Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

ferðahugur

Jæja nú er komið að þessu ferðalagi okkar og er spenningurinn í unga fólkinu orðin mikill.Fór með Bolla og hann keypti sér föt fyrir ferðina(svört að sjálfsögðu) hann er lítið fyrir litadýrð vill helst bara svört föt annað en  frúin vil hafa litadýrð í kringum sig .Bolli .Ragnar Mágur hans og vinur fóru á sjó í dag,nú er Raggi orðin svo fullorðinn að pabbi hans vill hafa hann með sér í svona ævintýri,ætluðu að veiða í soðið .Bryndísi lánaði ég út í sveit því frænda hennar leiddist að hafa engan hjá sér svo hérna erum bara ég og Elvar o jú auðvitað kötturinn og restin af dýragarðinum okkar,hérna er steikjandi hiti og notalegt.Ástralíu fararnir eru nú sennilega í góðu yfirlæti á ströndinni þessa stundina ætluðu í smá ferðalag í nokkra daga,brúðkaupið var víst æðisleg flott og gekk vel þannig að nú er hún Kristjana harðgift kona ,læt hana um að segja frá .

Nú líður hratt að skólagöngu minni er komin með svolítin hnút í mallan,en þetta verður örugglega alveg frábær vetur.Fékk skrítið símtal í gær sölumaður að selja öryggiskerfi,ég bað hann að hringja aftur í dag eftir að ég hefði talað við Bolla,en hann mundi ekki í dag við hvort okkar hann talaði við skrítið .


lagað til í sveitinni og Elvar

Fórum í sveitina í dag til að laga til í búinu hennar Bryndísar færa það og snyrta. Við máluðum borð og stóla og dótakassan,Bolli settu upp grindverk svo nú er allt voðalega fínt hjá stelpunni .Færðum búið í skjól við fjárhúsið og þar er skjól og þvílíkur hiti ,unga daman var eitt sólskinsbros.Smile 

DCP_1289

Svo var dóta dagur hjá stóru strákunum tengdó keypti sláttutraktór og það var gaman að fylgjast með þeim bræðrum og mági þeirra setja dótið saman ,Ragnar átti að slá  á traktórnum en var farin að efast um að hann fengi að gera nokkuð því pabbi hans og þeir hinir skemmtu sér svo vel að prufukeyra, en að lokum fékk Ragnar að klára.Elvar fékk aðeins að mála borð og málaði sjálfan sig örlítið en var ánægður með verkið en ekki þegar málingin fór í hárið á honum.

Elvar var farin að snúa sólahringnum við og tók ég því á það ráð að banna honum alveg að fara í tölvuna í viku og varð hann að safna punktum til  að vinna tölvutíma aftur ,vakna snemma og fara að sofa á kvöldin fyrir miðnætti, hemja skapið og vera kurteis,þetta virkaði þvílíkt vel og eftir´tíu punkta fékk hann að fara í tölvuna í 1 klukkutíma og hefur það haldist síðan fær að fara 1 klukkutíma í tölvuna á dag og ekki vandamál og stillir klukkuna sína samvikjusamlega kl 09 á hverjum morgni . En nýtur þess að mamma er í sumarfíi og nennir kannski ekki alveg að fara á fætur kl 09 svo við kúrum saman aðeins lengur. 13maí teikningar frá ragga og  myndir frá mér0020

Hann er farin að spyrja mikið um einhverfuna hvað það sé og hvernig fötlun það er ,ég hef reynt að útskýra fyrir homum hvernig ódæmigerðeinhverfa sem hann er með er, en stundum stend ég hreynlega á gati hvernig á ég að segja honum frá þessu þannig að hann sé sáttur,og ekki allt sem hann geri sé af því að hann er einhverfur ,en ég dáist samt af honum hvað hann spáir í og ég held að hann spjari sig í framtíðinni með góðri hjálp.En kvíði samt unglingsárunum hvernig þau fara í hann stenst hann álagið þá bara að vera unlgingur hvað þá einhverfur unglingur.Stenst ég álagið sem því fylgir,en auðvitað spyrja allir foreldrar sig að þessu .

 


aðeins of kalt fyrir mig burrrrrrrrr

Fór í myndatöku fyrir nýtt ökuskirteini ,þetta var mjög hress ljósmyndari og var bara gaman að þessu.Í gær hittumst við á kaffihúsi saumalklúbburinn ,ég hélt að það væri kl 20 en óvart var það kl 17 i gær svo þær hringdu og spurðu hvort ég væri ekki að gleyma einhverju,og auðvitað dreif ég mig á staðinn .Í dag er kalt og þokuslæða yfir fjöllunum ekki ýkja sumarlegt en ferðafólkinu af skemmtiferðarskipunum líkar þetta bara vel,enda býst það ekki við neinum sumarhita hérna á norðurhjara,FORESNOWÞetta er kannski aðeins of ýkt en kalt er .P4200015

 

 

                                                                            Ne ekki svona kalt .

 

P3150038ja svona kalt  ekta íslenskt veður P3170082.En afmælisbarn dagsins er lord Mjási .


allt l..........

ANI060Nú stittist í ferðina, en mér dauðkvíður fyrir ,best hefði verið að gista á hóteli og vera óháð öllum svo maður ráði ferðinni meira sjálfur,svo vex fólki það í augum að við ætlum til noregs,þetta er um 8 tíma keyrsla til unnar.og frekar bein leið ,en öllu má flækja . Kannski hefði verið betra að fara bara í ferð með farastjóra og á strönd ..Er búin að skoða leiðina á goggul og þetta er nú ekki mikið mál .jæja nóg um það .

Þetta er eitthvert það leiðinlegasta sumar sem ég man Bolli vinnur myrkrana á milli ,krakkarnir nenna engu og engar útilegur farnar ,og ég uppurinn af hugmyndum hvað eigi að gera .já ég er í vondu skapi en batnar þegar á líður. Náði ekki betri mynd af mér .

 

 

 


Ástralíufararnir komnir á leiðarenda

Pabbi hringdi í hádeginu frá Ástralíu það var kvöld hjá þeim og allir að sötra bjór og höfðu það gott, eftir langt flug ,misstu sólahring úr sagði hann ,voru að fara að sofa þegar við vorum að fara á fætur.Fyrst fóru þau um kl 05 frá London á mánudagsmorgninum þá var haldið til Singa Pour um 14 tima flug beðið í 3tíma og flogið til ástralíu um 7 tíma flug og var fólkið orðið annsi þreytt,sérstaklega krakkarnir .En ekki voru þau alveg búin á því , í kvikindisskap sínum voru þau síðust út svo Kristjana hélt að þau hefðu ekki komið með dæmalaus vitleysa er þetta. Annars er allt gott að frétta af þeim .

 

Við vorum að koma úr bíó kung fu panda.og allir skemmtu sér vel.Bolli vinnur bara og vinnur kemur svartur heim ég eyði svo miklu hahahahhah.Devil


Hættu að ritskoða það sem ég skrifa draugur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Jæja ætla að prófa að skrifa núna vona að ritskoðarinn haldi sig á mottunni,ég lofa að skrifa ekki um akureyri og flugvöllinn.Hérna gengur allt vel erum smásaman að undirbúa okkur fyrir ferðina miklu, aumingja ég hélt að Danmörk væri ekki svona stór fékk áfall þegar ég sá hvað langt er á milli stað sem ég ætla að fara á ,en alltaf lærir maður (og gleymir hvað maður lærði í skóla).Búin að kaupa mér kort og 2 bækur til að rata um danaveldi,alveg að fríka út ,ætti kannski að lengja ferðina svo ég geti gert allt sem mér langaði til að skoða uff ég er verri en krakkarnir.Nú eru pabbi mamma og þau hin á leiðini til Ástralíu í brúðkaupið hennar Kristjönu ef þau eru ekki bara komin á staðinn.

 

P5020026Litla sunddrottningin mín á æfingu.

 

P3160065Elvar Kári og Mjási á góðri stundu.

 

 

 

 

 

 

 

P3190107Svangir feðgar seðja hungur sitt á ferðalegi


Ferðalag og kviknaði í skólanum ´mínum

Það er nú aldeilis loksins þegar ég innrita mig í myndlistaskólan þá kviknar í skólanum, er þetta eðlilegtW00t hver stendur fyrir þessu ég bara spyr.En þeir eru nú bara bjartsýnir að lagfæringar verði búnar í haust. Eins gott.

Nú erum við búin að kaupa far til Danmerkur og smá skreppu til Noregs til systu ,ég ætlaði að fljúga fyrst til danaveldis beint frá akureyri með express en frá Noregi  með flugleiðum til Keflavíkur og taka tengi flug til akureyri. En guð hjálpi mér farið frá noregi var dýrara en báðarleiðir til og frá akureyri ,til danmerkur .Hverslags verðlag er þetta, svo við verðum bara að fljúga til danaveldis og skerppa með ferju eða lest til noregs vonandi er það ódýrara allavegna  verður þetta mikið ævintýri .Fjölskyldan öll að fara saman í ferð í fysta skiptið . Í dag vorum við að sækja um vega bréf handa krökkunum  auðvitað fór ég ein með þeim á sýsluskrifstofuna en varð auðvita að hringja í Bolla ,hann þurfti líka að skrifa undir svo þetta gengi rétt fyrir sig.Strákarnir voru ´hæðarmældir og öll mynduð þá kom í ljós að Ragnar er búin að ná pabba sínum í hæð báðir 171 cm það hlakkaði verulega í Ragga en Bolli sat eftir með sárt ennið litla barnið hans var búin að ná honumCrying 

Svo fórum við að borða á Litlu kaffistofunni allir ánægðir ,nema Elvar sá ekkert sem honum langaði í en kokkurinn reddaði því á augabragði og Elvar fékk franskar kartöflur og þá var brosið límt á hann eftir það.Síðan voru keyptir litlir bakpokar í flugið og stuttbuxur á karlpeninginn og kjóll á prinsessuna ,mamma gamla fékk ekkert huhu.Mestar áhyggjurnar eru hvað á að gera við Mjása á meðan við erum í útlöndum,ætli maður verði ekki bara að klæða hann í barnaföt og smygla honum með sér? ?PB110008

Haldið þið að það gangi hahahahhhahhahahahhahhihihihihih

Nei bara grín hjá minni.

 

herra Mjási


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband