Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
framhald2 einhverfa og bæklingur um einhverfu
30.10.2006 | 13:03
- Kennið nemandanum að gefa hlustanda vísbendingar með því að nota orð sem tilgreina aðstöðu í tima.Fáið nemandann til að nota orð eins og "fyrst" eða "næst" til að kokma reglu og röð á fráögnina sem hann er að reyna að kokma til skila. Látið nemandann æfa sig á þessumorðum og öðrum samskonar með því að útskýra reglr í leik eða íþríottagrein.
- Látið nemandann gefa upplýsingar í heilum setningum fremur en að nota merkingarlaus og samhengislaus brot og smáatriði úr frásögn eða þegar hann svarar spurningum (hver,hvað ,hvenær, hvar ,hvernig og hversvegna.)
- Látið nemandann taka upp á snældu frásögn af einhverju sem hann hefur upplifað og fylgjast sjálfan með hvernig til hefur tekist.
- Fylgjist með því í hverju erfiðleikar nemandans við að koma reglu á mál sitt felast.(Þú sagðir mér að fyrst hefðir þú____,en síðan sagðir þú____:")
- Kennið nemandanum leið til að haldla sig við efnið.
- Ræðið í einrúmi við nemandann til að komast að samkomulagi um hvaða vísbendingar skuli nota,orð eða sýnileg merki svo sem "Hringvegur" eða bendingu til að gefa til kynna að frásögn hans sé farin út um víðan völl.
- Látið nemandann aðeins bregðast við grundvallarspurningum (hver, hvað ,hvenær,hvar,hvernig, og hvers vegna)
- Útbúið flæðirit eða hugsanakort um leið og nemandinn segir frá til þess að sýna honum hvernig hann skiptir um umræðuefni án þess að það eigi við.
- Gefið nemandanum dæmi um hvernig hann á að halda sig við efnið og látið hann gera það.
- Kennið nemandanum hvernig hann á að fara að ´því að leiðrétta misskilning.
- Gerið nemandanum grein fyrir því að misskilningur í samskiiiiptum fólks kemur oft upp.
- Útskýrið hve mikilvægt öllum er að gera góða grein fyrir þörfum sínum.
- Leggið til að nemandinn skýri mál sitt nánar (Ég hef kannski ekki talaðnógu skýrt.Ég ætla að segja þessa aftur.)
- Kátið nemandann umorða það sem hann er að segja og endurtaka þegar misskilningur kemur upp.
- Hvetjið nemandann til að spyrja viðmælanda sinn hvort hann hafi skilið það sem hann var að segja.
- Kennið nemandanum að átta sig á hvenær rétt er að skipta um umræðuefni.
- Nemandi sem stöðugt vill tala um það sama(er"fastur í einhverju")gæti verið með OCD og getur ekki skipt um umræðuefni.
- Biðjið nemandann að þagna og veita því eftirtekt hvort hinir nemendurnir eru hættir að tala um tiltekið efni og farnir að tala um annað.
- Notið sýnilega vísbendingu til að láta nemandann vita að skipt hefur verið um umræðuefni.
- Gefið til kynna að skipt hefur verið um umræðuefni með því að leggja áherslu á nýja umræðuefnið.
- Kennið nemandandum að taka tillit til viðmælanda síns.
- Kennið nemandandum hvernig hann á að gefa viðmælanda sínum vísbendingar um umræðuefnið.
- Leggið til að nemandinn greini frá aðalatriðum málsins í stað þess að hengja sig í smáatriði.
- Kennið nemandanum að segja skýrt og greinilega frá óskum sínum og því hvers hann þarfnast.
- Hvetjið nemandann til að þagna og átta sig á hvernig viðmælendum hans líður.
- Gefið dæmi um og æfið viðeigandi viðbrögð í samræðum.
- Kennið nemandandum hvernig á að skiptast á í samræðum.
- Bendið á aðra nemendur í bekknum til að sýna hvernig á að skiptast á orðum á viðeigandi hátt. Gerið ávallt viðeigandi athugssemdir(Ég var ánægð/ur) með hvernig Jón Bjarni beið þar til röðin kom að honum að taka til máls:")
- Æfið þetta í þar til Skipulogðum kennslustundum eða í góðu tómi heima.
Hérna kemur úr bæklingi sem Umsjónafélagið herfur sent frá sér um einhverfu.
Hefur þú séð einhvern sem er með einhverfu?
Ætla má að um 200 Íslendingar séu með einhverfu.Eflaust hefur þú séð einhvern þeirra á förnum vegi og líklega tókstu ekki eftir neinu óvenjulegu.Einhverfa er ekki fötlun sem sért utan á fólki, en hún birtist í öllum samskiptum og hegðun og hefur mikil áhrif á líf þeirra sem bera hana.
Hvað er einhverfa.
Einhverfa er heiti á samsafni einkenna sem tengjast truflun á taugaþroska. skyldar einhverfu eru aðrar raskanir á svonefndu einhverfurófi(austism spextrum),meðal annars 'odæmigerð einhverfaog Aspergersheikenni, en allar tilheyra þær flokki raksana sem kallast gagntækar þroskaraskanir. Ekki er hægt að greina einhverfu með lífeðlisfræðilegum prófum og er hún því greind með því að líta á þau einkenni sem birtast í hegðun.Til þess eru notuð ýmis þroskapróf,viðtöl við foreldra og beinar athuganir á hegðun.Raskanir á einhverfurófinu greinast oftast hjá börnum á leikskólaaldri, eftir að foreldrar eða aðrir sem ubmgangast þau hafa orðið varir við að hegðun þeirra sé í einhverju frábrugðin hegðun jafnaldra.
Hvernig lýsir einhverfa sér?
Tvær manneskjur með einhverfu geta verið mjög ólíkar, því misjafnt er í hvaða mynd einkennin birtast og hve mikla skerðingu þau hafa í för með sér. Það sem einkennin eiga oftast sameiginlegt að birtast á þremur sviðum:
- Geta til félagslegra samskipta er oftast skert. Þetta getur meðal annars l´lyst sér í því að einskalkingurinn forðast augnsamband við annað fólk og myndar ekki þau tengsl við aðra sem eðlileg eru miðað við aldur.
- Mál,tjáning og leikur þróast ekki eins og eðlilegt má teljast. Sumir læra aldrei að tala þrátt fyrir fullkomna heyrn. Aðrir eru altalandi en nota málið á sérstæðan hátt, endurtaka ef til vill sömu setningarnar aftur og aftur eða tala um sjálfan sig í þriðju persónu.l Margir eiga erfitt með að hefja eða halda uppi samræðum.Hjá börnum er leikur oft einhæfur og skortir þau getu til að leika þykjustuleiki og hlutverkaleiki (t.d. mömmuleik) á sama hátt og born á svipuðum aldri gera.
- Sérkennileg áráttukennd hegðun er áberbrandi hjá mörgum. Hún getur birst í ýmsum myndum .Allt frá því að vera einfaldar síendurteknaar hreyfingar, til ldæmis að rugga sér framm og aftur eða veifa hönudum,upp í flókin áhugamál sem einskorðast við mjög þröng viðfangsefni, svo sem tímaáætlanir strætisvagna. Um 70% fólks með einhverfu hefur einnig greindarskerðingu, en hún er mismikil. Talið er um 20% fái einkenni flogaveiki einhver tíma ævinar.. Mörg börn með einhverfu hafa ofvirkniseinkenni en önnur eru afar lítið virk. Svefntruflanir og truflanir á matarvenjum, sem meðal annaars birtast í einhæfummatarsmekk, fylgja oft einhverfu. Algengt er að fólk með einhverfu eigi erfitt með að sætta sig við breytingar á daglegri athafnaröð og sumir fá reiðiköst af litlu tilefni. Stundum koma fram alvalegir hegðunarörðuleikar, svo sem sjálfskaðandi hegðun.
Hvernig birtist einhverfa í daglegu lífi?
Nokkur dæmi:
- Þegar mamma kemur að sækja Kalla litla leikskólann Kemur hann hlaupandi á mðóti henni með bros á vör og faðminn útbreiddan. Palli bróðir hans sem er árinu eldri heldur áfram að leika sér og virðist ekki taka eftir því að mamma hans er komin. Þegar mamma kemur til hans og heilsar honum stendur hann á fætur og labbar fram í forstoru, en hann lítur ekki upp og svarar ekki kveðju mommu.
- Nína kann uppáhlldsmyndbandið sitt, Konung ljónanna, utan að. Afi er alveg steinhissa á því hvað stelpan er dugleg að fara með samtölin og syngja lögin úr myndinni. En þegar afi spyr Nínu hvað hana langar að gera í dag svarar hún út í bláin.
- Mamma hans Nonna fékk blómvönd á afmælisdagin sinn. Hún lagði vöndinn frá ser og fór að ná´í vasa Þegar hún kokm aftur var Nonni búinn að taka öll blómin og raða þeim í þráðbeina röð eftir ganginum.
Af hverju fá börn einhverfu.
Orsakir einhverfu eru lítið þekktar, þótt vitað sé að þær eru af líffræðilegum toga. Líklegt er um nokkrar orsakir séu að ræða. Vitað er að truflanir á einhverfurófinu geta verið arfgengar. Þá er vitað að í einstaka tilfellum kermur einhverfa í kjölfar smitsjúkdóma á meðgöngu eða í kjölfar ákveðinna efnaskiptsjúkdóma.
Hve algeng er einhverfa?
Flestar rannsóknir hafa sýnt að af hverjum 10.000 fæddum börnum greinast á bilinu 5 til 10 með einhverfu. Einhverfa er algengari meðal drengja en stúlkna. en á móti hverri stúlku sem grinist með einhverfu greinast þrír til fjórir drengir.
Hvaða þjónustu fær fólk með einhverfu?
Fólk með einhverfu á rétt á sérhæfðir þjónustu á öllum aldurstigum. Ssvið 4 á greiningar-og ráðgjafastöð ríkisins sér um greiningu barna með einhverfu og stefnir á að veita ráðgjöf til leikskóla og grunnskóla sem þjóna þeim.Öll börn sem greinast með einhverfu eiga rétt á sérhæfðum stuðningi á leikskóla og í grunnskóla, og við þrjá grunnskóla á höfuðborgasvæðinu starfa sérdeildir fyrir nemendur með einhvefu. Einn verndaður vinnustaður er starfræktur fyrir fullorðið fólk með einhverfu, en einnig starfar fólk með einhverfu á almennum vinnumarkaði. Fjögur sambíli fyrir fyllorðið fólk með einhjverfu eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu,eitt heimili fyrir unglinga og meðferðarheimili fyrir börn með einhverfu.
Er hægt að "lækna"einhverfu?
Einhverfa er í flestum tilfellum ævilöng fötlun. Með markvissri þjálfun og kennslu sem hvfst snemma á ævinni er þó hægt að draga úr eineknnum og byggja upp margs konar hæfni í námi og starfi. Í því samhengi er sérþekking fagfólks og samvinna þess við foreldra afar mikilvæg. Margskonar nálganir hafa verið notaðar við kennslu og þjálfun barna með einhverfu. Útbreiddustu kennsluaðferðirnar hér á landi eru TEACCH annars vegar og heildstæð atferlismeðferð og hins vegar,TECCH aðferðinn byggist á skipulögðu umhverfi og sjónrænum vísbendingum, sem erumikilvægar af því að flestir hafa einhverfu skilja betur það sem þeir sjá en það sem þeir heyra. Heildstæð atferlismeðferð felst í því að brjóta verkefni niður í örsmá skref, nota styrkingu fyrir hvert skerf og byggja þannig upp færni í félagslegum samskiptum,tjáningu .lleik skólanaámsgreinum og athöfnum daglegs ífs. Rannsóknir á árangri hennar lofa góðu.
Umsjónarfélag einhverfra.
Umsjónarfélag einhverfra var stofnað árið 1977. Það er félagsskapur foreldra, fagfólks og allra þeirra sem hafa áhuga á hagsmunarmálum þeirra sem hafa einhverft. Markmið félagsins eru m.a. að efla fræðslu umm einhverfu meðal félagsmanna og almennings:Félagið stendur vörð um hagsmunámál fólks með einhverfu og veitið aðstandendum þeirra stuðning. Félagið hefur gefið út fræðslubæklinga og bækur , Námskeið og ráðstefnur um einhverfu hafa verið haldnar á vegum félagsins.
Þetta tók ég upp úr bæklingi frá umsjónaféaginu og þangað er hægt leita betri upplýsinga.
'Eg við og þau hin
30.10.2006 | 10:32
Gunni frændi flottur gæi
29.10.2006 | 09:13
Farþegar verið tilbúin með vegabréf og farseðla
27.10.2006 | 11:35
jibbí systa skrifaði í gestabókina mína og það sást. Hún segir að hún ´sé búin að skrifa oft ja en það hefur verið blindskrift hkhihi .Í gær fór ég með 3hamstra í dýrabúðina svo þetta er að minnka,en Bryndís svarð svolítið súr af því að hún fékk ekki að kveðja þá en svo var allt í lagi.Fólk er alltaf að kvarta yfir hvað flugafgreiðsla er sein en í morgun sannaðist að það voru nú farþegarnir sem ekki voru tilbúnir að fara út í vél voru ekki með passana eða farseðlana tilbúna , þegar 180 farþegar eru að fara um litla stöð í einu ætti nú einhver hugsun að vera um að láta ganga hraðar og verðum við farþegarnir líka að vera hjálpleg og hafa vegabréf og farseðla tilbúna í hliðinu þá gengur allt hraðar,ég var að lesa á blogginu að einn nennti ekki að fara til útlanda vegna aukina öryggisráðstafana og fékk fín svör til baka, við þurfum ekki að taka allt heimilið með okkur í nokkra daga ferð og því síður þurfum við að hafa svona mikinn handfarangur þetta fer alveg út í öfagar hvað fólk ætlast til að hafa í handfarangur töskur sem eru svo stórar að ég er hissa að það teljist til handfarangurs.Jæja nóg um það varð þetta svolítið hugleikið því margt að þessu fólki fer oft út á ári og ætti að vera vant..
Fór á fund í þorrablótsnefndinni í gærkvöldi,jú þetta var allra vænsti hópur en mest allur fundurinn fór í að ræða hvort teppið sem ætti að setja á íþróttasalin væri vinrautt eða grátt, fyrir utan það sem fólk þagði eða talaði um að þetta væri dýrt og hvort aðkeyptir skemmtikraftar væru til í að koma en ekkert um að við sjálf ættum að gera eitthvað og ef maður sagði eitthvað þá var bara litið á menn og haldið áfram að tala um teppi.Vonandi verða næstu fundir skárri,ef ekki þá er þetta þorrablót fallið um sjálft sig, nei nú má maður ekki vera með neinn bölmóð,auðvita verður þetta besta blót sem haldið hefur verið.
lítð brot.
21.10.2006 | 22:04
einhverfa framald.
21.10.2006 | 21:58
Eflið skilning á félagslegum samskiptum.
*Nemandinn á erfitt með að ráða við nýjar og flóknar félagslegar að seæður vegna þess að hann þarf að túlka rétt og samtímis ótal margar visbendingar. Til þess að geta skilið til fulls bæði orðræður og önnur tjáskipti og brugðist við á viðeigandi hátt, þarf nemandinn að átta sig á félagslegum víbendingum.
- Notið myndir, kvikmyndir og hlutverkaleiki til að kenna nemendum að túlka þýðingar og miklar félagslegar vísbendingar og tilfinningar.
- Látið nemandann spá í tilfinningar sem hann hefur upplifað nýlega.
- Látið nemandann ræða tilfinningar sem bekkjarfélagi lætur í ljós á staðnum sem atburðurinn á sér stað.
- Biðjið nemandann að segja hvaða tilfinningar búi að baki orðum félaga hans með því að finna vísbendingar sem koma fram í máli hans(raddblæ,orðaval).
- Kennið nemandanum að þekkja og túlka líkamstjáningu annarra(handahreyfingar,líkamsstöðu,svipbrigði) til þess að hann skilji hvernig félagar hans taka því sem hann segir eða gerir.
- Fáið nemandann til að komast að því hvernig öðrum líður með því að spyrja þá.
- 'Utskýrið hvernig nemandinn getur ályktað um tilfinningar annarra út frá eigin tilfinningum.
- Látið nemandann hugleiða hvernig honum líður eftir að hafa verið með vini sínum.
Hvetjið til skilnings á orðaskiptum.
- Hjálpið nemandanum að skilja líkingarmál(slangur)sem félagarnir nota.
- Látið nemandann biðja um útskýringar þegar hann hefur fengið ónógar eða óljósar upplýsingar.
Eflið félagslega tjáningu.
- Hvetjið nemandann til að ná augnsambandi við þann sem hann ræðir við.
- Margir nemendur með taugarröskun örvast um of við að horfast í augu við aðra.Þeir geta ekki hlustað á einhvern og haldið augnsambandi við hann um leið.
- Ef augnsambandið veldur nemandanum óróa sýnið honum þá hvernig hægt er að þykjast halda augnsambandi með því að hofra á svæðið umhverfis augun (ennið, nefið).
- Kennið nemandanum að halda eðlilegu hljómfalli og raddstyrk þegar hann talar við aðra(tala ekki of hratt/of hægt, of hátt/ of lágt.).
- Segið nemandanum afdráttarlaust hvernig hann hefur staðið sig án þess að dæma hann .Bendingar, sem kennari og nemandi hafa áður komið sér saman um, koma hér að góðu gagni.
- Biðjið nemandann að anda rólega á meðan hann leitar að réttum orðum fremur en gefa frá sér merkingarlaus hljóð.
- Kennið nemandanum að draga við sig að svara þegar þess gerist þörf.(Má ég aðeins hugsa mig um?;;)
- Kennið nemandunum að nota orðfæri sem hæfir aldri hans.
- Kennið nemandanum að nota líkingarmál ( slangur) eins og félagarnir nota.
- Kennið nemandanum að nota slangur aðeins þegar hann talar við félagana en ekki við fullorðna. *Sýnið nemandanam mismuninn á viðeigandi orðfæri heima og í skóla.
- kennið nemandanum að tala af virðingu við aðra.
- Skilgreinið virðingu og hvers vegna hún skiptir máli.
- Kennið nemandanum að þakka félaga sínum fyrir sig.
- Kennið nemandanum að hrósa félaga sínum.
- Kennið nemandanum hvernig hann getur sýnt öðurm stuðning.
- Kennið nemandanum hvernig hann getur látið tilfinningarnar sínar í ljós með orðum (reið/ur).
- dopur/dapur, glöð/glaður, hrædd/ur.
- Látið nemandan byrja setningar með því að segja, Mér líður____________"eða segja hvernig honum líður í stað þess að spyrja hvað hann er að hugsa.
- Dæmið um hvort áhrifin af orðum nemandans eru í samræmi við tilfinningarnar sem hann er að lýsa. Látið nemandann vita af því ef svo er ekki.
- Kennið nemandu-anum að koma rökréttu lagi á samskipti sín við aðra.
- Kennið nemandanum aðferðir við skiplulagningu.Byrjið með því að láta nemandann segja til um hvaða uppplýsingar skipta mestu máli, hverjar næstmestu máli og svo framvegis.
- Hjálpið nemandanum að öðlast skilning á hugtökum sem notuð eru til að segja til um tímaröð(fyrst, næst eða fyrsta, annað þriðja") Látið nemandann æfa sig með því að segja félaga sínum frá kvikmynd með að nota þessi orð..
Nú geri ég hlé á þessari grein það eru þrjár blaðsíður eftir svo þetta verður framhald hjá mér á næstunni.
Það eru til margir bæklingar sem hægt er að nálgast um einhverfu,en svo má ekki gleyma systkynum þess einhverfa þau eru oft útundan eða skilja bara ekki af hverju systir eða bróðir eru svona og oft eru félagar þeirra ragir við einhverfa systkinið og vita ekki hvernig þeir eiga að koma framm ..
Félagleg færni Einhverfa
20.10.2006 | 11:30
.Grein sem mér áskornaðist.
Hér er smá lýsing einhverfs 12 ára barns Kyle.
Einmanna:
Hef engan til að tala við
Enginn vill leika við mig.
Að tala við ömmu og afa í síma langt í burtu.
Að vera með krökkum sem gera grín að manni.
Að eiga enga vini.
Að vera ekki boðið í afmæli.
Þegar fólk vill ekkert með mann hafa.
Krakkarnir benda á mann og gera grín að miskökum mans og klaufaskap.
Það er að vera einmana!!!!
KVÖL!!!!!!!!
Nemendur með taugaröskun eiga oft efritt með að hegða sér á viðeigandi hátt í samræmi við aldur sinn. Erfiðleikar við að rækta og halda sambandi við aðra stafa af því að þeir geta ekki:
.Tjáð hugmyndir og tilfinningar.
Skilið og brugðist við hugmyndum og tilfinningum annarra.
Vegið og metið afleiðingar áður en þeir taka til máls eða gera eitthvað.æ
Aðlagað sig nýjum og óvæntum aðstæðum.
Komið með nýstárlegar lausnir á erfiðum málum.+
Séð hvaða áhrif hegðun þeirra hefur á aðra.
Aðlagað viðbrögð sín nýjum aðstæðum.
Þar sem þessir nemendur eru oft ekki með á nótunum, eru bráðir í skapi, hvatvísir og haga sér illa í hópi vilja félagarnir oft ekki hafa þá með. Hætt er við að sjálfsmat nemanda sem svo er ásatt um bíði hnekki og að upp komi sálræn vandamál í kjölfar sífelldra vonbrigða í mennlegum samskiptum. Kvíði, flótti, einangrun og þunglyndi eru áberandi.
*Þegar ráðgert er að koma til móts við nemandann er rétt að hafa í huga að aldur hans með tilliti til vitsmunaþroska, hegðurnar og tilfinningaþroska er um tveir þriiðju-af því sem raunverulegur aldur segir til um. Til að mynda hagar 12 ára barn með taugaröskun sér oft á við 8 ára barn.
Þjálfun í félagsfærni er nauðsinleg
Leggið til að nemandi gangist undir sjón og heyrnarmælingu. Nemandi sem sér eða heyrir illa getur ekki notfært sér vísbendingar í formi mynda eða hljóða.
Gangið úr skugga um hvort lyfjagjöf er eins og bert verður á kosið og lyfin tiltæk þegar á þaarf að halda hvar og hvenær sem er, svo sem heima,í skóla og á íþróttaviðburðum.(innskot. ekki eru nærri allir sem þurfa lyf og eru mjög meðfærilegir).
*Svvo virðist sem meia beri á ýmiss konar áhættuhegðun hjá unglingum með taugaröskun sem þurfa á lyfjagjöf að halda og taka ekki lyfin, við óformlegar aðstæður (til dæmis í boðim eða á rúntinum á laugardagskvöldum.)
*Leggið til að nemandinn læri og þjálfist í félagslegri færni í félagsmótunarhópi.
*Hópefli er langbesti vettvangur til þess að þjálfa viðeigandi félagsleg færni.Hópeflið verður að vera viðvarandi, ekki tímabundið. Það ætti að vera undir stjórn sérþjálfaðs starfsmanns í náinni samvinnu við reyndan og sér menntaðan kennara sem veit hvernig hægt er að kenna hagnýtar aðferðir til að takast á við það sem úrskeiðis fer´í félagslegri færni.
Kennið félagsfærni
Til þess að hægt sé að búast við að nemandi hagi sér á viðeigandi hátt í félagslegum samskiptum verður að kenna honum hvernig á að fara að æfa færniþættina til að áángur náist.
*Stundum hefur nemandi lært hvernig hann á að haga sér, en getur ekki beitt þekkingu sinni.
Ræktið meðvitund um eigin tilfinningar.
*Takmarkið hin óteljandi hugtök yfir tilfinningar við fjögur lýsingarorð sem tjá meginntilfiningar.reið-ur, döpur/dapur,glöð/glaður,og hrædd-ur. Kennið nemandanum að nota þessi orð til að átta sig á tilfinningum sínum og greina þær.
*Biðjið nemandann að segja frá einhverjum liðnum atburðum þegar hann upplifði sérstaka tilfinningu. Notið þessi dæmi til að nemandinn geti áttað sig á tilfinningum sínum við aðrar aðstæður.
*Spyrjið nemandann hvort ímynd hans sé jákvæð í augum bekkjafélaganna.
*Biðjið nemandann að leggja mat á og segja frá því hvaða persónueinkenni séu viðeigandi og hver ekki .Hjálpið nemandanum til að sigrast á óæskilegum persónueinkennum.
*Stingið upp á því að nemandinn biðji einhvern fullorðin sem hann treystir að benda sér á atferli sem fer fyrir brjóstið á viðmælandanum.
Hér ætla ég að gera hlé á greininni hún er dálítið löng en þetta kemur seinna og líka nóg að hugsa um þetta í bili það eru margar svona greinar og handbækur sem við sem eigum einhverf börn og börn með skyldar raskanir geta fengið maður er bara ekki nógu duglegur að finna þær.En umfram allt þá þarf almenningur að fá skýra mynd af einhverfunni sem er mjög einstaklingsbundin, t.d. sonur minn er með ódæmigerðaeinhverfu og röskun á tilfinninga og félagslegasviðinu, en ég er svo heppin að eg má alveg faðma hann og knúsa hann ýtir manni ekki frá sér , og honum gengur mjög vel í náminu, þó að félagslega hliðin gæti verið betri, en hann á góða bekkjafélaga og yndislegan kennara og aðstoðarkonu sem fylgir honum að mestu í skólanum. En heima vill hann ekki fara út því að oftast verður hann fyrir aðkasti annara barna í hverfinu en samt eru það ekki allir sem betur fer , en krakkarni hafa kannski ekki skilning á hans fötlun,í þeirra augum er hann bara skrítin og snöggur að verða reiður og sár. En í sundfélaginu gengur allt betur og krakkarnir þar eru farnir að koma betur fram við hann enda er útskýrt fyrir þeim af þjálfaranum hverngi Elvar er og guð´sé lof þetta eru svo yndislegir krakkar að þau segja ef eitthvað er æ þetta er nú bara hann Elvar og snúa sér að öðru.Sum eru nú samt svolítið rög við hann vita ekki hvernig á að koma framm við hann en læra það fljótlega. Og í vetur hefur allt gengið vel.Skrifa restina að greininni seinna svo eins og í góðri sögu þá segi ég framhald:
sma af heimilisfólkinu
20.10.2006 | 10:27
daginn og veginn
19.10.2006 | 11:15
Tölvan læknaði sjálfan sig
17.10.2006 | 15:46