vakrarlok.

Nú er  ég að klára síðustu vaktina þessa vikuna, það er frekar rólegt og farþegarnir sem komnir eru frekar syfjaðir synist mér.Það er svo gott að vinna þegar enginn er komin svo mikill friður, e n samt er alveg rosalega gaman þegar allir eru mættir ,þetta er svo léttgeggjað lið að það er alltaf gaman að koma í vinnuna.Eftir að ég byrjaðir að blogga hefur hraðinn hjá mér aukist við að skrifa ,svo alltaf er eitthvað gott sem kermur af þessari villeysu .Vikan hefur liðið mjög hratt og margt að gerast. Brynís litla er nú held ég með alla þrjósku ættarinnar, í gær fórum við í grautinn eins og venjulega, mín vildi taka vinkonu sína með, en ég vildi það ekki var búinn að ´fá nóg því þær gistu allar heima,þetta líkaði ekki prinsessunni og grét og gargaði alla leiðina heim í Bjarg frá Akureyri, og hætti ekki fyrr en eftir góða stund þegar inn kom amma var alveg eyðilögð yfir þessari frekju en um    síðir stitti upp og litlan borðaði grautinn sinn og margar sneiðar af lifrapylsu.Og eftir það var allt gott. Hvernig getur öll þessi þrjóska lent í svona litlum búk.Ragnar stærir sig af     því að nú geti hann horft beint í augun á mér    án þess að líta upp til mín alveg að ná kellinguni í hæð .jæja nóg um það nú er ekki meira að frétta héðan l

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já,þau geta verið strembin börnin.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.10.2006 kl. 11:20

2 identicon

hahahaha!!! oh Bryndís! jamm hef smá af þessari þrjósku... eins og allir aðrir í ættinni! hehehe hún hlítur að hafa fengið hana alla!

knús!

K

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband