skólastelpa(kerling)

Enn ein vikan liðin í skólanum og alltaf jafn gaman ,en auðvita er þetta að verða aðeins erfiðara ,ritgerðir og svo að byrja að læra vöðvabyggingu og teikna hana,það var komin beinagrind í stofuna í vikunni og auðvita stillt upp fyrir aftan mig ég vafði sjalinu mínu utan um aumingjan hlaut að vera að krókna svona ber.Þetta vakti kátínu .Fékk teikniborð lánað í dag svo núna get ég farið að klára teikningarnar heima ef ég er á eftir í tímum.Á föstudaginn vorum við að teikna fjarvíddarmyndir og eitthvað teiknaði ég eina línu vitlaust og kennarinn sagði að það mætti ekki líta af mér augunum þá væri ég farin að vaða í villu hihihihahhhhaaaa. hum auðvitað lagaði ég það bara.Svo hef ég príðis hjálparliða sem situr við hliðina á mér og er fljót að koma mér í skilning um hvað ég er á að gera .Já þetta er gott líf .

Í dag tókum við tengdó slátur ,bara lifrapylsu því enginn af okkur borða blóðmör eða lítið þetta voru ein 15 lifrar já heilmikið en dugar eitthvað fram á veturinn ,því henni Bryndísi minni þykir þetta vægas sagt gott. En vildi samt ekki hjálpa okkur,Raggi setti svo í poka og batt fyrir ,.duglegur strákur.

´Svo fórum við á uppskeruhátíð hjónakornin í gærkvöldi (kartöflu uppskeru)og skemmtum okkur vel.Snjóaði vel á meðan.

Nú er ég að undirbúa mig við að skrifa ritgerð um Michaelangelo ,en það er bara galli á gjöf Njarðar að það er ekki hægt að fá bækur á íslensku um kauða ,en það reddast.SE071


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

umm geturu ekki bara lesið enskuna?? ertu farin að riðga kelling!

hehe knús og gangi þér vel með riðgerðina

x

K

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 08:28

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Slátur namm. Skólinn er spennandi heyrist mér. Mikið ert þú góð í þér, líka við beinagrindur. Það er svona að vera skapandi, þá verður maður oft í villu en það er sko gott.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.10.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

JÁ Kristjana ég er farin að riðga í enskunni ,og svo eru öll þessi myndlista orð ég á bara ekki orð yfir þeim impresismi og allt það allir þessir issmar puff

Laugheiður Gunnarsdóttir, 5.10.2008 kl. 19:14

4 Smámynd: Unnur Ósk

Gott að þú ert ekkert að stressisma þig yfir hlutunum, efast ekki um að þetta reddist hjá þér. Gangi þér vel.

Kveðja

Unnur Ósk , 5.10.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband