Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

rigning ,vill breytingu og mjási hin sjálfstæði

P3190102Það er búið að rigna nóg ,hvaða læti eru nú þetta.Ekkert flogið í morgun fyrir utan tengiflugið til Keflavíkur.Svo það var mjög rólegt í vinnuni í dag.Þetta er síðasta vikan sem ég vinn á réttum tima því nú er skólinn væntalega að byrja og þá er að púsla öllu saman .Mig langaði að flytja úr hverfinu og fara aðeins hinu megin við Hörgárbrautina skemmtilegra hús og styttra fyrir krakkana að hitta góða vini sína, en minn karl er svo hrikalega vanafastur og ef hann er kominn á eina þúfu fer hann ekki af henni svo held ég að hann sé kominn með dönsku veikina allt svo dýrt .Ekki er hann á leiðini í sveitina hvort sem er.Það hlítur að vera erfitt fyrir svona vanafastan og rótgróinn mann að vera giftur svona kerlingu eins og mér,sem vill oft vera breyta og færa mig um set.Eða eins og Elvar sagði við kennaran sinn, :Ég er vanur breytingum,mamma er alltaf að breyta heima.; gott fyrir einhverfan dreng að eiga svona mömmu. hu.

Nú þarf ég að fara fram í sveit að gera slátur ,bara lítið það sem við gerðum í haust dugaði ekki fram að næstu slátrun,græðgin i þessu liði.Mjása varð ekki meint af þessu flakki okkar,en er orðinn ofdekraður og flakkar jafn mikið og áður og sjálfstæður er hann með afbrigðum, ætti kannski að senda hann í sjálfstæðisflokkin.Mér var sagt að hann yrði svo undur heimakær ef hann væri tekin úr sambandi (geldur) ekki þessi köttur ,hann lifir örugglega tvöföldu lífi.

P8230329Hérna erum við Unnur frænka gallvaskar búnar að steikja lundan ,sem er nú aldeilis upphefð í minni eyjafamilíu, ekki á færi nema færustu kvenna að mér var tjáð og gera þetta almennilega segja þær gömlu.

 


sumarfríið búið

Jæja þá er lundaveislan afstaðin, fékk meira að segja að steikja lunda, það er nú upp hefð,það ringdi alla helgina sem við vorum fyrir sunnan  og við í fellihýsinu .Fengum að setja það upp hjá Pöldu frænku, en hún og Sævar eiga sumarbústað í Hallkelshólum vona að ég hafi skrifað þetta rétt.Flestir ættingjarnir komu,þetta eru vestmanneyjingar að ætt, komu og hámuðu í sig lunda og þeir sem ekki vildu lunda fengu lambalæri.Þetta var stutt gaman, því allir urðu að fara á menningarnótt og var gamanið búið fyrir kl 21 .Stressaðir þessir sunlendingar ,en skemmtilegir hihi.

Svo var farið á Hellu á sunnudaginn ,auðvitað á landbúnaðarsýninguna ekki mátti missa af henni,fengum þar nóg að smakka nautakjöti skyri og nefnið það landbúnaðarafurðir af bestu gerð.

En nú er alvaran tekin við skólar og vinna eftir langt sumarfrí.Ekki er ég búin að heyra neitt frá myndlistaskólanum ennþá vonandi fara þeir að senda manni eitthvað svo hægt sé að skipuleggja veturinn betur og vinnuna..

Fyrsti skóladagurinn hans Elvars endaði ekki vel, á leiðinni heim var hann eltur af nágrana strakunum og gert lífið leitt. að vanda ,þeir hafa ekki látið hann í friði í allavegna 2 ár ,Bolli talaði við feður þeirra og vonandi endurtekur þetta sig ekki. Þetta er búið að ganga nógu lengi.

 


smá blogg

Var að skoða síðuna hennar systu flottar myndir af brúðkaupinu í ástralíu.Raggi er orðin veikur og Bryndís líka en hún er nú öll að koma til .Elvar bítur ekkert á.Fórum í keilu í gær ég og krakkarnir og auðvitað vann gamla báðar umferðirnar ,þau voru nú frekar súr með það ,héldu nú að þau gætu bustað mína hihhi.Annars er ekki mikið um að vera hérna ,taekwondo fundirnir að byrja aftur,stórt mót í nóvember sem litla félagið okkar á að standa fyrir.upps.Skólinn að byrja hjá krökkunum ,þrjár vikur í að ég byrja í skólanum.

Komin heim

já nú er maður kominn á klakan aftur og mikið er það notarlegt,mamma og pabbi voru komin til að skoða handverksýninguna , það var alveg æðislegt að hafa þau.Fluginu seinkaði bara um 45 mín. á leiðinni heim þykri það nú ekki mikið .Ferðin gekk vel og skemmtum við okkur vel, þó svo að við færum ekki til Noregs til Unnar (grátur) en þetta var orðið of mikið span ,gerum okkur bara aðra ferð til systu .Skrifa meira seinna .ein feginn að vera komin heim .

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband