Einverfa og mitt daglega líf

Leti dagur ætlaði að vera svo voðalega dugleg en festist hérna í tövunni ,var búin að skrifa helling en ítti á einhvern takka í óðagotinu og varð að byrja allt upp á nýtt já svona er það ,bróðir minn kallar það að vera takka óður .Fór í göngu í morgun varð að ganga úr mér harðsperrurnar´síðan í gær.Fór í mjög góðan tíma í gær og fæ að finna fyrir því í dag oj.Var að horfa aðeins á innlit útlit í gærkvöldi, og auðvitað fékk ég hugmyndir ,þetta virtist vera svo auðvelt  . 'EG á eldhússtóla sem eru orðnir svolítið sjúskaðir og þarna sá ég að ég get gert þá flotta með litlum tilkostnaði, pússað þá upp og sett á setuna svona líka flott efni.Kannski ég bíði eftir að pabbi komi norður og hjálpi mér hann er svo annsi sniðugur karlin í þessháttar fínheitum, fyrir utan útskurðinn hjá honum sem er alveg æðislegur, enda frábær karl hann pabbi .það finnst henni Jórunni frænku ,mér skilst að hún hafi notað hann sem grílu á strákana í gamladaga ef þeir voru eitthvað að bögga hana.

Ég skrifaði aðeins um systkini fatlaðra á blogginu í dag, enda verða þau oft útundan í allri umræðuni og öllu því ferli sem skapast þegar fatlað barn fæðist í fjölskyldunni. Ég er svo heppin að börnin mín eru mjög samrímd líka Elvar sem er með ódæmigerðaeinhverfu,en þau hafa orðið fyrir ýmsu af því að hann er fatlaður, einn vinur Ragnars var hræddur við Elvar ´því að Elvar gertur reiðst af minnsta tilefni en með árunum hefur hann róast ,enda fengið frábæra hjálp í leikskóla og nún í grunnskólanum. Þó hefur verið leiðinlegt að eiga við bæjarkerfið ef maður þarf að leita þangað , eftir að hann hætti í leikskólanum enda aðrir sem sjá um grunnskólabörninn. 'Eg ætlaði að sækja um liðveislu handa honum fyrir 2árum, jú það var þarna drengur sem gæti tekið hann að sér sagði konan en var nú ekki sú almennilegasta sem ég hef talað við virtist bara segja eitthvað til að losna við mig. Svo átti þetta að fara í nefnd til að kanna hvort Elvar fengi þessa liðveislu , ég fór 2 á þessa skrifstofu og hringdi. já þetta er alveg að koma. sínan eru liðin 2ár og ég hef ekkert heyrt.

Ef  þetta er  það sem fólk fær þegar það leitar eftir hjálp . þá er það alveg til að drepa alla laugnun til þess að biðja um neitt og gera þetta bara sjálfur og kannski auka álagið á systkini og fjölskyldu. allavega hef ég ekki haft kjark til að fara aftur, og þarfnast hann þess að fá þessa að stoð. Sjónvarpið getur ekki endalaust hjálpað upp á . En ´hann er duglegur að leika sér og er snillingur með leirin og kubbana og systkini hans eru alveg frábær og leika við hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Heiða mín, hættu aldrei að biðja um hjálp. Það er það eina sem dugar. 

'Ég þekki það af reynslunn með mömmu þó það sé allt annað mál. Þið eigið

rétt á að reyna þetta með liðveislu. Gott er hvað þið eruð góð og smahennt fjölskylda. Já hann pabbi þinn er einstakur og þú ert sjálf svo dugleg í höndunaum. vildi að ég væri það líka. Sit nu og sauma dúkkuföt á vélina hennar mömmu. Bless stóra frænka xxx 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.11.2006 kl. 16:41

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Alltaf allt fullt af villum hjá mér Fyrirgefðu það.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.11.2006 kl. 16:42

3 identicon

hey da!

ok hvaða vitleisa er þetta með að þurfa að bíða í 2 ár eftir hjálp! arrg! ég skal bara siga ræðusnillingin han michael á þetta lið. Eða enþá betra! ég skal bara koma og aðstoða ella kalla minn! og hana nú!

en ég er sammála Jórunni, haldu áfram að biðja um hjálp, ef þú lætur þá ekki í friði they will get the picture! hehehe

knús

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband