Elvar kominn á skrið aftur

Ja nú er bleik brugðið búin að ná mér í vott af flensu ,en eins og venjulega tek ég bara verkjatöflu og held áfram.Elvar Kári var að skipta um sundflokk,þar sem honum leið ekki vel með sínum flokki og í dag prufaði hann að fara í flokk sem kallast krossfiskar og eru þar krakkar með ýmiskonar fatlanir,Elvari var svolítið brugðið þegar hann sá í hvaða flokk hann var að fara í ,og fór að gráta ég bað hann að prufa og sjá hvernig þetta væri og var hann til í það .Og strákarnir tóku honum mjög vel og sögðu honum að koma inn í klefa þetta væri allt í lagi og inn fór hann ,en hann þurfti góðar skýringar hjá þjálfaranum sínum henni Dillu súperþjálfara, hún útskýrði fyrir honum og fann strák á svipuðm aldri og hann og saman synntu þeir allan tíman og hef ég aldrei sérð Elvar synda svona samviskusamlega og hann var flottur og það sem meira var honum leið vel og hann ætlar að fara aftur .guð sé lof.Svo fór hann með mér niður í Þórsheimili ,ég þurfti að rukka æfingargjöld og ánægður kom hann með. Síðan um kl 19 fór hann svo í nudd til hennar Hafdísar sinnar og þegar ég sótti hann sagði hann mér að sér liði svo vel og brosti út í bæði ,góður dagur já sá besti í góðan tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta var ánægjuleg lesning...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.4.2008 kl. 06:40

2 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

vonandi líður honum betur, en það er oft svo erfitt að skipta um stað þó manni  líði betur á nýjum stað í nýjum hóp það þekki ég, en vona að hetjunni gangi sem allra best ég þakka hlý skrif í minn garð góða helgi

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 4.4.2008 kl. 08:38

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er gott að heyra Heiða mín. Mikið ert þú líka góð mamma.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.4.2008 kl. 10:57

4 identicon

æ vonandi líður þér betur bráðum frænkan mín!

knús til Elvars og vona að hann hafi það gott í nýja sundhópnum!

x

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 06:38

5 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

 Kvitt

Kristín Magnúsdóttir, 5.4.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband