Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

smá innlit

Vorum á þorrablótsæfingu eða þannig það er alltaf verið að breyta lögunum sem við eigum að syngja loksins þegar ég er búin að læra þauSideways alveg hundfúlt en það er gaman á þessum æfingum og mikið hlegið en verð fegin þegar þessi helgi er búin. skrifa líklega ekki meira fyrr en eftir helgi alveg brjálað að gera Wizard að koma sér í gírinn .

sveigur

DCP_0009Þetta er hann Sveigur nývaknaður eftir svæfingu og rönkenmyndir ber sig vara vel enda ver dekrað við hann

DCP_0010Hann er nú ekkert smáræði en blíðari hund er ekki hægt að hugsa sér. En hann unir sér ekki í bænum svo því miður verðum við að hafa hann í sveitini sem honum líður svo vel í . Set restina í albúmið af myndunum.

Sveigur er að verða 11 ára í mars er aðeins farin að reskjast,og er víst hreinræktaður .Systir mín og sonur áttu hann en skildu hann eftir hjá okkur þegar þau fluttu til Noregs .


þorrablótshrellir

Jæja nú hef ég verið löt að blogga enda þorrablótsfundir þorraþrælana alla daga núna ,ég sit aðalega út í horni og hlusta á hina,  Bolli söng dúett  í gær var alveg frábær svo er búið að semja fullt af lögum og skemmtiatriðum, skreytingarnefndin reyndi af fremsta megni að finna borðskryeytingar og var hin ánægðasta með sig þangað til við komum á fundin í gær þá var sú sem ekki kom með að versla óánægð hvað við höfðum náð í ,og auðvitað fékk´hún að ráða.Svo nú verður farið að kaupa það sem henni þóknaðist að samþykkja ShockingEkki svona neikvæð ,það er verið að semja kynningartexta um alla í þessari nefnd og svo á að gera eitthvað skelfilegt við næstu nefnd sem tekur við af okkur.

OG ekki veit ég hvað ég á að gera við börnin á meðan allir þessir fundir standa yfir en það     reddast eins og alltaf. Ragnar er að fara á íþróttamót til Reykjavíkur næstu helgi,þar fór barnapían svo yngri deildin verður sendur til ömmu í sveitinni.

Sveigu(hundurinn (okkar í sveitinni) lennti í hremmingum um daginn það var bakkað yfir hann á planinu heima á Bjargi, en betur fór en áhorfðist framfóturinn fór bara úr liði,það var skundað með gamla upp á dýraspítala og tekin rönkenmynd,svæfður og kippt í liðin,og minn fékk blátt ´sáraband um fótinn,og róandi töflur í tíu daga  því hann á að hafa það náðugt rólegt,hann er alveg stórkostlegur og er orðinn nokkuð  brattur og feginn að komast í sveitina aftur.Var fyrsta daginn í bænum hjá okkur meðan hann var að vakna eftir svæfinguna svaf í 3 tíma og svo eldhress eftir það .skrifa seinna þarf að opna flugstöðina áður en liðið kemur og fara síðan heim að sofa sofa...........................Wink


fréttir af liðinu og fl

dcp_0003_101463.jpg

Nú er ég búinn að skipta um mynd einu sinni enn það er ekki neitt bloggþema eftir til að skipta um Cryingsvo nú mun ég skipta um mynd endrum og eins,já er mikið fyrir að skipta um umhverfi bæði í tölvunni og heima sem er kannski ekki eins vinsælt, er búinn að færa stofusóffan svo oft´að á tímabili vissi Bolli ekki hvar hann átti að sitja eða hvar sjónvarpið væri en nú eru ekki fleirri veggir í stofunni svo ætli ég verði ekki bara að skipta um hús hihihihihhi.Hér er bara þokkalegt veður það blæs víst meira á suðurlandinu. Frænka sagði mér að slow down en hvernig er það hægt næsta vika er vinnu vika og skólavika svo þarf Bryndís enn einu sinni að fara í rannsókn á fsa.eða sjúkrahús Akureyrar ( verð að venja mig við nafnið) foreldraviðtöl á miðvikudag hjá strákunum á sama tíma foreldrafundur hjá íþróttafélaginu hans Ragnars þorrablótsfundur á þriðjudagskvöld,ups þetta er nóg,en ég er gamaldags því ég eyði miklum tíma með börnunum þrátt fyrir þetta.Held bara að þau séu að fá ofnæmi fyrir kerlingunni.Já það er alltaf verið að tala um að við foreldrarnir eyðum ekki nógum tíma með börnunum okkar,en það eru til foreldrar sem gera það nú samt,og hafa meira að segja nágrannabörnin líka ,þannig að foreldrar þeirra eru farnir að afsaka sig og segja að börnin geti nú líka verið heima hjá þeim,en ef þessum dúllum líður vel hérna hversvegna þá að vera senda þau út og suður ha ég segi nú ekki annað.GrinSvo hef ég nú ekki lengi sagt fréttir af hömstrunum þeir eru hérna enn þá og hver öðrum sniðugri og feitari.Einn þeirra er með bæklaðan fót og er skrítið að sjá það ,það er eins og beinin passi ekki í löppuna en myndað hnúð fyrir ofan fótin..

Kaupmannahafnarferðin var alveg æðisleg.Byrjaði á því að við mættum á Akureyrarflugvöll og var röðin af farþegum út á bílaplan, þokaðist þetta hægt og bítandi ,við áttum frátekin sæti en þegar við vorum alveg að koma að afgreiðslunni heyrði ég að þau sæti voru seld öðrum ,eins og ég hef áður sagt það borgar sig ekki að þekkja þetta lið ,(ein súr) Svo tók vopnaleitin við og auðvita þurftu þeir að leita á mér ,eins og glæpamanni og hlógu mikið,ég segi það aftur það borgar sig ekki að vinna á svona flugvelli þar sem allir þekkja mann. hu.Svo fékk maður ekki einu sinni tíma til að fá sér einn bjór, nei þeir flýttu sér að kalla út í vél ,þeir ætluðu ekki að hafa þessa kerlingu of lengi á landinu.Flugferðin gekk vel nema lendingin var svolítið harkaleg eins og togað væri í afturendan á vélini.Svo var komið inn á Flugstöðinna á Kastrup, og viti menn ekki rötuðum við hið minnsta, þá upphófst hlaup stöðina á enda til að ná í farangurinn,loksins komumst við hvar hann var og þá tók við lllllllllllöng bið eftir töskunum ,mín orðin aðeins þreytt,Svo var nú þarna elskulegur farasjóri þegar við komum út og vísaði okkur á rútuna sem við áttum að fara í á hótelið.'Eg dró karlinn að réttri rútu ,minn maður var nú ekki allt of ánægður því að við vorum ein já alein í þessari rútu, þurfti hann að eiða allri helgini með kerlingunni einn á hóteli og enginn annar íslengdingur o. en viti menn koma þá ekki þá hjón sem við þekktum og þau stefndu á okkar rútu. Ég spratt upp og sagði við frúnna ´þú bjargaðir lífi mínu Bolli hélt að hann yrði ein með mér og eftir þetta fylltist rútan af fólki sem hann Bolli minn gat skemmt sér með og meira segja nokkrir úr sveitinni hans (og mér var borgið).En það var rigning og rok í Köben þennan dag..En hótelið bar dásamlegt og ég fékk útsíni yfir skýkið.Ætluðum svo að hitta fólk í köben en kunnum ekki á lestirnar eða annað .Svo við fórum bara í verslunarmiðstöðina við hliðina á hótelinu og fengum okkur aðeins að borða ,skósóla sem áttu að vera hamborgarar og sssssssstóran bjór því nú var mín orðitívolín örlítið pirruð á þessu rápi. En svo hittum við fólkið sem var á okkar hóteli og áttum góðar stundir með þeim og skemmtum okkur konunglega eð a á maður að segja drottningarlega. framhald síðar þið verðið að fá smá tima til að melta .dagur tvö kemur síðar

null


Fleiri myndir

alveg að trompast

Þetta er nú að verða of mikið af því góða ég fer að heimta leigubílagjald af þessum börnum mínum, við fórum auðvitað í laugardagsgrautinn í dag en svo þurfti Elvar að fara í afmæli kl 13 og Bryndís í bíó kl 16 og inn á milli þessa tima þurfti ég að taka tll hjá tengdó fram og til baka Eyjafjarðasveit akureyri og aftur eyjafjarðasveit og aftur akureyri þetta er oooW00teða þannig .Hvað það væri gott að geta gert eins og Harry Potter og fengið duft og flutt fólk á milli staða þannig .....................................Jæja nóg um kvart ég henti Ragga og Bryndísi í bíó og fór að sækja Elvar í afmælið og svo vildi hann fara þar sem íslendingum finnst skemmtilegast að versla(Hagkaup) og auðvitað náði hann út úr peningaveskinu hennar mömmu sinnar fyrir leikfangi .hvað maður er grænn þau ná mér alltaf í þessu, kannski af því að ég er svo mikið barn í mér að mér finnst þetta pínu gaman ekki segja Bolla frá því .Nú sitjum við hér í róleg heitum ég og Elvar og glápum á imban .'I dag var opnuð ný sundlaug að Hrafnagili Eyjafjarðasveit ,með stórri rennibraut og allis þannig að nú er um að gera að fara og prófa þetta nýja mannvirki ,kannski þegar frostið minnkar.Nú er allt að fyllast hérna á Akureyri af stórum líkamsræktarstöðvum og nú á að taka útivistargarð við hliðina á Akureyralaug sem er ekki langt síðan að var gerður og stækka eina líkamsræktarstöðina.Það er víst gott að þekkja þessa bæjarstjóra ef manni vantar svona lóðir en hérna er það lenska að breyta lóðum svona með ársmillibili eftir hentuleika þessarar yndislegu bæjarstjórnar og svo fáum við líka voðalega fínt menningarhús og síki gegnum bæin svo þegar fólk er búið að skemmta sér um helgar getur það tekið sér sundsprett i  miðbænum eða silgt á skútum í bankana þetta er svo nýtískulegur bær svo vilja þeir þrengja aðalgötuna gegnum bæinn meðan aðrir bæir bæta við akgreinum vilja fá svona stórborgarablæ  og umferðarhnúta svo við getum verið eins og í Reykjavík hihihihihihihihhiDevilSvo vill Jóhannes í bónus byggja á Akureyravelli svo frjálsíþróttirnar verða á flótta undan vinnuvélum og ekki vilja Þórssarar fá frjálsíþróttabrautir á fína svæðið sitt er þetta ekki að verða eitt allsherjar akureyrarklúður .allir á móti ef hægt er að vera á móti það er andinn og sýndarmenskan í hámarki. já nú er frúinn fúl Angrysvona er þetta þegar ég kemst ekki í tölvuna nema einu sinni í viku, eins og sagt er meira seinna..........................................


sma

Jæja þá er þorrablótsnefndin byrjuð að starfa og vorum við að taka upp á video í morgun myndir sem á að sýna á þorrablótinu og við skemmtum okkur alveg konunglega og á morgun ætlum við að taka fleirri myndir og æfa nokkur atriði sem við ætlum að hafa ,þetta verður meiriháttar stuð allavega hjá okkur í nefndinni.Krakkarnir voru hjá ömmu í sveitinni.Sveigur hundurinn okkar eða hennar Unnar systur var að vonum kátur að hafa þau hjá sér,( hann er að verða 11 ára colli hundur)og stundum er eins og hann vilji tala allavegna reynir hann að skamma okkur ef við komum ekki lengi í sveitina.Bolli fór með Ragnar og Bryndísi í Bogan að sjá álfana og tröllin og flugeldasýninguna en Elvar vildi bara vera heima fannst þetta nú ekki mikið spennandi.ja meira var nú ekki að gerast hérna skrifa meira seinna .

góð sending.

Í dag fékk ég sendingu í pósti frá Jórunni frænku,það var gömul upptaka með söng Ömmu okkar og systur hennar,árið 1934 var tekin upp gullplata með ömmu og höfum við aldrei getað hlustað á hann þangað til Jórunn lét taka hann upp á geisladisk,það var svolítið skrítið að hlusta á ömmu (en hún dó 1983 eða 4 man það ekki alveg en ég var þá út í Bandaríkjunum.)Þetta rifjaði upp margar góðar minningar því amma var alltaf svo kát og söng mikið og að vísu margir í okkar fjölskyldu og oft var gaman þegar allir komu saman því oft eins og´nú er sagt brast allt í söng og kæti.Svo Jórunn þúsund þakkir. Mamma og pabbi komu frá noregi gær sæl og ánægð voru hjá Unni systur en hún var að koma úr mikilli bakaðgerð og þurfti smá aðstoð og svo var örugglega gott að fá karl og kerlingu til að eyða jólunum með.Krakkarnir eru að horfa á litlu snilliningana í sjónvarpinu og held ég að Elvar sé alveg að tapa sér svo mikið lifir hann sig inn í þetta.'A morgun förum við í þorrablótsnefndinni í Eyjafjarðasveit í leiðangur um sveitina til að finna efni í skemmtiatriði og taka upp á video eitthvað sprell,svo það verða vera snöggar hendur að skúra í fyrramálið.Svo tekur við rútuferð með 15 sprellandi eyfirðingum,það ætti að vera saga til næsta bæjar eða þannigWoundering


Flakkandi jólagjöf og smá fréttir

Nú er maður byrjaður að vinna aftur eftir áramót og allt að komast í eðlilegt form aftur, þegar ég fór á fætur í morgunn 5:15 þá var Elvar Kári enn vakandi en flýtti sér að loka augunum þegar hann sá mig og var bara hissa á því að ég væri búin að klæða mig,ég sagði honum að nú væri ég að fara í vinnuna svo best væri að hann færi nú að sofa ,sem hann og gerði. Annars voru þetta mjög góð jól ég fékk að elda á gamlárskvöld en mikið átti karl minn erfitt að skifta sér ekki af,þá setti ég bara upp gribbusvipin og hann bakkaði aðeins en fékk að brúna kartölfurnar. 'Eg fór í bíó með krakkana í gær á Happy Feet það var mjög góð tónlist en umhverfið var sáraeinfalt enda á suðurheimskautinu, en mikið er dýrt að fara svona í bíó hvað þá með 3 börn og allt sem því tilheyrir.Svo fékk ég jólagjöfina mína frá Flugmálastjórn í dag ,hún hafði farið á flakk eins og gjöfin mín í fyrra gerði líka, en þetta var í anda nýrra laga um staðlaðan handfarangur í utanlandsflugi þessi líka fína ferðataska á hjólum sem má taka með sér í handfarangri .Þessar elskur.Svo hélt ég að það væri ekki sála eftir í flugturninum,(enda sögðu flugumferðastjórarnir allir upp ) og ætlaði nú aldeilis að taka vel til þarna uppi og gera hreint. Nei voru ekki það 2 eldri flugumferðastjórar að flækjast fyrir mér .auðvitað er ekki hægt að hafa þetta mannlaust !  Svo fór ég út á slökkvustöð að skúra sem gekk vel að vanda,en þar sem ég leysi húsvörðinn af að hluta til þá voru karlarinr eitthvað að kvarta undan ljósaperu á ganginum ,af hverju skiptið þið þá ekki um peruna ,nei þeir voru ekki rafvirkjar sögðu þeir í gríni jæja þá þá skal ég gera þetta fyrir ykkur sagði ég húsvarðarýmindin já þá gátu þeir skipt um í einum hvelli nema hvað ég varð að fara tvær ferðir út í stöð að athuga um perur sem voru svo ekki til þar ,en svo þegar ég var að fara sá ég helv. perurnar inni í skáp hjá .þeim helvíta beinin afsakið orðalagið.Svo er ég svo skemmtileg þegar ég kem heim að ég sofna alltaf,gey krakkarnir..

Svo lenntu hamstrarnir í slag þegar ég var að þrýfa búrin og Ragnar reyndi að stilla til friðar og var bitin og tveir hamstrar settir í straff hihi.Nú eru þeir allir komnir með litla kofa hjá sér svo allir eru ánægðir. WhistlingW00tÞið eruð kannski hissa að ég blogga núna ha setti krakkana í tölvubann,annars hefði ég ekki getað verið við tölvuna fyrr en í nótt SleepingSvo var ég að fá nýjan boggvin og bíð ég hann velkominn í hópin.


nýtt ár

já nú er maður byrjaður hjá nýju fyrirtæki Flugstoðir en í fyrra var ég hjá Flugmálastjórn, alltaf eitthvað sem endurnýjast ,en okkur vantar bara flugumferðarstjórana ,ég ætti kannski að taka það að mér eða þannig ,nóg af þessu gríni . Hérna sprengdum við áramótin burtu í reykmekki og sást varla handa skil ,það var logn og smá snjókoma svo við fengum allan reykinn ofan í okkur og sáum ekki ártalið í Vaðlaheiðinni vegna lélegsskygnis.Skaupið var skrítið að vanda krökkunum fannst það frekar fúlt ekkert hægt að hlæja ég er enn að melta þetta.Elvar fór fljótlega inn var búinn að fá nóg af hávaðanum og reyknum.Hringdi ekki til noregs því klukkan hjá þeim var hálf tvö  allt of seint  til að hringja og óska gleðilegs árs geri það bara á morgun.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband