Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Góð jól

Við áttum alveg yndisleg jól fjölskyldan þó að bara ein amma hefði verið hjá okkur, krökkunum fannst vanta að hafa stórfjölslylduna en nutu samt að vera í rólegheitunum og aldrei þessu vant lá ekkert á við að taka upp pakkana og allir voru ánægðir með sitt,og ég fékk 2 bækur svo ég hugsa mér gott til glóðarinnar að hjúfra mig með góða bók og njóta jólarestar.

Myndirnar koma síðar. Ekki kom sóffasettið þessi jól en hvað með það meðan ég þarf ekki að sitja á gólfinu er þetta í fínu lagi .Við mæðgurnar fórum í klippingu og litun í morgun og erum voðalegar pæjur eða það finnst okkur.Winkfuzzy_1


Gleðileg jól og farsælt komandi ár elskurnar mínar

Ég óska ykkur öANGEL27llum gleðilegra jóla og ánæjulegum áramótumANGEL30

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PB180034lady mjása sendir sínar kveðjur og hennar vinur sendir noregsfólkinu sínu sínar bestu kveðjur takk fyrir að skilja mig eftir hu knús og kossar sveigur hin ógurlegiPB180029

 


lítill drengur að verða fullorðinn

Mér var hugsað til skólaárana þegar Ragnar kom heim með dönskuprófið sitt hreykinn eins og hani, í gamladaga fannst manni danska leiðinleg en drengurinn sannaði að það er liðin tíð hvað haldið þið ,hann var að byrja að læra dönsku í vetur og fékk 10 í jólaprófinu.LoLmamman að drepast úr monti og samræmduprófinn gengu líka vel 8,5 í stærðfræði og 7,5 í íslensku,duglegri en foreldrarnir,mér finnst nú þessi prófalda í skólanum ganga samt aðeins út í öfgar,það hefur ekki liðið svo vika síðan skólinn byrjaði að ekki væru skyndikannanir .Og fyrir Ragnar sem er mjög svo samviskusamur er álagið stundum sligandi.Ég fór líka með hann í svæðameðferð og fékk að vita að hægri hliðin á honum er rírari en sú vinstri.Og háir það honum mikið í íþróttum. Nú er pilturinn á unglingaballi jólaball kallast það og hann líktist frekar 16 ára dreng en 12 mammanCryingmeð tárin í augunum litla barnið vex fljóllega í ungan mann.hu hu hu.W00t

 


í lyklakasti í hálkunni

Ja nú hefur bloggið ekki gengið fyrir hjá mér enda nóg um að vera erum að fara á leikritið Óvitana í kvöld enda ekki seinna að vænna,síðustu sýningar.Frowndóttirin búin að kvarta og kveina um að allir séu búnir að sjá sýninguna.Elvar Kári er byrjaður í svæðanuddi og nýtur þess í botn, og hefur gaman af að tala við nuddaran,enda gefur hún honum góðann tima,Ragnar ætlar að prufa á eftir.

Öll fjölskyldan nudduð í bak og fyrir.WinkKisa er alltaf jafn  fjörug og er að verða jafn kröfuhörð og dóttirin .

Það er nú skemmst frá ´því að segja a ð í gær var ég að fara með Ragga á æfingu(,það er gífuleg hálka hérna á planinu)þá missi´ég fótana eins og í teiknimynd og skell á bakið í hálkunni var með bíllyklana í höndum en þegar ég stend upp stynjandi og rymjandi finn ég hvergi lyklana hvernig sem við leitum,nenni þessu ekki og næ í varalyklana.Þegar ég kem heim leita ég aftur með vasaljós að vopni,og finn ekki lyklana svo að rælni lappa ég lengra en lyklarnir ættu að vera en viti menn 3 metrum utar eru þeir skorðaðir milli stéttarinnar og grjótkants ,ætti kannski að nota þessa aðferð i kringlukasti hihi


Lítið á bloggið hennar Bryndísar

í blogginu krakkablogg er Bryndís búin að blogga aðeins henni þætti vænt um smá innlit

hæ ný frænka

hæ ég er hérna ennþá Raggi ritskoðar núna og elvar líka. kisa sofnuð .Hérna er allt í ró og spekt . Bolli og Raggi búnir að vera veikir en við hin sleppum ennþá ,hérna snjóar eða þannig indælisveður kalt og blautt .annars tíðindalaust að mestu nema Inga Dögg frænka mín er dugleg að fjölga mannkyninu og eignaðist  3 stelpuna í nótt 2des.Braut þar með hefðina þvi við erum vön að annað hvort koma tvær stelpur og einn strákur eða 2 strákar og ein stelpa. En Inga er ekki vön að vara þessa vanalegu leið.Innilega til hamingju með litlu dömuna.

BABY3er ekki búin að fá mynd en daman er  örugglega svona gerðaleg.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband