kötturinn hertekur heimilið /smá frá Tallín

Ætli fólkið mitt fari ekki að fá leið á kerlingunni. Það voru nokkrir fundir í gær hjá mér stjórnarfundur,foreldrafundur og saumaklúbbur auðvitað en þetta tókst með miklum ágætum.Og ég þurfti meira að segja að tala svolítið á foreldrafundinum ,því ég er gjaldkeri.uff.En þetta var bara gaman. Og met þáttaka foreldra venjulega höfum við verið 3 á fundi en við vorum teknar í stjórn,en það mættu 7 foreldrar sem er met síðan ég byrjaði .

Lady Mjása er að hertaka heimilið og snýr öllum um loppur sér og lætur óspart vita ef henni vantar eitthvað, svo er hún eins og stelpan í bangsa söguni um 3 bangsana. prófa öll rúminn hvaða rúm er best og týnist oft einhverstaðar í húsinu .PA260196Svo finnst henni tölvur athyglisverð  tæki og allir pennar og blýantar.Nún fylgist hún með af áhuga hvað ég er að prennta  inn á bloggið .Hefur verið rithöfundur í fyrra lífiPA260217Núna finnst henni þetta full langt gengið fær enga athygli hjá mér, og ætlaði að leggjast á lyklaborðið.

 

Annað ferðin til Tallin var alveg dásamleg veðrið var að vísu íslenskt haustveður en gott ,gamli bærinn í tallin er svo fallegur húsin skreytt og steinlögð stræti,fólkið yndislegt og ekki þetta stress eins og hérna heima hefði getað verið viku í viðbót.Fórum í þjóðgarð að vísu sást ekkert nema þráðbein tré en svo líka margt  sem gaman var að sjá ,fórum í hörverksjmiðju , og þar misstu margir sig í kaupæðinu,kastala skoðuðum við og enduðum með að borða í gamalli sveitakrá og fengum yndislegan góðan mat,enda allir orðnir svangir,og skemmtum okkur vægast sagt mjög vel.

Maturin í tallin var alveg æðislegur og aldrei lenntum við á slæmum veitingarstað ,nema á einum ítalskum stað var þjónustan frekar sein en maturin góður. Mikið af skóbúðum og mynjagripaverslunum.Ég skildi þetta með skóbúðirnar því þetta fólk labbar mjög mikið.En sem sagt æðisleg ferð .

Nú fylgist Lady Mjása með og ritskoðar hvert orð ,hafiði vitað annað eins köttur sem fylgist með svo ég skrifi ekki einhverja vitleysu á bloggið ,það ættu kannski fleirri að hafa svona ritskoðun  hihihihihi.PA260214SPA210163Æt.

 

 

Svona var nú maturinn girnilegur  á hvítlaukstað sem við fórum á.

 

 

 

PA220167Rétttrúnaðarkirkjan ofboðslegafalleg,.síðar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er Lady Mjása fín og nafnið er gott, finnst mér. Það er gott að þið skemmtuð ykkur í Tallin og ferðin var góð. Kveðja úr Reykjavík.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.11.2007 kl. 11:54

2 identicon

ohhh en sæt kisa!!   auðsýnilega góður ritskoðari líka!

gaman að þið höfðuð það gott í Tallin!    

knús!!!

Kristjana 

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband