Lítið á bloggið hennar Bryndísar
6.12.2007 | 18:46
hæ ný frænka
2.12.2007 | 23:28
hæ ég er hérna ennþá Raggi ritskoðar núna og elvar líka. kisa sofnuð .Hérna er allt í ró og spekt . Bolli og Raggi búnir að vera veikir en við hin sleppum ennþá ,hérna snjóar eða þannig indælisveður kalt og blautt .annars tíðindalaust að mestu nema Inga Dögg frænka mín er dugleg að fjölga mannkyninu og eignaðist 3 stelpuna í nótt 2des.Braut þar með hefðina þvi við erum vön að annað hvort koma tvær stelpur og einn strákur eða 2 strákar og ein stelpa. En Inga er ekki vön að vara þessa vanalegu leið.Innilega til hamingju með litlu dömuna.
er ekki búin að fá mynd en daman er örugglega svona gerðaleg.
kötturinn hertekur heimilið /smá frá Tallín
15.11.2007 | 09:45
Ætli fólkið mitt fari ekki að fá leið á kerlingunni. Það voru nokkrir fundir í gær hjá mér stjórnarfundur,foreldrafundur og saumaklúbbur auðvitað en þetta tókst með miklum ágætum.Og ég þurfti meira að segja að tala svolítið á foreldrafundinum ,því ég er gjaldkeri.uff.En þetta var bara gaman. Og met þáttaka foreldra venjulega höfum við verið 3 á fundi en við vorum teknar í stjórn,en það mættu 7 foreldrar sem er met síðan ég byrjaði .
Lady Mjása er að hertaka heimilið og snýr öllum um loppur sér og lætur óspart vita ef henni vantar eitthvað, svo er hún eins og stelpan í bangsa söguni um 3 bangsana. prófa öll rúminn hvaða rúm er best og týnist oft einhverstaðar í húsinu .Svo finnst henni tölvur athyglisverð tæki og allir pennar og blýantar.Nún fylgist hún með af áhuga hvað ég er að prennta inn á bloggið .Hefur verið rithöfundur í fyrra lífi
Núna finnst henni þetta full langt gengið fær enga athygli hjá mér, og ætlaði að leggjast á lyklaborðið.
Annað ferðin til Tallin var alveg dásamleg veðrið var að vísu íslenskt haustveður en gott ,gamli bærinn í tallin er svo fallegur húsin skreytt og steinlögð stræti,fólkið yndislegt og ekki þetta stress eins og hérna heima hefði getað verið viku í viðbót.Fórum í þjóðgarð að vísu sást ekkert nema þráðbein tré en svo líka margt sem gaman var að sjá ,fórum í hörverksjmiðju , og þar misstu margir sig í kaupæðinu,kastala skoðuðum við og enduðum með að borða í gamalli sveitakrá og fengum yndislegan góðan mat,enda allir orðnir svangir,og skemmtum okkur vægast sagt mjög vel.
Maturin í tallin var alveg æðislegur og aldrei lenntum við á slæmum veitingarstað ,nema á einum ítalskum stað var þjónustan frekar sein en maturin góður. Mikið af skóbúðum og mynjagripaverslunum.Ég skildi þetta með skóbúðirnar því þetta fólk labbar mjög mikið.En sem sagt æðisleg ferð .
Nú fylgist Lady Mjása með og ritskoðar hvert orð ,hafiði vitað annað eins köttur sem fylgist með svo ég skrifi ekki einhverja vitleysu á bloggið ,það ættu kannski fleirri að hafa svona ritskoðun hihihihihi.S
Æt.
Svona var nú maturinn girnilegur á hvítlaukstað sem við fórum á.
Rétttrúnaðarkirkjan ofboðslegafalleg,.síðar....
Betur suður skroppið
13.11.2007 | 20:30
Um helgina var 30 ára útskriftarafmæli árgangsins í mosó,og auðvitað fór mín ekki en dauðsé eftir því eftir að hafa skoðað heimasíðuna sem þau útbjuggu í tilefni afmælisins,en ég mæti næst tek flugið suður í höfuðborgina og þá sleppa þau ekki svo auðveldlega við mig hihi þetta er mjög góður hópur og fjörkálfar miklir.sjáumst næst .
'Eg hef ætlað að setja myndir inn á siðuna mína í nokkra daga en ekki tekist,var að kaupa mér nýja myndavél og auðvitað fylgdi henni enn eitt myndvinsluforritið, sem betur fer eru nokkur í tölvunni því að ég eyddi næstum öllum myndunum úr ferðinni 'I Tallín en sem betur fer setti ég inn á mörgum stöðum þannig að núna slapp ég við skrekkin,en ég fékk vægast sagt sjokk nú ætla ég að vista svo þetta fari ekki aftur út í bláinnHérna eru örfáar blómabúðir.
Ráðhúsið set fleirri mydir seinna
hæ og hæ ey
10.11.2007 | 23:38
já ég ennþá hérna tók mér bara smá frí ,eða þannig.Litla gjaldkerastaðan hjá íþróttafélaginu hans Ragnars tekur aðeins meiri tíma en ráð var fyrir gert. Svo var ég að mála stofuna og kaupa ný ljós ´við borðstofuborðið svo ætla ég að halda áfram í næstu viku að mála og mála þá forstofuna síðan stigann og stigaganginn og rífa restina af teppinu og svo framvegis.+
'I dýragarðinn minn hefur bætst við eitt dýrið. Haldiði að ég sitji ekki uppi með gullfallegann ketling sem enginn vill kannast við að eiga.Skýrðum við hana Lady Mjásu. Pabba fynnst mjásu nafnið ekki fallegt en hún gegnir því.Svo núna eru 5hamstrar 2 gullfiskar 1 páfagaukur og kisi.Já og svo Sveigur en hann er nú í sveitinni hjá tengdó.Fjörugt á þessu heimili svo má nú ekki gleyma skæruliðunum mínum, vinum þeirra finnst nú nóg um alla dýraflóruna (og mér líka) en hafa bara gaman af þessu .Ja nú er ég hætt að sjá á tölvuna, bara að láta vita ég er ekki hætt að blogga.
Seinheppin ooo
27.9.2007 | 16:14
já það má nú segja að ég hafi verið seinheppin í morgun,ég er að leysa húsvörðinn af meðan hann skrapp til Mallorka,og til þess að ná að gera allt sem þurfti að gera fór ég aðeins fyrr í vinnuna í morgun(05.30)allt í góðu með það .Kíki á textavarpið allt í lagi með flug nema tll Vestmanneyja og Ísafjarðar.Svo mín drífur sig i verkinn,klukkan rúmlega 7 er búið að fresta flugi til rúmlega 8 vegna hvassviðris um allt land oj hugsa ég hefði ekki þurft að koma fyrr því engir farþegar eru að þvælast fyrir mér og þegar ég fór kl 12 var búið að fresta flugi til 14.10 og svo framvegis.Hefnist manni fyrir að ætla að hafa rúman tima til að gera verkin sín eða hvað!!!!!!¨!!
En hér blása vindar frekar hlýjir vindar að vísu 13 stiga hiti.Krakkarnir á sundæfingu ,er að fara sækja þau og fara með Ragga á æfingu held að ég sé í æfingu að fara m eð þau á æfingu hvað haldið þið.
Ég ætla ekki að loka ´mínu bloggi enda ekkert það sem ætti að valda neinum usla,og ef einhver verður sár þá get ég sent viðkomanda góðan pástur Nú lítur sonur minn á mig undrandi ,hann er oft hissa á henni mömmu sinni finnst hún svolítið skrítin svo ekki sé meira sagt.En okkur líður vel það er fyrir mestu.l
Einvherfugrein úr Fréttabl.
26.9.2007 | 15:17
Ég rakst á þetta í Fréttablaðinnu í gær 25 sept.Læt greinina fylgja með vonandi er það ekki ritstuldur.
Út úr einhverfunni
Dagana 29 sept. til 2 okt mun Daninn Stanley Rosenberg halda námskeið hjá Félagi hofuðbeina-og spjaldhryggjajafnara um aðferðir til að hjálpa einhverfum úr innilokun sinni og koma þeim til félagslegrar virkni.
Gunnar Gunnarsson sálfræðingur hefur sérhæft sig í höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun og unnið við fagið samhliða sálfræðinni í tíu ár. Hann segir Rosenberg telja að svipaðar streitutengdar,liffræðilegar forsendur geti legið að baki einhverfu,þunglyndi og öðru firrtu ástandi.
"Stanley vill ekki meina að einhverfa sé meðfædd heldur verði hún langoftast til við eitthvert áfall hvort sem er fyrir fæðingu, í fæðingu eða eftir fæðingu og telur hann jafnvel að bólusetningar geti valdið því að börn hvökkvi svona inn í sig."segir Gunnar og bætir því við að það sama geti gerst þegar fullorðnir verði fyrir áfalli."Þá getur fólk hrokkið svona inn í sig með þeim afleiðingum að það hættir að geta tjáð sig en það er yfirleitt kennt við mjög djúpt þunglyndi".
Gunnar segir aðferðina til að losa fólk út úr þessu ástandi nást með höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun."Aðferðin byggist á því að virkja á ný höfuðtaugarnar sem stjórna heyrn,sjón andlitsvöðvum,tungu og fleiru til að opna fyrir samskipti á ný."segir Gunnar og nefnir dæmi drengin William sem hefur náð sér ótrúlega vel af einhverfu."Þótt maður geti aðeins merkt að hann´sé stirður í tali þá er hann í framhaldsmenntun og á kærustu þannig að hann er farinn að lifa lífinu."Námskeiðið er ölli, opið en Gunnar segir þá ganga fyrir sem hafa lært höfuðbeina- og spjaldhryggjajöfnun. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.cranio.cc
þetta skrifar sigridurh@frettabladid.is.
Ég vona að enginn verði fúll þó ég hafi þetta upp úr fréttablaðinu ,fannst þetta bara svo athyglsivert þarna er kominn enn ein kenningin um einhverfu og hver segir að hún geti ekki verið´rétt alla vegna skaðar það engann að prufa þessa aðferð ,því ég hef bara góða reynslu að höfuðbeina -og spjaldhryggjajöfnun og reynum við ekki flest til að gera börnunum okkar lífið auðveldara ,ef von er um að þeim líði þó ekki nema aðeins betur .gaman væri að fá aðeins umræðu um þetta.
Elvar
21.9.2007 | 16:47
Hver getur ýmindað sér að manni geti þótt svona rosalega vænt um þegar einhverfi drengurinn sinn fer til vina sinna í heimsókn,þó svo að hann endist ekki lengi ,bað um að sækja sig eftir klukkutíma.
Ég spurði viltu ekki bara fá að hringja þegar þú vilt koma heim ,jú það þótti honum nokkuð sniðugt.og viti menn það leið rúmur klukkutími áður en hann hringdi, og bara af því að vinur hans þurfti að fara til læknis.En annað er svo leiðinlegra ,við erum búin að fá nýja nágranna og nú þegar skólinn byrjaði þá fannst drengnum sem er nýfluttur sniðugt að gera grín að Elvari og hrinda ,þeir hafa aldrei kynnst kannski sést í skólanum, og nokkrum dögum síðar hjólaði hann fram úr þeim bræðrum á leið í skólan og frussaði framan í Elvar,þetta særir ,en Elvar tekur þessu með mestu rósemd,"hann var bara að stríða mér í þetta sinn" sagði hann.Enda vanur ýmsu á leið í og úr skólanum,oft komið grátandi eða þeir náðu mér ekki í þetta sinn.
Hvernig fara krakkar að því að sirka út einhvern sem er ekki eins og aðrir en eru samt ekkert að kássast í öðrum krökkum.
En þegar á heildina er litið höfum við verið heppin með strákinn okkar,rólegur og duglegur og gengur frábærlega í námi margir hafa það verr en við ,en hvernig á maður að útskýra fyrir dreng að hann sé með ódæmigerðaeinhverfu þegar maður skilur kannski ekki alveg sjálfur hvað er í gangi? meira seinna.
daginn og veginn.
21.9.2007 | 16:35
´Nú brosi ég allan hringin fékk kauphækkun´í gær meira en ég hefði látið mig dreyma um,svo eitthvað vill fólkið halda í migsvo nú er um að gera að halda upp á herleg heitin.Kannski ég opni líkjörin sem ég keypti fyrir jólin í fyrra hiihiiii.Nú á ég frí í heila 2 daga og ætla ég að njóta þess vel.Tendamútta verður 80 ára 25sept. og ætlar hún að bregða sér til höfuðborgarinnar .Svo við fáum bara veislu þegar hún kemur aftur.
Nú er verið að taka upp kartöflur á höfuðbólinu,en mín neitaði að taka upp þetta árið get bara ekki legið á hnjánum tímunum saman út í kartöflugarði svo þeir bræður á Bjargi gera þetta til skiptis.
Sveigur karlinn er allur að hressast við héldum að hann væri að drepast í sumar ,en hann þolir hita illa.þetta stóra flikki.
Við fórum á bókasafnið ég og strákarnir,og held ég að Elvar Kári hafi tekið einar 25 bækur bæði myndabækur og til að lesa eins og ég segi.Við Ragnar vorum aðeins hógværari tókum aðeins 11 hvort okkar.Þarna sjáið þið þó að þeir séu miklir tölvukarlar þá lesa þeir mikið já mikið.Bryndís er að sjá að það er gaman að lesa sjálf,og það er gaman að heyra hana lesa upphátt.
Gömlu brýnin eru að spóka sig á spáni ,hringdu um daginn voru þá á laugarbakkanum og nutu lífsins vel.Nú líður að því að ég leggji land undir fót og er aðeins farið að kitla í magan .
Kata og Vífill
20.9.2007 | 15:13
Þetta eru útskurðarmyndir sem pabbi er gera fyrir mig til að setja fyrir utan lítin sveitabæ sem teindapabbi smíðaði og hafa þessi blessuð hjón hlotið nafnið Vífill og Katrín eftir mági Bolla og systur, þetta eru myndarlegustu hjón sem eiga eftir að sóma sér vel í sveitinni.