Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

´krakka krílin

  nú er afmælið hans Ragnars búið þvílík læti eða hávaði í þessum krökkum við erum orðin hálf heyrnaskert hjónin eftir veisluna ,nei allt í gríni en þau voru frekar fjörug þessi 13 ára krakkar og skemmtu sér vel, svo nú er táningur á heimlinu hihi  

 

Bryndís var á sunmóti í dag ,nokkurskonar sýningu fyrir foreldrana,það er mikil munur á sundstílnum hennar síðan ég sá hana synda siðast, minnti mig á Steina bróður þegar hann var að keppa ,var komin hálfri umferð á undan hinum þegar hún synti skriðsundið ,flugsundið var líka alveg æðisleg fallegt hjá henni og hvað haldið þið hún var með besta tíman á mótinu,  einn sundfélagin hennar drengur sem er 11 ár fannst þetta ekki gaman hún hafði eyðilagt fyrir honum að vera með besta tíman ,þetta litla stýri ,en hún var ekki að monta sig af þessu en var auðvitað voðaleg ánægð .

  Elvar Kári fékk frídag í dag var búin að fá nóg af þessari skíðakennslu síðustu þrjá daga og var allur lurkum laminn svo fannst honum þessi systkini hans vera búin að fá nóg frí nú væri komið að honum og mikið naut hann þess að vera heima og hvíla sig eftir allt púlið   


Verðandi sunddrottning eða hvað

Bryndís er búin að hringja nokkrum sinnum síðan í gær úr reykjavíkini.Hringdi í kl 7.30 í morgun til að segja mér að hún væri að fara keppa.Þá sendi ég pabba sms og karl dreif sig á sundmótir og var allan daginn og nokkuð hreikin afi sem hringdi í mig seinni part dags,stelpan hafði verið fyrst í nokkrum greinum og staðið sig eins og hetja og fékk að sitja í fanginu hans afa milli þess sem hún brunaði yfir laugina.Síðan hringdi hún þegar hún var búinn á mótinu og var að vonum nokkuð lúin,og saknaði mömmu sinnar og aftur hringdi hún um níuleitið og var þá orðið illt í maganum og búin að fá nóg af þessu ferðalagi ,en ætlaði að fá nudd hjá þjálfaranum sínum svo hún gæti sofnað.

Við fórum í sveitina og skoðuðum skellinöðruna sem Bolli fékk í staðinn fyrir gamla vinnubílinn, svo nú er maður búin að fá farartæki til að fara á í vinnuna i sumar gaman hjá minni þetta er 3 ára hjól ,get ekki beðið eftir að fá að prófa ,bóndinn vill ekki leyfa mér það meðan hálkan er ekkert gaman.DCP_3012


allir á ferð og flugi eða sundi

Nú er Raggi kominn heim frá Reykjaskóla og Bryndís farin til Reykjavíkur á sundmótið.Þau gista í laugardalnum en yngri krakkarnir keppa í Hafnafirðinum á SH móti en eldri krakkarnir keppa í borginni á KR móti .Daman tilkynnti að ég mætti ekki koma með .

Hann Steini bróðir er fimmtugur í dag og Ragga mákona 55. til hamingju bæði tvö.Wizard

 


leir della að taka yfir!!!!

Febrúar er mikil afmælisdagur í minni fjölskyldu fyrst er Bryndís 7 ég og Gunnar frændi 9 feb og Unnur Ósk 11 ,Steini bróðir 15 og verður 50 ár og Ragga mákona 55 og Ragnar minn 22 feb og fleirri .'Oska ég þeim öllum til hamingju og mér líka

Það er tómlegt núna Raggi er í Reykjaskóla og kemur á föstudag En Bryndís fer á föstudag til Hafnafjarða á sh sundmót og keppir í 7 greinum og í dag var farið og keypt fleirri sundboli og annað til fararinar því telpan þarf að fá fötin ný.Elvar vill sko ekki fara á neitt sundmót það þarf að bíða og það er hávaði og stress, best að vera heima hjá mömmu í rólegheitunum.Nú situr hann hérna í sófanum og hlær að jay lenno.

'I gær var ég að mála leir ,en ég er á námskeiði hjá vinkonu minni í leirgerð og er bara nokkuð ánægð með árangurinn eins og ég sagði var ég að mála leirinn fyrir brenslu .þetta er alveg æðislega gaman góð tilfinning þegar maður er að vinna í leirnum og mesta furða hvað maður getur .Er búin að vara eins og vitlaus á netinu að leita að upplýsingum um leir og tól og tæki til að vinna leirin með eins og þið sjáið alveg forfallin í þessu.


jæja ellikelling greip mig í dag

Ja nú er maður að nálgast ellikerlingu .En ég ætla samt að senda kveðju til Gunna í mosó hann á nefnilega sama afmælisdag og ég upp á klukkutíma en nokkrum árum yngri. Besta afmælisgjöf semég hef fengið. Nú er maður að slappa af eftir stress dagsins og svo frúin verði falleg í kvöld á þorrablóti aldarinar í Hrafnagili.já alltaf sami derringurinn í eyfirðingum (en er nú reyndar mosfellingur upphaflega) en hef búið hér svo lengi að sunnlendingurinn er farin að mást af mér.DevilEn ætla að skemmta mér mátulega í kvöld ,barna afmæli á morgun svo ekki má maður verða stúrin þá hihihih.Mín gerði´sér lítið fyrir og keypti sér sjálf afmælisgjöf því karlinn er hvort sem er alltaf í vandræðum með það spara honum höfuðverkinn .

Svo smá sneið til þeirra sálfræðinga sem eru á móti óhefðbundnum lækningum eða meðferðum einhverfa barna. þá gengur svæðanuddið æðislega vel og hefur mjög góð áhrif á minn son sem er með ódæmigerðaeinhverfu og líður honum alveg æðislega eftir tímana og leitar meira eftir athygli og tjáir sig mun betur .þetta er auðvitað ekki lækning en það hjálpar honum að meðhöndla lífið betur .

 


Öskudagurinn var vel lukkaður

GrinJá Elvar fékk að vera með bróður sínum í liði og vinum hans en þeir gleymdu bara að segja Elvari það strax en hann fékk að vera með og labbaði um alla Akureyri eins og herforingi eða einhver sem ég kann ekki að nefna og þeir komu með nokkur kíló af sælgæti heim. Ég keyriði Bryndísi og 4 öðrum stelpum um bæinn já ekkert jafnrétti stelpunum keyrt en ekki strákunum en þær voru nú aðeins yngri og mamman skemmti sér vel. þær komu líka með nokkur kíló heim af sælgæti uff.

Í gær var svo afmælisdagurinn hennar Bryndísar og var mín öll á lofti og kætin var mikil.og bökuð kaka handa liðinu., En hvað haldið þið frúin fékk ælupest upp úr því og var til lítils gagns eftir það og var engin hátíðarmatur um kvöldið. En aðalbrandarinn var nú að ég hafði ætlað í búð  því það vantaði kattarsand handa honum Mjása og svo ætlaði ég að hafa gos með matnum.Ég hringi í Bolla og segi honum að ég sé komin með ælupest hvort hann gæti ekki farið út í búð fyrir mig ,jú og hvað á ég að kaupa,þá segi ég kattarsand og kók og spræt,löng þögn í símanum já allt í lagi er sagt.En það sem fór í gegnum huga hans var það að ég væri búinn að æla alla íbúðina út og ætlaði að strá kattarsandi yfir allt.Og drekka gosið á eftir aumingja maðurinn að eiga svona konuGrin

Pabba hrís hugur hvað litla stelpan hans er orðin gömul og er hættur að þora segja fólki það ,því hann er svo ungur hihihihihihihDevilekki illa meint pabbi minn ,ég er bara 6 ára

 


Snjór og merkileg uppgvötun

ja nú er kellu brugðið ,hvað haldið þið lady Mjása er karlkyns og mikill vandi hvað skal kalla kattarómyndina.Já það gleymdist að athuga kynið LoLGrinCrying

Nú er mál að linni garðurinn hjá mér er fullur af snjó og kötturinn þorir ekki út.Krakkarnir vilja ekki labba í skólan Akureyrabær er með sparnaðaræði í snjómokstri svo nú eru götur bæjarins hinir mestu fjallavegir en ég á mínum speisa kemst allt, en Bolli festi bílin í heimreiðini í sveitinni ekki ég.

Nú er öskudagur að renna upp og er þetta að verða hin mesta kvöð búningar og að fá að vera með í öskudagsliði Ragnar er í einu liði Bryndís öðru og vilja helst ekki hafa bróður sinn með ,hvernig snýr maður sér í svona löguðu.Svo er þorrablótið í sveitinni á laugardaginn, sem er nú nokkuð gott ,því þá þarf ég ekki að hafa afmæliskaffi en fæ í staðin 400.hundruð manna veislu í staðin og fólk þarf að borga sig inn í afmælið mittDevilWizardjá maður má nú aðeins dreyma .Bryndís ætlar að halda upp á sitt afmæli á Þelamörk´með vinkonu sinni á sunnudaginn svo nú er nóg að gera. Raggi fer í Reykjaskóla á mánudaginn og verður í fimm daga svo fer Bryndís á sundmót í Hafnarfirði 15 feb og óskar eftir að ættingjar komi og styðji sig.hiihih þetta voru hennar orð.

Á eftir að setja inn myndir af furðufjölskyldunni kveð að sinni


ja nú snjóar

Nú snjóar  bara látlaust hérna á norðurhjaranum ,alveg æðislegt. Kötturinn okkar er alveg ótrúlegur held að þetta sé bara dulargerfi hjá henni.Vildi fara út í hádeginu tók á skrið og gerði þessu flottu snjógöng  og skemmti sér konunglega.

Svo sendi ég krakkana í Taekwondo deild þór út í óvissina og hufru þau út í snjókomuna og eru líkleg á leið til Selfoss og vonandi gengur þeim vel.En mikið rosaleg líður mér vel hérna í sóffanum Devilmeðan þau eru á leiðinni í ófærðinni. Bara skemmtilegt að fá svona ævintýraferð.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband