lagað til í sveitinni og Elvar

Fórum í sveitina í dag til að laga til í búinu hennar Bryndísar færa það og snyrta. Við máluðum borð og stóla og dótakassan,Bolli settu upp grindverk svo nú er allt voðalega fínt hjá stelpunni .Færðum búið í skjól við fjárhúsið og þar er skjól og þvílíkur hiti ,unga daman var eitt sólskinsbros.Smile 

DCP_1289

Svo var dóta dagur hjá stóru strákunum tengdó keypti sláttutraktór og það var gaman að fylgjast með þeim bræðrum og mági þeirra setja dótið saman ,Ragnar átti að slá  á traktórnum en var farin að efast um að hann fengi að gera nokkuð því pabbi hans og þeir hinir skemmtu sér svo vel að prufukeyra, en að lokum fékk Ragnar að klára.Elvar fékk aðeins að mála borð og málaði sjálfan sig örlítið en var ánægður með verkið en ekki þegar málingin fór í hárið á honum.

Elvar var farin að snúa sólahringnum við og tók ég því á það ráð að banna honum alveg að fara í tölvuna í viku og varð hann að safna punktum til  að vinna tölvutíma aftur ,vakna snemma og fara að sofa á kvöldin fyrir miðnætti, hemja skapið og vera kurteis,þetta virkaði þvílíkt vel og eftir´tíu punkta fékk hann að fara í tölvuna í 1 klukkutíma og hefur það haldist síðan fær að fara 1 klukkutíma í tölvuna á dag og ekki vandamál og stillir klukkuna sína samvikjusamlega kl 09 á hverjum morgni . En nýtur þess að mamma er í sumarfíi og nennir kannski ekki alveg að fara á fætur kl 09 svo við kúrum saman aðeins lengur. 13maí teikningar frá ragga og  myndir frá mér0020

Hann er farin að spyrja mikið um einhverfuna hvað það sé og hvernig fötlun það er ,ég hef reynt að útskýra fyrir homum hvernig ódæmigerðeinhverfa sem hann er með er, en stundum stend ég hreynlega á gati hvernig á ég að segja honum frá þessu þannig að hann sé sáttur,og ekki allt sem hann geri sé af því að hann er einhverfur ,en ég dáist samt af honum hvað hann spáir í og ég held að hann spjari sig í framtíðinni með góðri hjálp.En kvíði samt unglingsárunum hvernig þau fara í hann stenst hann álagið þá bara að vera unlgingur hvað þá einhverfur unglingur.Stenst ég álagið sem því fylgir,en auðvitað spyrja allir foreldrar sig að þessu .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Heiða mín, ég veit að þú munnt standast það og hann er vel gerður. Það gerir gæfumun.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.7.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Karl Tómasson

Kæra Laugheiður.

Þessi lesning segir mér að þið eigið bæði eftir að standast álagið með miklum glans.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 24.7.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

þakka traustið og góðar kveðjur jórunn og kalli

Laugheiður Gunnarsdóttir, 24.7.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband