Bæklingur um systkinasmiðjuna

Fyrir hvern er systkinasmiðjan?

Systkynasmiðjan er fyrir krakka á aldrinum 8-14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir. Á námskeiðunum er börnunum skipt í hópa eftir aldri. Í hverjum hópi 6-10 börn með tveimur til þremur leiðbeinendum.

Þáttaka á námskeiðum systkynasmiðjunar.

  • gefur börnum aukið sjálfstaust.
  • gerir þau betur í stakk búin að takast á við sterkar tilfinningar eins og reiði.vonbrigði og sektarkennd.
  • leiðir til þess að börnin fái aukna vitund um veikindi eða fötllun systkina sinna og þarfir.
  • kynnir þau fyrir öðrum börnum í svipuðum aðstæðum og þau heyra að þau eru ekki ein með upplifanir sínar.
  •  leiðir til betri samskipta innan fjölskyldunnar og meðal vina.
  • gerir bprnin sáttari við hllutskipti sitt.

Hvað gerum við í systkingsmiðjunni.

Í Systkinasmiðjunni vinnum við fyrst og fremst út frá fyrrgreindum markmiðum. Við leysum saman ýms verkefni. Ræðum um stöðu okkar innan fjölskyldunnar,skólans og meðal vina. Við ræðum um hvernig við leysum úr erfiðleikum sem verða á vegi okkar. meðal annars vegna systkyna okkar og margt fleirra. Þessa þætti nálgumst við meðal annarra í gegnum ýmsa skemmtilega leiki og reynum að fá til liðs við okkar ýmsa aðila sem hafa kynnst þessu af eigin raun. Það sem skiptir meginmáli er að hvert og eitt barn fái að njóta sín sem best og tjái sig á þann hátt sem því hentar best.

Námskeið Systkinasmiðjunnar eru ekki hugsuð sem meðferðarúrræði fyrir börn sem eiga í erfiðleikum heldur fyrst og fremst til að hjálpa börnum að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir.

Námskeið systkinasmiðjunnar?

Námskeið systkinasmiðunnar eru misjafnlega löng allt frá helgarnámskeiðum upp í 10 vikna námskeið.Á landsbyggðinni eru haldin helgarnámskeið. þ.e. frá föstudegi til sunnudags..

Systkinasmiðjan .

systkini@verumsaman.is

www.verumsaman.is.

Úthlíð 6 105 Reykjavík.

Markmið systkinasmiðnar eru að:

  • Veita systkinum barna með sérþarfir tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhvefi.
  • veita börnum tækifæri til að ræða vð jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir.
  • Veita börnunum innsýn í það hvernig megi takast á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga systkini með sérþarfir.
  • Veita börnunum tækifæri til að læra meira um fötlun eða veikindi systkina sinna.

veita foreldrum og fagfólki tækifæri til að kynnast því hvernig það er í raun og veru að alast upp með fötluðu eða veiku systkini.þ.e. þeirri sérstöku áskorun að alast upp við slíkar aðstæður.

Ég fékk þennan bækling fyrir svolitlu síðan og læt hann fylgja hér með, fékk fyrir spurn um rannsóknir á hvernig systkinum barna með sérþarfir bregðast við fötlun systkina sinna.Nú á ég eftir að leita að þessum rannsóknum um félagslegri færni þessa barna . 'Eg veit að það hafa verið skrifaðar margar greinar í morgunblaðið um einhverfu og skyld efni en maður verður að kaupa þessar greinar.það var í síðustu viku mjög gott viðtal við foreldra einhverfra drengja og hvernig þau breyttu matarræði þeirra sem hjálpaði þeim mikið.ÉG skrifa meira seinna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er mjög sniðugt!

þyrftir að hafa þetta á akureyri!

knús

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 02:40

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

þetta var upprunnaleg stofnað hér á akureyri var mér sagt ætli peningaspursmál hafi ekki lagt þetta af eins og annað á landsbyggðinni

Laugheiður Gunnarsdóttir, 15.11.2006 kl. 10:22

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skömmað það skulu ekki vera til peningar fyrir þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.11.2006 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband