Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

vakrarlok.

Nú er  ég að klára síðustu vaktina þessa vikuna, það er frekar rólegt og farþegarnir sem komnir eru frekar syfjaðir synist mér.Það er svo gott að vinna þegar enginn er komin svo mikill friður, e n samt er alveg rosalega gaman þegar allir eru mættir ,þetta er svo léttgeggjað lið að það er alltaf gaman að koma í vinnuna.Eftir að ég byrjaðir að blogga hefur hraðinn hjá mér aukist við að skrifa ,svo alltaf er eitthvað gott sem kermur af þessari villeysu .Vikan hefur liðið mjög hratt og margt að gerast. Brynís litla er nú held ég með alla þrjósku ættarinnar, í gær fórum við í grautinn eins og venjulega, mín vildi taka vinkonu sína með, en ég vildi það ekki var búinn að ´fá nóg því þær gistu allar heima,þetta líkaði ekki prinsessunni og grét og gargaði alla leiðina heim í Bjarg frá Akureyri, og hætti ekki fyrr en eftir góða stund þegar inn kom amma var alveg eyðilögð yfir þessari frekju en um    síðir stitti upp og litlan borðaði grautinn sinn og margar sneiðar af lifrapylsu.Og eftir það var allt gott. Hvernig getur öll þessi þrjóska lent í svona litlum búk.Ragnar stærir sig af     því að nú geti hann horft beint í augun á mér    án þess að líta upp til mín alveg að ná kellinguni í hæð .jæja nóg um það nú er ekki meira að frétta héðan l

hello tölvuvandamál hin eilífu

Jæja alltaf að byrja á veðrinu eins og góðum íslendingi sæmir. Hér er hið magnaðasta haustveður og litirnir alveg æðislegir,Horfi oft bara út um gluggan og stari á þessa liti .Við fengum úlpur í vinnunni í dag og auðvitað mátuðum við þær,ég og Áslaug þetta var small stærð af karlmannaúlpum en samt vorum við eins og litlir bangsar í appelsínugulum úlpum,sást rétt í nefið á okkur,verðum flottar að spóka okkur um á flugvellinum,svona sjálflýsandi og bangsalegar.Hvað haldiði að ég gerði í dag ,pantaði far til koben í aðventuferð,held að Bolli sé ekki búinn að ná sér enþá , verðum á nýju hóteli sem heitir Kaupenhavn Iceland. er alveg að springa af spenningi.Tölvan mín er alltaf í einhverju veseni, er samt búin að hringja í síman og þeir uppfærðu randerin en enn er eitthvað að svo nú vantar mig tölvusnilling til að athuga hvað sé að ,vill aldrei koma með leitarsíðurnar og er lengi lengi lengi að vinna og koma með það sem ég bið um. það er bara hending að eg komst inn í bloggið, Bolli komst inn á bankan gegnum favorites  og ég beið í 5 mín eftir að komast inn á mb.is.Hjaaaalp hvað á ég að gera henda tölvunni út um gluggan kaupa nýja eða hvað, nú hlær einhver,vill helst ekki hringja í Ármann er alltaf að pirra hann á þessari tölvuskjóðu.Lýsi hér eftir snillingi sem veit hvað ég á að gera ...............Jæja nóg af kvarti og kveini það meiga aðrir gera það.Kristjana frænka er 25 ára í dag ,en hún býr í Ástralíu þessi elska.Mér finnst svo stutt síðan hún var með ljósu krullurnar sínar og þessi líka litlu gleraugu að stríða frænku sinni og skríkja  af spenningi.Svo er Inga Dogg og fjölskylda í heimsókn á klakanum líka nýbúin að eiga afmæli.mikið um að vera hjá stórri fjölskyldu. bless skrifa næst þegar tölvan mín leyfir ..

enginn snjór

Nú er snjófölin mín farin og komin 9 stiga hiti og fínheit,krakkarnir ekkert of ánægðir með það en við hin erum bara sátt við það.Nú er ég að spá í að fara aðventuferð til Köben 7 des svolítið spennandi,en þegar ég sagði Bolla það lá við að hann fengi hjartaáfall,því hann er búin að vera reyna að fá mig með sér til Danmerkur í 3 ár, en núna langar mig til að fara búin að sjá fínnt hótel víð Nyhöfn . En mig vantar barnapíu í 4 daga,bíður sig einhver fram hihihihih.Löt í vinnunni í dag enda rólegur dagur í fluginu .Ætla í ræktina í hádeginu,en er samt að   drepast í maganum eftir æingarnar í gær.oooo.

Fyrsta snjófölin komin

'I gær snjóaði aðeins hérna og ég á sumardekkjunum,vonandi bráðnar þessi snjóföl fljótt,annars flott veður  hjá okkur.Fór í ræktina í gær,þetta var þræla púl og er ég að drepast í hnéinu núna ,skánar vonandi fljótlega því ég má ekki vera að þessu veseni,Þarf að komast aftur í kvöld.Og auðvita þurfa blessuð börnin að vera um víðan völl í kvöld l´lika vídeokvöld og bekkjarkvöld ,held að það þurfi að klóna mig í fjórar aðrar kellur.Var að vinna í gær sem öryggisvörður, það er svo gaman af   fólki þegar það er að koma frá útlöndum, á flugvöllin hér það heldur að það geti gengið inn og út eins og um innanlendsflug sé að ræða og geti farið út og sett bílin í gang áður en það tekur töskurnar og á eftir að fara í tollinn.Hvernig er þetta gert í Keflavík,getur fólk farið inn og út án þess að fara gegnum tollskoðun,og æsingurinn í liðinu að fara í litlu sætu fríhöfnina okkar og kvarta svo síðan hvað allt gengur hægt þegar 50-110 mans ætla í 30 fermetra herbergi á sama tíma ekki er eins og það sé að missa af neinu,en auðvitað e r fólkið þreytt eftir flugið,en bara 10 mín heim eftir tollin ætti að vera ánægt með það og við starfsfólkið brosandi út af eyrum og öll að vilja gerð til að aðstoða.Svo er nú það .Annars allt gott að frétta af okkur líður vel og allir hressir,eigum von á þeim gömlu í söngferðalag með eldri borgurum á næstunni,krakkarnir eru að farast úr spenningi.kveðja heiða norðan heiða.

aðeins pirruð á ríg milli landshluta og fl.

Þriðjudagsþokan komin yfir Akureyri,og smá suddi,en hvað með það góða skapið er enþá hérna,og  hamstrarnir líka!!!!!!!!!!!!!!!Já aðeins orðin þreytt á þessum smádýrum.,því krakkarnir tíma ekki að láta einn einasta fara.,svo við  Bolli erum að hugsa um að flytja út og eftirláta hamstrafjölskyldunni húsið hihi.

Bryndísi leist ekki á það.Svo maður minnist á vöruúrvalið hérna á Akureyri, þá finnst manni stundum að fólki sé visvitandi beint til borgarinnar eftir sumum hlutum, stelpunni vantaði t.d. bara bol með áföstu pilsi í dansin nei  það er ein sportbúð hérna sem e r með smávegis úrval af  þessu   en þá bara á þær minnstu og alltaf svarið það kemur í næstu viku og þá bara smávegis, þetta er nú það stór bær að úrvalið ætti að vera betra. Og að fá strákaföt fyrir jólin hvað er það þurfa þeir nú að fá jólaföt? Nóg til handa stelpunum,Og einu sinni vantaði mér pollagalla að hausti til nei það er búið að pakka þeim niður og hætt að panta fram á vor ,en það rignir líka á veturna og snjórinn er blautur, en ekki var hægt í neinni búð það haustið að   fá pollagalla , en viti menn nú er farið að selja gallana allt árið hvað kom til ,svo þetta getur breyst. Svo kaupmenn akureyrar það er hægt að  breytast. 'Eg nenni ekki að   sækja allt til r.víkur, þó að það sé gaman að koma þangað öðru hverju .Þá vil  ég fá góða þjónustu hérna líka. Ekki viljiði að ö ll landsbyggðin flytji suður það verður einhver sem vælir.Svo góðir landar hættum þessum hroka við erum ekki svo mörg að við höfum efni á því að   vera svona sundurð  þið viljið h afa það gott fyrir sunnan  líka við hérna úti á landi.(svo er ég nú líka sunnlendingur)OG er hneygsluð á öllum ríg á milli landshluta, hverfa og allt það.


ég er enþá lifandi

fyrirgefið elskurnar mínar   en enn einu sinni kemst ég ekki inn á netið heima h já mér eitthvað bilað en bara nettengingin ,kemst inn á póstin og allt það .Er að verða svolítið þreytt á  þessu. En héðan er allt gott að frétta, var i sláturgerð  um helgina og tókum við helmingin og meira þegar er búið að slátra lömbunum okkar.Í gær fórum við svo þrjú að gróðursetja með    Lionsfélaginu hans Bolla ,einhverjar hríslur fyrir ofan Illugastaði í ausandi rigningu.Alveg voðalega gaman.'I dag á Inga Dögg afmæli og vona ég að    eigi góðan dag kíki kannski aðeins á síðuna hennar.Það er gott að sjá að  þú  saknir mín Kristjana,svo átt þú afmæli bráðum en færð ekki kveðju fyrr en þá hi hi hihihihihih.

jæja má ekki vera að því að skrifa meira í bili,verð víst að gera eitthvað  meira í dag ......


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband