hello tölvuvandamál hin eilífu

Jæja alltaf að byrja á veðrinu eins og góðum íslendingi sæmir. Hér er hið magnaðasta haustveður og litirnir alveg æðislegir,Horfi oft bara út um gluggan og stari á þessa liti .Við fengum úlpur í vinnunni í dag og auðvitað mátuðum við þær,ég og Áslaug þetta var small stærð af karlmannaúlpum en samt vorum við eins og litlir bangsar í appelsínugulum úlpum,sást rétt í nefið á okkur,verðum flottar að spóka okkur um á flugvellinum,svona sjálflýsandi og bangsalegar.Hvað haldiði að ég gerði í dag ,pantaði far til koben í aðventuferð,held að Bolli sé ekki búinn að ná sér enþá , verðum á nýju hóteli sem heitir Kaupenhavn Iceland. er alveg að springa af spenningi.Tölvan mín er alltaf í einhverju veseni, er samt búin að hringja í síman og þeir uppfærðu randerin en enn er eitthvað að svo nú vantar mig tölvusnilling til að athuga hvað sé að ,vill aldrei koma með leitarsíðurnar og er lengi lengi lengi að vinna og koma með það sem ég bið um. það er bara hending að eg komst inn í bloggið, Bolli komst inn á bankan gegnum favorites  og ég beið í 5 mín eftir að komast inn á mb.is.Hjaaaalp hvað á ég að gera henda tölvunni út um gluggan kaupa nýja eða hvað, nú hlær einhver,vill helst ekki hringja í Ármann er alltaf að pirra hann á þessari tölvuskjóðu.Lýsi hér eftir snillingi sem veit hvað ég á að gera ...............Jæja nóg af kvarti og kveini það meiga aðrir gera það.Kristjana frænka er 25 ára í dag ,en hún býr í Ástralíu þessi elska.Mér finnst svo stutt síðan hún var með ljósu krullurnar sínar og þessi líka litlu gleraugu að stríða frænku sinni og skríkja  af spenningi.Svo er Inga Dogg og fjölskylda í heimsókn á klakanum líka nýbúin að eiga afmæli.mikið um að vera hjá stórri fjölskyldu. bless skrifa næst þegar tölvan mín leyfir ..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, nú vantar Ármann. Já, það er ekki langt síðan hún Kristjana var lítil og eins og ú lýstir henni. Hvað tíminn líður. Mér finnst stundum stutt síðan ég var 25 og afi gaf mér bláa röndótta peysu. jæja, en það bull í mér. Æðislegt að þú sért að fara til Köben.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.10.2006 kl. 19:08

2 identicon

hæ hæ

takk fyrir kveðjuna! spennandi að þú sért að fara til Kauben!

xxx

K

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband