rabbarabb

jæja nú fara íþróttirnar að hellast yfir blessuð börnin , en í vetur skarast ekki sund og dans hjá keisaraynjuni  þannig að hún fær útrás alla daga dans 2 í viku og sund 2 í viku, ætli það sé nú nóg fyrir þennan orkubolta verið viss hún á eftir að biðja um eitthvað meira. Elvar byrjar að æfa sund 3 í viku þennan veturinn , hvernig ætli það gangi seinni tíma höfuðverkur.Raggi er eitthvað lasin og ofnæmið alveg að fara með hann þessa dagana , en hann hjólar í skólan og heim  þannig að nú eru allir á fullu í gönguferðum.Ég er að hugsa um að sækja um virkjunarheimild á Bryndísi er allveg viss um að við getum vikjað heild byggðarlag með skapinu hennar,sem er meira en hjá okkur foreldrunum samanlagt og meira til .Á morgun byrja ég í líkamsræktinni á Bjargi vonandi tekst mér að kom þessum skrokki í eitthvað form. en nammið er svo gott!!!Jæja ekkert svona bull.Fórum aðeins niður í bæ í gærkvöldi það var menningarnótt hérna á Akureyri, en auðvitað misstum við að aðalatriðinu söngnum í gilinu, það var vist alveg stórkostlegt.Bolli þurfti að fara með Benna frænda upp að Öskju að ná í bílaleigubíl sem var bilaður, og ekki þótti mínum manni það leiðinlegtHlæjandivar alveg í skýjunum ,að fara svona smá ferð ,og fíni símin með ljósinu sem allir eru að gera grín af kom sér vel í að lýsa undir á meðan viðgerð stóð.Mamma hringdi aðeins  það er svo mikið að gera hjá þessu fólki sem er komið á eftirlaun að það þarf að pannta tíma til að tala við það....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe ég er að hlægja að síðustu setningunni þinni, já það er nú meira sem er mikið að gera hjá þessu fólki þau eru alltaf á fullu það er líka bara gott meðan heilsa og get er til, svo vona ég að Bryndís eigi eftir að klára orkuna sína í sundinu og svo líka í dansinum svo það lendi ekki á ykkur reiðin þá ;) jæja langaði bara að commenta á Ömmu og afa smá tíhí gaman að geta lesið um hvað þið eruð að gera

knúss og klem héðan fra Danmörku

Inga, Friðþjófur, Kristin Helga og Auður (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 21:01

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Gaman að sjá að danskurinn er að kíkja til mín vonandi gengur allt vel hjá ykkur kær kveðja og knús

Laugheiður Gunnarsdóttir, 31.8.2006 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband