komin úr páskafríi

Fyrst vil ég bjóða ma velkomna í bloggvinahópin minn.Svo vil ég biðja Gunnar að senda aftur haustmyndina hún virðist ekki hafa komið í e póstin minn , en ég bíð spennt.

'Eg var á aðalfundi Taekwondo deildar þórs í kvöld ,það var heldur dræm mæting en að venju skemmtum við okkur vel og auðvitað sit ég uppi með gjaldkerastarfið,sem ég ætlaði að afsala mér en í litlu félagi verður ekki við því gert að sitja aftur í stjórn.Einhverstaðar verða hirðfíflin að vera.

Ég er ekki dugleg að setja nýjar myndir inn á bloggið og heldur ekki að blogga en það kemur allt með vorinu.Við vorum í góðu atlæti í Mosó um páskana og er mér enn illt í maganum af ofáti.

Við fórum með kisa með okkur og það var heilt ævintýri sem ekki verður rakið hér ,en hann var ósköp góður greyjið og gaman af honum í bílnum stillti sér upp á milli okkar Bolla ,eins og Týra gamla tíkin okkar gerði þegar ég var krakki .Stundum sat hann á öxlini á mér eða fór aftur í til krakkana.En mikið var hann fegin að komast heim aftur.

Ég er aðeins byrjuð að mála aftur,en það skeði smá óhapp með myndina það kom gat á strigan svo ekki verður hún hengd upp en ég reyndi að líma rifuna á bakinu,þetta verður bara æfingarmynd.

Krökkunum gengur ekki beint vel að fara að sofa á kvöldin eftir fríið,og þart oft að reka á eftir þeim að fara að sofa.Og er litla skottan mest að stríða okkur.Nú þarf ég að vinna í 3 vikur í einu,sú sem vinnur á móti mér skrapp til Spánar í smá frí.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ frænka!

Þegar amma hringdi um páskana þá voruð þið víst sofandi ennþá! annars hefði ég viljað spjalla við ykkur!!

anyway, HEY! ég er með hugmynd...    viltu mála fyrir okkur mynd fyrir eitt herbergið okkar?!!    það væri frábært ef þú gætir það og sent svo til okkar!  en ef þú ert of upptekin þá skiljum við það alveg!!

knús og kossar

x

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að senda myndina... láttu mig vita ef þú þarft aðstoð.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.3.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Að sjálfsögðu skal ég mála mynd handa ykkur Kristjana mín kannski luma ég á einni hver veit. takk gunnar ég á eftir að athuga þetta .

Laugheiður Gunnarsdóttir, 27.3.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er alltaf sama góðgætið hjá henni mömmu þinni. Ég man þegar pabbi og mamma voru einusinni að passa Týru, þá sat hún á milli þeirra í framsætinu þegar farið var í bíltúr og það fór nú dálítið fyrir henni. Að minnsta kosti var hún breiðari en Skotta sem  fékk líka að sitja þar þegar hún var pössuð og auðvitað fékk  Týra sinn ís í bíltúrnum. Hún var nú sérstök.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.3.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

held að´mér hafi tekist að skrá mig inn á síðuna Gunnar en það gekk ekki vel

Laugheiður Gunnarsdóttir, 28.3.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég sendi þér leiðbeiningar á því hvernig þú leysir þetta vandamál

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.3.2008 kl. 13:57

7 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

takk gunnar prófa þetta á morgun heilin virkar ekki rétt í dag

Laugheiður Gunnarsdóttir, 29.3.2008 kl. 00:21

8 identicon

yay takk frænka!!!

x

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 06:52

9 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

takk fyrir, en ég fann þig þegar ég var að googla um einhverfu en ég  þekki 3 einstaklinga með þessa fötlun, og tveir eru talsavert mikið inni á mínu heimili og þeir eru allveg frábærir strákar. Svo fannst mér bloggið þitt mjög skemmtilegt

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 1.4.2008 kl. 18:55

10 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Takk fyrir Emma Agneta fyrir hlýleg orð,mér þótti myndirnar þínar mjög góðar og þyrkir vænt um að þú vildir verða bloggvinur minn

Laugheiður Gunnarsdóttir, 3.4.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband