teiknandi vitlaus

Fékk teikniborð í gær að láni og er núna að reyna að hanna vinnustofuna að mínum þörfum ,vantar bara tilfinnalega bókahillur,það er búið að gefa mér svo margar listabækur svo er ég svolítið dugleg við þetta líka.Nú vantar mig bara stórt borð til að vinna á annað en teikningar,og svo góða tölvu sem er með góða grafík,og mikið mynni fyrir allar myndirnar og teikniforrit.

Það er gaman að fara með honum Ragnari í búð ef á að kaupa eitthvað á hann,fórum að kaupa skó á hann (var á götóttum strigaskóm greyjið) og nú var úr vöndu að ráða hann sá ekkert svo mamma gamla varð pínu pirruð og sagði kauða að skoða nú og fór sjálf framm  og skoðaði eitthvað annað .Ekki leið á löngu  þá var minn búinn að velja sér æðislega spariskó og strax á eftir strigaskó flotta,en engir kuldaskór voru til í hans stærð,43.búinn að ná pabba sínum í skóstærð buxnastærð og getur stolið jökkunum hans pabba síns líka hihih.Svo að þetta var góð verslunarferð,yngri krakkarnir fengu góða kuldaskó svo allir voru ánægðir. Svo er maður dregin í messu á hverjum sunnudegi ,enda á erfðarprinsinn að fermast í vor og þykri okkur tveimur bara notalegt að eiga þessar stundir saman.þá sá ég að frænka mín á´líka að fermast í vor ,það hafði nú alveg gleymst að segja mér frá því.En ég kemst að öllu á endanum.Bryndís búin að vera kvefuð alla vikuna og hálf raddlaus.FIGURINE´gína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já þetta kvef. Ég er líka að berjast við það. Þessi frænka þín er sennilega ekki frænka mín líka. Erfðarprinsinn þinn er orðinn svo stór.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.10.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

Ókei nú geturðu farið að banna honum litla frænda mínum að stækka, þetta er ekki fyndið lengur . Ehhhhh hvaða frænka?????? ein alveg úti að aka hihi....

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Unnur Guðrún

já ég kannast við að það er erfitt að kaupa skó á afkvæmin sín þegar þau komast á vissan aldur, eða  bara föt almennt.  svona leið mér oft með eitt ónefnt barn í verslunarleiðangri.

Unnur Guðrún , 7.10.2008 kl. 18:53

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Jórunn ,nei hún er ekki frænka þín, hún er dóttur dóttir Rúnu Nínu. Guðrún hann annsar mér ekki ,hættir bara ekki að stækka,Elvar er viðráðanlegri hægari í þessari stækkun.uff.Já Unnur viss persóna nefnum enginn nöfn (GGS) var annsi erfið í skóinnkaupum,þau geta verið annsi lík frændsyskininn.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

Bíðið þið bara systur

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 9.10.2008 kl. 09:40

6 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

nú fattaði hún hver þetta var upps

Laugheiður Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband