Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

lugga dugg enn og aftur

Jæja er nú farið að læsa blogginu hjá liðinu ,það finnst mér nú leiðinlegt að sjá að ekki sé hægt að hafa blogið sitt í friði fyrir einhverjum perrum eru enginn takmörk  fyrir þessu.

En hvað um það hérna er allt í sómanum skólinn byrjaður og ég með hreingerningaræði heima og að heiman.Aumingja Bryndís fékk sjokk því að ég hreinsaði til i fataskápnum hjá henni,enda var hún að fá fullt af fötum og þau komust ekki fyrir svo eitthvað varð að vikja.Svo allar stuttu buxurna fóru í hjálpræðisherinn og mín eftir á brókinni nei ekki svo slæmt. Raggi situr hérna við hliðina á mér  og hamast á psp tölfunni sinni, þeirri nýju hin endtist ekki nema eitt og hálft ár  en hún var í ábyrgð svo við fengum nýja í staðin. Annars er ekkert að frétta


Einhverfugrein til í sænsku tímariti

ahh gleymdi því að koma þessu á framfæri við svíana að einhverfugreinin sem ég minntist á er víst til á sænsku  systir mín sem býr í norge sagði að hún hafi rekist á þessa sömu grein og væri hún þýdd yfir á íslensku í Lifandi Visindi.En hún gleymdi að segja mér í hvaða sænska blaði það var

Heim úr sveitinni

Kominn úr sveitinni er búin að vera í fellihýsinu í viku í sveitinni ,sem var alveg æðislegt pabbi mamma Ármann og Ragga komu á húsbílnum og gistu líka,Kata systir Bolla og hennar maður voru líka í tjaldvagni og svo kórónaði Bolli með því að kaupa stórt samkomutjald og strengja ljósaseríu á milli tjaldana svo þarna var tígurleg tjaldborg og allur aldur leyfilegur líka 18-23,Þó svo að við séum á Eyjafjarðasvæðinu.Svo var handvegshátíðin um helgina og var hún alveg frábær.við fórum alla 3 dagana.

Sveigur var ánægður með þessa viku og svaf alltaf við tjöldin og vék ekki frá okkur og laumaði sér stundum á nóttuni inn í fortjaldið hjá Kötu .Það lá oft við að fólk keyrði út af við afleggjaran hjá okkur því það er nú ekki vanalegt að þarna sé svona tígurleg tjaldborg.


næstum lifandi.

er löt að skrifa þessa dagana nýbyrjuð að vinna aftur og tölvan ekki freistandi eftir vinnu. þetta kemur seinnaWink.

Það er ný grein í Lifandi Vísind nýjasta blaðinu um einhverfu ættuð að lesa hana.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband