daginn og veginn

duglegur og stór
Svalur Borgaði inn á ferðinna í gær þvílík sæla, ég er víst að fara til Köben  í frí.Krakkarnir vita ekki enþá að við erum að fara nógur verður nú æsingurinn samt, þegar þau vita að við förum bara tvö og þau verða hjá afa og ömmu.Byrjaði í gær að fara í göngutúra ,svona í leiðinni að ég labbaði með krökkunum í skólan,fór síðan í 30min göngu,þolið er bara nokkuð gott, en ég skil ekki af hverju sama hvað ég æfi að þessi bruna tilfinning í fótunum skuli aldrei minnka.væri betra að spikið myndi brenna frekar en að verkja svona í fæturna. Hamsturófétið slapp aftur í nótt Bolli sá hann skjótast undir sjónvarpið og kallaði á mig (sem var sofandi ) til að hjálpa sér að ná þessu kvikindi aftur, nú fara þeir í gæludýrabúðinna þetta er of mikið eða þannig.Elvar Kári er í samræmdumprófum í dag og á morgunn, hann er nú bara í 4 bekk, þetta er farið að ganga út í öfgar þessi samræmdu próf, hann var svolítið stressaður yfir þessu og sagðist ekki geta neitt, en í gær var hann svo fljótur að gera verkefnin sín án hjálpar að þetta ætti ekki að vera neitt mál fyrir hann, en þetta er aðeins út af venjunni og það hentar honum ekki(er með ódæmigerða einhverfu) en var orðin sáttur þegar ég skildi við hann í skólanum.Myndin sem ég er að mála er langt komin þarf aðeins að fínisera hana,svo tek ég mynd af henni og set á bloggið mitt.Það hefur snjóað í fjöllinn en rignir hérna í bænum, hressandi veður og gaman að fara út að ganga . Í hádeginu ætla ég svo að fara í Graviti á Bjargi,um að gera að púla nóg.Svo eru ferðirnar með krakkana á æfingar bara 2staðir í dag annars eru þetta 3til 4 staðir fram og til baka og frá 15.30 til 18 alla daga svo fer ég í leikfimi kr 19.30.en þetta er bara fínnt allir ánægðir og  hressir.Í kvöld er svo saumaklúbbur hjá Sigrúni og annað kvöld út að borða með Lions og svo gætum við farið á laugardagskvöld líka út en það er aðeins og mikið fyrir mig svo ég ætla að sleppa laugardagskvöldinu og vera bara heima með grislingunum.Ragnar er orðinn svo stór en mér fynnst svo stutt síðan hann var bara lítill ponsa og bauð öllum sem við hittum góðann daginn með þessu líka bjarta brosi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er aldeilis nóg að gera hjá þér. Njóttu ferðarinnar til Köben. Gaman að lesa bloggið þitt. Jórunn xxx Jú, og eitt enn, Mér finnst það líka öfgar að hafa þessi samrændu próf í 4. bekk.Hlakka til að sjá mundina.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.10.2006 kl. 12:35

2 identicon

hæ hæ

var að skoða myndir! myndin með Ragnari og Elvari þarna á jólunum! líta báðir út eins og þeir séu mikklu eldri! Raggi um 15 og Elvar 12!! svo myndarlegir líka!

asnalegt að hafa samræmd próf fyrir svona unga krakka! það er ekkert svona hérna!

knús

K

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband