er mest lítið að frétta hérna .Kötturinn er að deyja úr forvitni þarf að vita hvernig öll heimilistæki virka þurfti að lifta honum upp svo hann gæti skoðað þurkaran ,mætti halda að hann sé hálf menskur kattar skömmin .Reyndi að skrá mig á þennan blogglista hjá Gunnari svía fara en botnaði ekkert í þessu reyni aftur síðar heilin virkar bara ekkert þessa dagana kveðja til ykkar allra .Blush Pinch

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband