góð sending.

Í dag fékk ég sendingu í pósti frá Jórunni frænku,það var gömul upptaka með söng Ömmu okkar og systur hennar,árið 1934 var tekin upp gullplata með ömmu og höfum við aldrei getað hlustað á hann þangað til Jórunn lét taka hann upp á geisladisk,það var svolítið skrítið að hlusta á ömmu (en hún dó 1983 eða 4 man það ekki alveg en ég var þá út í Bandaríkjunum.)Þetta rifjaði upp margar góðar minningar því amma var alltaf svo kát og söng mikið og að vísu margir í okkar fjölskyldu og oft var gaman þegar allir komu saman því oft eins og´nú er sagt brast allt í söng og kæti.Svo Jórunn þúsund þakkir. Mamma og pabbi komu frá noregi gær sæl og ánægð voru hjá Unni systur en hún var að koma úr mikilli bakaðgerð og þurfti smá aðstoð og svo var örugglega gott að fá karl og kerlingu til að eyða jólunum með.Krakkarnir eru að horfa á litlu snilliningana í sjónvarpinu og held ég að Elvar sé alveg að tapa sér svo mikið lifir hann sig inn í þetta.'A morgun förum við í þorrablótsnefndinni í Eyjafjarðasveit í leiðangur um sveitina til að finna efni í skemmtiatriði og taka upp á video eitthvað sprell,svo það verða vera snöggar hendur að skúra í fyrramálið.Svo tekur við rútuferð með 15 sprellandi eyfirðingum,það ætti að vera saga til næsta bæjar eða þannigWoundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er  nú fjör framundan hjá þér. Var að svara athugasemdinni þinni hjá mér. Ég er ánægð með að þú nýtur plötunnar hennar ömmu. Enginn var eins og amma. Þú varst nú í jarðarförinni hennar eða er það tómt misminni? Það var gaman að hitta pabbi þinn og mömmu í gær. Var nú farin að sakna þeirra strax. Góða skemtun frænka xxx

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.1.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitta fyrir innlitið

Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 22:40

3 identicon

hæ hæ!

vá vissi ekki að langamma hafði sungið á plötu!  vildi að ég hefði getað heyrt í henni syngja!

annars!  KNÚS!!!!

xxx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 05:08

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

jórunn því miður var ég á Long Island usa þegar amma var jörðuð ,hefði viljað vera heima og kveðja hana.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 6.1.2007 kl. 21:42

5 identicon

sæl systa, alltaf sami hamagangurinn á þér. Hefur þú skoðað lífið í hand þrikki þínu. ólitaði flekkurinn í miðjunni er eins og kvirvilvindur þar sem þú situr á toppnum með kórónu og annað hvort að róa með árum eða að baða út höndum. og svo er fult af fólki í hverjum fingri.

takk annars fyrir góðar kveðjur og myndir. Er svona farin að geta setið á rass.....   svolítið lengur svo ég ákvað að skrifa smá hér.

kveðja Unnur

Unnur Guðrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 14:19

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skrítið hvernig minnið getur farið með mann Heiða mín. Sé þig á fyrsta bekk. Betra að treyst dagbókinni en þá þarf ég að leita. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.1.2007 kl. 00:10

7 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

já Jórunn mín ,en ég var í jarðaförinni hans afa,en pabbi hringdi í mig út þegar amma dó ég var stödd í eldhúsinu hjá Esther og David á Long island , en ég var öruglega í anda á þessari jarðaför því þetta var sú besta amma sem nokkur gat átt og þótt langt væri leitað.kvekðja og knús

Laugheiður Gunnarsdóttir, 14.1.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband