Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

heitt og notarlegt

W00tNú fer mér að líka lífið það var svo heitt í skotinu mínu í dag að við forðuðum okkur inn en mikið var gott að finna vorfílingin,þarna ætla ég að vera í sumar og komið bara í kaffi alltaf heitt á könnunni.Nú er ég að fara í saumaklúbb í kvöld ,enda komin tími til langt síðan við höðum síðast klúbb.Dóttirin átti að koma að borða kl 19 en ekkert bólar á henni en kannski kemur hún með sumrinu eða þannig.

Allt það besta að frétta úr vinnuni allt á fullu við að setja upp öryggistæki og hlið allstaðar og eru einkaflugvélakarlarnir ekki par hrifnir,það er ekki hægt að kenna gömlum og ráðríkum hundum að sitja eða þannig o þetta er nú ekki illa meint en það þarf að takmarka bílaumferð um flugvöllin sjáfan .annars allt með kyrrum kjörum. Kostningarslagurinn aðeins að byrja enda nokkrir flokksmenn á staðnum.Woundering


Ég hamstrarnir og hraðbanki sem er ótengdur

Nú er sumarið komið eða er það ekki svo æðisleg veður hérna alla vega í skotinu mínu í garðinum sátum það í dag og drukkum kaffi ,það var alveg indælt,annars er ekki mikið að frétta allir kátir og hressir ,Raggi var mjög þreyttur eftir mótið og treysti sér ekki í skólan daginn eftir,en frýskaðist þegar leið á mánudaginn.

Í dag var stórþvottur á hamstra blokkinni ,já blokkini það eru fjögur hamstrabúr hérna og mynda litla blokk og veitti ekki af þvotti ,en þessu forvitnu litlu dýr voru alveg rasandi yfir þessum yfirgangi.

 

SickBanditGasp

 Af flugstöðinni er allt gott að frétta nema vertin er að fylla stöðina af sjálfsölum enda millilanda vertíðin að byrja og svo fengum við hraðbanka frá Kaupþingi því að Landsbankinn fannst ekki svara kosnaði að láta okkur fá annan því að viðskiptin voru ekki nógu mikil banki allra landsmanna hihi. En hraðbankinn okkar er ekki tengdur enþá kannski fynnst þeim nóg að setja upp hraðbanka til punts ótengdan og peningalausan, ég varð að setja miða á tækið því fólk reyndi að sjálfsögðu að setja kortin í "hraðbankan" en ekkert virkaði ég gat bara ekki horft upp á þetta , það var svo neyðarlegt að horfa upp á þetta.FootinMouthBlush

 

 


ein sem ætlar að henda tölvu fjan.út um gluggan.rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Var í bíó með Elvar og Bryndísi og tvemur af vinkonum hennar,Raggi er rétt ókominn til akureyrar með liðinu sínu gekk bara vel þó að hann hafi ekki unnið til verðlauna en er ekki íþrótta andin sem gildir og gott að fá ánægðan dreng heim ,held að Elvar verði ánægður er ekki alveg heill ef stóra bróður vantar ,þa er allt leiðinlegt.En nú getur hann tekið gleði sína aftur.Bolli er að vinna og verður lítið heima næstu daga er að setja vélar í 11 báta sem eiga að vera tilbúnir 1maí og er búið að selja fullt af fólki ferðir með þessum bátum og allt á síðustu stundu svo Bolli hefur orðið að bíða lengi til að gera það sem hann á að gera,svo við sjáum líklega ekki mikið af karli næstu vikur.

Við þekktum næstum alla í bíóinu allir úr hverfinu hérna voru í bíó og margir úr bekkjum krakkana,og ég á stöðugum ferðum með mitt lið á wc.því enginn gat farið á sama tíma.

Nú er ég búinn að gefast upp á þessu þráðlausa neti er aldrei til friðs svo ég tengdi bara fartölvuna við ráderin og allt er þá í fínu lagi og Ármann vírusvörninn er komin á réttan ról og allt eins og það á að vera .Nema þó að talvan sé við hliðina á rádernum virkar ekki þráðlausa fíflið.og hana nú.ein fúl..þ.....æ.þar fór einhver takki af stað og ég á eftir honum.


Hvar er umburðarlindi íslendinga og gestrisni

SleepingFordómar eru of miklir hér á landi og ekki nema von að fólk haldi hópin til að fá stuðning að hverju öðru en það sem ég skil ekki alveg, þegar fólk er að flytja og sumir að fýja heimalandið af hverju tekur það allt með sér sem maður hélt að það vildi losna við,sumir eiga mjög erfitt með að aðlagast nýjum lífsháttum og er það skiljanlegt en er ekki þess virði að reyna að aðlagast sem best til að vita hvað nýtt land og lög bjóða upp á ,erum við ekki að standa okkur í að hjálpa þessu fólki sem vill koma hérna og búa með okkur í landinu . En´þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri,þegar ég bjó út í Bandaríkjunum í tvö ár þá sá maður þetta allstaðar þar voru grísk hverfi og ítölsk og svo framvegis og sumir töluðu bara sitt mál og reyndu ekki að tala ensku. Hérna vill það brenna við að við gefum ekki erlendu fólki tækifæri til að læra málið tölum alltaf ensku við það sem það kunna , ég hélt samt að við værum umburðalindari en þetta og umræðan i blöðum og sjónvarpi magna þetta upp.Svo spyrja krakkarnir af hverju eru mennirnir svona vondir við fólkið ,kennum þeim heldur en að hnýta í þau og  hjálpum hvort öðru heldur en að kasta steini í glerhúsi. Við viljum fá að flytja til annara landa og fá sömu möguleika og fólkið þar , en okkar land er heilagt , er þetta ekki líkt einhverju sem við höfum heyrt á síðustu öld.Jæja nóg um þetta var bara búin að fá nóg af þessum hroka  í landanum.

Hérna er annars allt gott að frétta nema Bryndís er lasin hefur sennilega orðið kalt á sundmótinu.Ragnar er að fara suður um næstu helgi á mót í tae won do og ætla þau að gista í Fylkisheimilinu í Grafarvogi þessu vill hann ekki missa af enda er þetta svo góður hópur að leitun er að .'Eg er búin að vera í svæðanuddi síðustu 4daga og er svo eftir mig að ég sef fram að hádegi og druslast svo áfram með húsverkin eftir hádegi, kom sér að ég er í fríi þessa vikuna,hefði ekki getað vaknað í vinnuna svona tuskuleg. Nú hangir hann Raggi á mér og sígur síðustu orkuna mína svo að nú er ég bara kjötdeig hér á stólnum mesta furða hvað puttarnir geta prenntað.SleepingBlush


Sundmót og dásamlegur eiginmaður

Sumir eru alveg æðislegir ,haldið ekki að karli minn hafi bara ekki komið með mér í vinnuna í gærmorgun kl 05 og hjálpað mér svo við gætum bæði farið með ungunum okkar á sundmótið og ekki veitti af því það þurfti að sækja handklæði og kuldagalla til skiptis þegar þau voru að keppa,sem gekk mjög vel .krakkarnir sem voru yngri en 10 ára fengu sundpoka að gjöf áður en þau byrjuðu að keppa og hélt Elvar þessi elska að þá mætti hann fara heim,en gallin var bara sá að keppnin var ekki byrjuð kostuðu það miklar útskýringar og rumdi þá í mínum,en honum gekk mjög vel og aðalvinningurinn sagði þjálfarinn hans að Elvar tók þátt í mótinu og hélt út allt mótið.Bryndís var held ég yngst á mótinu 8 ára að keppa við 9 til10 ára stelpur og stóð sig með sóma, og kórónaði það í endan á mótinu synnti 50 metra skriðsund og þegar að þvi var lokið vippaði hún sér yfir á næstu braut og tók sitt 50 metra flugsund fólk stóð á ödinni , þannig stóð á að flugsundið átti að vera eftir hádegi hjá hnáunum en hjá strákunum á sama aldri síðasta sund fyrir hádegi en því var slegið saman 2 strákum og 3 stelpum. við spurðum hana hvort hún vildi bara ekki sleppa flugsundinu nei það kom ekki til greina, það var rétt svo að hún komst upp úr lauginni eftir flugsundið enda lagði hún allt í skriðsundið hafði 2mín´. hlé á milli. en stelpan bætti sundið mikið var á 1,o6 en 58,7 sek.á þessu móti geri aðrir betur sem eldri eru. Segir stolt mamma Wink Og Elvar Kári synti líka vel enda var hann að keppa í 100 m.sundi og gerði það vel.

vírus fyrir kattanef hahahahhahahhahhah

Jæja þá er búið að uppræta trjouhestin minn og allt eins og það á að vera en það þurfti mikil vandræði og vesen en átti góða starfsfélaga sem redduðu þessu fyrir mig .Og það var líka hakkari komin hvað vilja svona delar í litla og sæta húsmóðurstölvu ekkert að græða á þessu nema hvað ég varð pirruð og svekt .Og nú er fullt af vírusvörnum  hjá mér svo nú má troju hestar og annað vara sig.

Það er sundmót á Dalvík um helgina og eiga krakkarnir að synda,ég er að vinna svo nú er að vita hvort herran á bænum má vera að fara með börnin sín á sundmótið ég fæ örugglega einhvern lestur hvað sé mikið að gera og ekkert megi bíða .sennilega á ég bara að fresta því að fara í vinnuna eða þannig sjáum samt til .það gæti skeð kraftaverk. En þar sem þetta eru ekki afrekskrakkarnir í sundinu verða þau að koma sér sjálf og borga 1500 kr fyrir að fá að keppa ,þetta er allt svo skrítið og ef eru páskamót eða gullmót hjá þessum yngri verða þau alltaf að borga fyrir að keppa.Er þetta svona allstaðar ég bara spyr eins og sú sem ekki veit.Úti er hellidemba og Raggi kom rennandi blautur og ekki of hress heim úr skólanum


wirus

það ætlar vinnufélagi minn að hjálpa mér með tölvuna og reyna að ná vírusnum ,kann á þetta drasl,svo vonandi fer    þetta að lagast og man  þá næst að vírusskanna alla diska sem ég fæ lánaða.Annars komum við vel undan páskunum,en krökkunum hlakkaði ekki til að fara í skólan í dag,sérstaklega Raggi var mikið kvíðin, vona að það sé allt í lagi  í bekknum hans,þetta er óvanalegt að hann verði svona kvíðinn að byrja í skólanum,hélt að hann væri að verða veikur.Ef Bolli ætlar að flytja í sveitina verður hann að fara að drífa sig annars er ég hrædd um að hann fái ekki að flytja þangað fyrir öðrum ættingjum sem hafa augsjáanlega líka áhuga en hvernig á að vekja kauða af þyrnirósasvefninum það veit ég ekki .

Fórum í Hrafnagilslaugina nýju í gær það er orðið meiriháttar laug og krakkarnir skemmtu sér mjög vel og mæli ég með því að fólk fari þangað ef það á leið um Eyjafjarðasveitina í sumar.Annað var ekki gert og nenni ekki að skrifa meira, bíð spennt eftir fréttum frá Unni


leiðinlegur vírus gerði tölvuna mína óvirka hjálpppppppppppppppppp.

alltaf jafn seinheppin haldið að ég hafi ekki fengið troju vírus í nýju tölvuna mína og nú er netið á henni óstarfhæft og ég veit ekki hvernig ég á að ná þessu út er einhver sem   veit eitthvað um þessa leiðinlegu vírusa .annars er allt gott að frétta Þórunn og hennar eru hjá okkur um páskana og hann Sveigur kom í snyrtingu og dekur og var hjá okkur í dag .Svo förum við að Bjargi í páskakaffi.Pabbi átti afmæli á föstudag,reyndar er ég búin að hringja í hann en til hamingju pabbi minn með daginn og vonandi áttu marga afmælisdaga ánæjulega og skemmtilega með okkur skemmtilegu börnunum þínum hihihihihihi.Annars er gott veður og urmull af fólki í bænum ekki hægt að fara í búðir fyrir fólki sem þvælist fyrir og langar raðir að búðarkössunum,en þetta lífgar upp á bæinn og gaman af þessu nema þegar ég þarf að bíða lengi í búðinni .en ekki þessa sem ég er að skrifa á núna hún slapp.

nýjir bloggvinir velkomnir

ég vil bjóða nýja bloggvini mína velkomna Grin

Fjörlegur skírdagsmorgun og málshættir

Eitthvað er netið að stríða mér nær ekki sambandi og annað í þeim dúr. En haldiði að það sé munur að skrifa bloggið sitt við dillandi músik frá eiginmanninum og fjörið svo mikið að fingurnir dansa á takkaborðinu og langar helst til að fara að dansa,held að hann sé að spila úr sér þynnkuna eða þannig var nefnilega á Lionsfundi í gær hihihih.en gaman að hafa músikina svona beint í æð.

Ég fann nokkra gamla málshætti sem mamma hafði safnað og enduðu hjá mér með páskaskrauti sem hún gaf mér.

Blindur er bóklaus maður.

Aldrei kemur góður dagur of snemma.

Elska dregur elsku að sér.

Góðleiki er mál sem mállausir geta mælt.

Það er frábær hefnd að fyrirgefa.

Þeir gusa mest sem grynnst vaða.

Barn segir jafnan sannleik.

Hamingjusamt hjónaband er hús sem reisa verður daglega.

Góðverk liggja í þagargildi,illverk æða um allar götur.

Betra er autt rúm en illa skipað.

Þolinmæði hefur maður mesta þörf fyrir þegar hún er að verða búin.

Augu ei leyna ef ástin er heit.

Jafnan er hálfsögð saga er einn segir.

Fögur orð ginna glópinn.

Á fleiru er fagur litur en gulli.

Það er erfitt að biðjast afsökunar ,en það borgar sig.

Ekki voru málshættirnir fleirri í bili en gaman af þeim og flestir komu þeir úr mónu eggjum en þeir fyrstu úr nóa eggjum CAPS0461


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband