ekki öll vitleysan eins,Herra flugverndarstjóri
18.9.2007 | 22:45
ja nú er ég búið að leysa flesta af í vinnuni bara eftir að leysa flugumferðarstjórana af hihihi alltaf gaman á flugvellinum.Nú er búið að ráða nýja skrúbbulínu á hina vaktina er búin að vera að kenna henni á moppuna og það sem því fylgir.En á morgun má ég sofa til 7 langþráð í stað 5.En samt ekki í fríi , er að þrífa morgunvélina þennan mánuð,Og passa að enginn setji sprengju í vélina eða þannig hiiahiahaihaihaiahahiaia.Þetta var nú bara findið.
Annars er allt gott að frétta við erum búin að fá sýkið fræga á flugvöllin og ætlum að selja aðgang að þvi( framkvæmdir við að laga og bæta við flugskýlin) alveg passlega stórt. Og svo getur flugvallarslökkvuliðið haft gætur á síkinu því að það er beint fyrir framan gluggan hjá þeim.Svo er verið að byggja 2 ný flugskíli og gengur það frekar hægt,því heillengi vissu þeir ekki hvernig átti að taka klæðninguna úr umbúðunum en þetta er til bóta því að nú fjúka umbúðirnar um allt bílastæðið ,og þakið kemst kannski á fyrir áramót .Svo er búið að grafa allt langtímabílastæðið í sundur,eins og ekki hafi verið nógu vont að finna sér stæði ,en þeir eru greyin að laga þetta svo fínt að maður þarf ekki að vera í vöðlum til að fara á milli húsa.
Annars er allt við það sama hérna á úti á landsbyggðinni,við förum öðru hverju úr torfkofunum og lítum í Bónus og aðrar fínar verslanir á Glerártorgi alveg merkilegt hvað við höfum mikið af þessum búðum og líka bíó 2 stikki ,jæja nóg af þessari vitleysu alveg að tapa þessu litla sem ég hafði eftir að heilasellunum átti eftir .
smá skrif
15.9.2007 | 21:11
Það er búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarið, svo að ekkert hefur verið skrifað,fór í saumaklúbb á Grenivík í gær og skemmtum við okkur mjög vel.En hef ekki haft rænu á að gera mikið meira. Nú er bara um mánuður þangað til við förum til Tallin eða hvernig sem það er skrifað og erum við farin að telja dagana.
Tendómútta verður áttræð 25 sept og ætlar hún að gera víðreist og fara til höfuðborgarinnar ,og fara fínt út að borða með börnum og barnabörnum.
Tölvu hræðslan að réna
5.9.2007 | 09:09
jam og jæja er búin að vera með tölvu fælni og ekki nennt að blogga og er búin að fá skammir fyrir en nú stendur það til bóta er farin að nálgast tölvuna með varúð en kveiki á henni öðruhverju.
Hér gengur allt sinn vana gang krakkarnir komnir í skólann og viti menn labba í og úr skólanum þetta tók bara nokkur ár að koma þessu á og ekki við góðar undirtektir prinsessunar en nú gera þau þetta allt með bros á vör.En nú reynir Elvar á hverjum morgni að segja mér að hann sé svo kvefaður að hann geti ekki farið í skólan, en mamma er grimm.Í gær fór ég með Ragnar og Bryndísi í klippingu sem er ekki frásögu færandi nema ég hef alltaf klippt Ragnar síðan hann var 2 ára og nú fannst mér timi komin að drengurinn sem er 12 ára fengi góða drengjaklippingu og var hann bara alsæll með þessa ferð en sagðist hafa verið full ánægður með klippingu mömmu sinnar , en þetta var allt annað og flott klipping en hann hélt skottinu (taglinu) sem hann er búin að vera með i nokkur ár .
Svo á sunnudag fórum við í búð til að kaupa svefnsófa handa Ragnari og lengi vel mátaði hann svefnsófa lagðist flatur og settist og gott ef hann snéri sér ekki á haus.Svo að lokum valdi hann sér grána sóffa og virtist bara nokkuð ánægður og áttum við að fá sóffan daginn eftir.En um kvöldið kom minn til mömmu sinnar ekki alveg sáttur og sagðist ekki vilja fara úr gamla rúmminu sínu það væri nokkuð heilagt (gamla rúmið okkar Bolla) ég sagði að það væri allt í lagi við settum bara nýja sóffan í stofuna meðan hann væri að venjast tilhugsunni um að fara í nýja rúmmið.Þá gat drengurinn farið að sofa .En mikið rosalega er nú gott að hafa þennan sóffa í stofunni það er svo gott fyrir þreyttar mömmur að leggja sig í honum hihihihihihihihihi. En pabbinn vill að sóffinn fari upp , en hver segir að hann ráði nokkru um það.
Í búðar ferðinni fann prinsessan mín rúm sem henni langaði í auðvitað bleik koja úr járni og plasti með skúffum og skrifborði,móðirin sagði með skrítnum svip á andlitinu þetta brotnar nú strax svo ert þú ný búinn að fá rúm ( sem að vísu hún sefur sjaldan í ).útrætt mál.
Ég er búin að bæta við mig aðeins meiri vinnu á flugvellinum nú þríf ég morgunvélina á kvöldin já , svo nú vinn ég fyrir Flugstoðir aðrahverja viku og Flugfélag Íslands á kvöldin og hver haldið þið að borgi betur. hihihihihihih.Þetta er nú bara tímabundið en ágætt,og fæ að bruna um völlin þegar vélinn er dreginn inn í flugskýlið alltaf fjör hjá mér .
Um síðustu helgi var mér boðið í 30 ára afmæli bróðursonar míns,þetta vex manni yfir höfuð áður en maður veit af stutt síðan ég var að passa kauða með eldrauða hárið,og nú þarf ég að líta upp til hanns í bókstaflegri merkingu.Svo kom bróðurdóttir mín í heimsókn í mýflugumynd var að koma úr brúðkaupi,alveg fullt að gera .
já þetta ætla ég að láta nægja í bili nú ætti ég að fara að gera eitthvað af húsverkunum en þegar þessi frábæri sóffi blasir við mér er freistandi að prófa hann aðeins betur og vita hvort ekki sé hægt að dreyma eitthvað gott um framtíðina .hahahahhahhahahahhahhahahhhahahhahahahahahahahahah
lugga dugg enn og aftur
25.8.2007 | 20:36
Jæja er nú farið að læsa blogginu hjá liðinu ,það finnst mér nú leiðinlegt að sjá að ekki sé hægt að hafa blogið sitt í friði fyrir einhverjum perrum eru enginn takmörk fyrir þessu.
En hvað um það hérna er allt í sómanum skólinn byrjaður og ég með hreingerningaræði heima og að heiman.Aumingja Bryndís fékk sjokk því að ég hreinsaði til i fataskápnum hjá henni,enda var hún að fá fullt af fötum og þau komust ekki fyrir svo eitthvað varð að vikja.Svo allar stuttu buxurna fóru í hjálpræðisherinn og mín eftir á brókinni nei ekki svo slæmt. Raggi situr hérna við hliðina á mér og hamast á psp tölfunni sinni, þeirri nýju hin endtist ekki nema eitt og hálft ár en hún var í ábyrgð svo við fengum nýja í staðin. Annars er ekkert að frétta
Einhverfugrein til í sænsku tímariti
13.8.2007 | 18:16
Heim úr sveitinni
13.8.2007 | 18:11
Kominn úr sveitinni er búin að vera í fellihýsinu í viku í sveitinni ,sem var alveg æðislegt pabbi mamma Ármann og Ragga komu á húsbílnum og gistu líka,Kata systir Bolla og hennar maður voru líka í tjaldvagni og svo kórónaði Bolli með því að kaupa stórt samkomutjald og strengja ljósaseríu á milli tjaldana svo þarna var tígurleg tjaldborg og allur aldur leyfilegur líka 18-23,Þó svo að við séum á Eyjafjarðasvæðinu.Svo var handvegshátíðin um helgina og var hún alveg frábær.við fórum alla 3 dagana.
Sveigur var ánægður með þessa viku og svaf alltaf við tjöldin og vék ekki frá okkur og laumaði sér stundum á nóttuni inn í fortjaldið hjá Kötu .Það lá oft við að fólk keyrði út af við afleggjaran hjá okkur því það er nú ekki vanalegt að þarna sé svona tígurleg tjaldborg.
næstum lifandi.
1.8.2007 | 10:13
er löt að skrifa þessa dagana nýbyrjuð að vinna aftur og tölvan ekki freistandi eftir vinnu. þetta kemur seinna.
Það er ný grein í Lifandi Vísind nýjasta blaðinu um einhverfu ættuð að lesa hana.
komin heim
19.7.2007 | 14:46
Komin heim úr suðurferðinni eða skírninni hans Daniels Magna sem han Hjörtur Magni skírði .Við gistum fyrst í Húsafelli eftir að hafa keyrt marga hringi til að fá stæði því allt var yfirfullt þar en náðum síaðsta stæðinu uff.'Attum þar skemmtilegt kvöld með varðeldi og skemmtiatriðum.Héldum svo í Mosfellsbæin og ætluðum að gista á tjaldstæðinu það en nei takk þar er ekki tekið á móti fellihýsum bara tjöldum, 'eg sendi mínum gömlu heimaslóðum ekki góðan tón þann daginn ,en við hröuðum okkur í Grafarholtið til að skipta um föt fyrir skírnina og til að geyma fellihýsið ætluðum bara að fara í Laugardalinn seinna um kvöldið .Skírnin var alveg indisleg og veðrið gott og áttum við góða stundir með ættingjunum.Eftir veislu var farið að huga að næturstað,pabbi sagði okkur bara að drífa fellihysið upp á tún hjá sér sem við og gerðum og fékk það tjaldstæðið 10stjörnur frábært veður og aðstaðan hin besta kærar þakkir fyrir okkur.Svo er auðvitað fótboltamót hjá Bryndísi næsta laugardag.
Ég
var að þrífa fiskabúrið áðan og var að taka dæluna úr sambandi þá fékk ég þetta gífulega rafstuð var auðvitað blaut á höndunum en rafmagnið sló út en verkjar enþá í hendurnar .alltaf í stuði.smá skot.
13.7.2007 | 16:33
hæ ho nú líður senn að því að við birtumst á suðurlandinu til að fara í skírnaveislu hjá Díu og Mark í Mosó allir orðnir spenntir erum að klára að pakka og Guðrún er að setja smáfléttur í stelpurnar og gengur á ýmsu strákarnir berjast með sverðum uppi svo við höldum okkur bara á öruggu svæði niðri í stofu Raggi er duglegur að hafa ofan af fyrir Róberti hinum noska víkingi og meira segja Elvar er farinn að leika með þeim og þá er nú mikið sagt.Nú rignir aðeins hér norðanlands en ekkert að ráði.
Fór í gær og fyrradag að þrífa flugvél, verið að kenna mér á sístemið svo þetta komi nú rétt frá mér, það gengur víst á ýmsu þar og sú sem vinnur á móti mér alveg að klikkast.En hún fer nú fljótlega í frí og ég tek við ósköpunum .Svo er að vita hvort ég fæ kauphækkun en það er víst fullmikil bjartsýni.
oooæ nú er ekkert meira að segja í bili .
Góð ferð um Snæfellsnesið
5.7.2007 | 16:49
Komin úr ferðalaginu brún og særleg áttum yndislegt ferðalag um Snæfellsnesið og suðausturlandið og alltaf í sól og hita en erum komin heim í rigningu og þoku sólin lét aðeins sjá sig í dag en hætti svo við og hvarf á milli skýjana.´Guðrún frænka og krakkarnir hennar komu með okkur og ætla að vera einhvern tíma hjá okkur.Og mér gengur bara nokkuð vel að skilja norska frændan minn hann Róbert ,hann er duglegur að reyna að tala íslenskuna þó að hann tali hana sjaldan heima í Noregi.
Snæfellsnesið var alveg dýrðlegt margir fallegir staðir og gott að vera á Stykkilshólmi,þar vorum við á tjaldstæðinu í nokkra daga,fengum okkur pylsur í heimsins besta pylsuvagni þó víða væri leitað,fórum á vatnasafnið það var skemmtileg upplifun en þó svo einfalt.Norska húsið skoðuðum við og fórum í hákarlasafnið það var skemmtun hin mesta.Skemmtum okkur með Lionsfélaginu sem Bolli er í og margt fleirra.Meira seinna