Flakkandi jólagjöf og smá fréttir

Nú er maður byrjaður að vinna aftur eftir áramót og allt að komast í eðlilegt form aftur, þegar ég fór á fætur í morgunn 5:15 þá var Elvar Kári enn vakandi en flýtti sér að loka augunum þegar hann sá mig og var bara hissa á því að ég væri búin að klæða mig,ég sagði honum að nú væri ég að fara í vinnuna svo best væri að hann færi nú að sofa ,sem hann og gerði. Annars voru þetta mjög góð jól ég fékk að elda á gamlárskvöld en mikið átti karl minn erfitt að skifta sér ekki af,þá setti ég bara upp gribbusvipin og hann bakkaði aðeins en fékk að brúna kartölfurnar. 'Eg fór í bíó með krakkana í gær á Happy Feet það var mjög góð tónlist en umhverfið var sáraeinfalt enda á suðurheimskautinu, en mikið er dýrt að fara svona í bíó hvað þá með 3 börn og allt sem því tilheyrir.Svo fékk ég jólagjöfina mína frá Flugmálastjórn í dag ,hún hafði farið á flakk eins og gjöfin mín í fyrra gerði líka, en þetta var í anda nýrra laga um staðlaðan handfarangur í utanlandsflugi þessi líka fína ferðataska á hjólum sem má taka með sér í handfarangri .Þessar elskur.Svo hélt ég að það væri ekki sála eftir í flugturninum,(enda sögðu flugumferðastjórarnir allir upp ) og ætlaði nú aldeilis að taka vel til þarna uppi og gera hreint. Nei voru ekki það 2 eldri flugumferðastjórar að flækjast fyrir mér .auðvitað er ekki hægt að hafa þetta mannlaust !  Svo fór ég út á slökkvustöð að skúra sem gekk vel að vanda,en þar sem ég leysi húsvörðinn af að hluta til þá voru karlarinr eitthvað að kvarta undan ljósaperu á ganginum ,af hverju skiptið þið þá ekki um peruna ,nei þeir voru ekki rafvirkjar sögðu þeir í gríni jæja þá þá skal ég gera þetta fyrir ykkur sagði ég húsvarðarýmindin já þá gátu þeir skipt um í einum hvelli nema hvað ég varð að fara tvær ferðir út í stöð að athuga um perur sem voru svo ekki til þar ,en svo þegar ég var að fara sá ég helv. perurnar inni í skáp hjá .þeim helvíta beinin afsakið orðalagið.Svo er ég svo skemmtileg þegar ég kem heim að ég sofna alltaf,gey krakkarnir..

Svo lenntu hamstrarnir í slag þegar ég var að þrýfa búrin og Ragnar reyndi að stilla til friðar og var bitin og tveir hamstrar settir í straff hihi.Nú eru þeir allir komnir með litla kofa hjá sér svo allir eru ánægðir. WhistlingW00tÞið eruð kannski hissa að ég blogga núna ha setti krakkana í tölvubann,annars hefði ég ekki getað verið við tölvuna fyrr en í nótt SleepingSvo var ég að fá nýjan boggvin og bíð ég hann velkominn í hópin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hey, það er alltaf líf í kringum þig og nóg að gera. Svo elvar er búinn að snúa sólarhringum við. ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti í ættinni sem gerir það. á stundum erfitt með að komast í mína tölvu. Get ekki sett fullorna barnið mitt hann Guðmund í tölvubann. Gaman að sjá bloggið þitt. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.1.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband