lífið hér á bæ

Ætlaði í ræktina í morgun,en fór að taka til í skápunum í staðin og reyna að sjá gólfið hjá Elvari Kára.Það var annsi margir kubbar þar á bæ og karlar og hvað það nú heitir.Bryndís kvartar orðið alltaf yfir sundkennslunni í skólanu ,að hún þufri alltaf að synda eitthvað smábarnasund og það er bara leiðindi að fara í sund í skólanum, sem er kannski ekki nema von barnið er búið að æfa sund síðan hún var 4ára og er orðinn flugsynd,mér var sagt að það yrði tekið tilit til þess þegar hún byrjaði í skólanum , því þau eru nokkur sem eru í sundskólanum hjá Óðni í öðrum bekk og ætti þess vegna að vera hægt að láta þau syndu hafa eitthvað meira krefjandi að gera, og þetta að hafa krakkana meirihlutan af timanum upp á bakkanum er ekki alveg að gera sig.Nú er daman með 3 stelpur inni hjá sér og aldrei geta þær verið sammála um neitt.FýldurNú eru haustlitirnir að koma og ég verð alveg hugfangin þegar ég horfi á þá langar að mála og mála þegar ég sé alla þessa liti,er loksins byrjuð á stóru myndinni,sem er eiginlega í þremur pörtum. klettar,foss og gróður.maður við sjóinn og síðasti hlutinn er ekki alveg komin á hreint öruglega eitthvað haustlegt og andlegt.En myndin er það löng að það er heldur þröngt í litlu holunni minni.Hvað gerir maður við 7ára stelpu sem rífur sig og þykist vita alla hlut , segir bara af hverju mátt þá þú gera þetta eða hitt?

Það koma oft spaugileg atvik í vinnunni, einu sinni spurði erlend kona veitingarmannin hvenær Fíhöfninn opnaði rétt bráðum sagði hann, hún ætlaði nefnilega að kaupa sér trefil (skarf)áður en hún færi til Grænlands,sagði hún þetta á ensku en ekki var enskukunnáttan hjá honum betri en svo að hann hélt að hún vildi kaupa fuglin skarf og ætlaði að selja henni lunda sem væri frændi skarfsins, við hlógum svo lengi að  þessu að farþegarnir í salnum vissu ekki hvað á sig stóð veðrið. En stuttu seinna tókst honum að útskýra fyrir henni af hverju við hlógum svona mikið,sonur hans hristi bara höfuðið og klappaði pabba gamla á öxlina.Svona geta tungumála örðuleikar verið öfugsnúnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já allveg merkilegt hvað stelpur þurfa alltaf að vera ósammála. Þekki það hjá Freyju, Daríu og hinum stelpumum. Líka hvað þær vita allt best. Gangi þér vel með myndina. Vonandi sé ég mynd að henni að minnsta kosti.Þetta með skarfinn, það er fyndið bless Jórunn xx

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.9.2006 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband