Einvherfugrein úr Fréttabl.

Ég rakst á þetta í Fréttablaðinnu í gær 25 sept.Læt greinina fylgja með  vonandi er það ekki ritstuldur.

Út úr einhverfunni

 

Dagana 29 sept. til 2 okt mun Daninn Stanley Rosenberg  halda námskeið hjá Félagi hofuðbeina-og spjaldhryggjajafnara um aðferðir til að hjálpa einhverfum úr innilokun sinni og koma þeim til félagslegrar virkni.

Gunnar Gunnarsson sálfræðingur hefur sérhæft sig í höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun og unnið við fagið samhliða sálfræðinni í tíu ár. Hann segir Rosenberg telja að svipaðar streitutengdar,liffræðilegar forsendur geti legið að baki einhverfu,þunglyndi og öðru firrtu ástandi.

"Stanley vill ekki meina að einhverfa sé meðfædd heldur verði hún langoftast til við eitthvert áfall hvort sem er fyrir fæðingu, í fæðingu eða eftir fæðingu og  telur hann jafnvel að bólusetningar geti valdið því að  börn hvökkvi svona inn í sig."segir Gunnar og bætir því við að það sama geti gerst þegar fullorðnir verði fyrir áfalli."Þá getur fólk hrokkið svona inn í sig með þeim afleiðingum að það hættir að geta tjáð sig en það er yfirleitt kennt við mjög djúpt þunglyndi".

Gunnar segir aðferðina til að losa fólk út úr þessu ástandi nást með höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun."Aðferðin byggist á því að virkja á ný höfuðtaugarnar sem stjórna heyrn,sjón andlitsvöðvum,tungu og fleiru til að opna fyrir samskipti á ný."segir Gunnar og nefnir dæmi drengin William sem hefur náð sér ótrúlega vel af einhverfu."Þótt maður geti aðeins merkt að hann´sé stirður í tali þá er hann í framhaldsmenntun og á kærustu þannig að hann er farinn að lifa lífinu."Námskeiðið er ölli, opið en Gunnar segir þá ganga fyrir sem hafa lært höfuðbeina- og spjaldhryggjajöfnun. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni  www.cranio.cc

þetta skrifar sigridurh@frettabladid.is.

Ég vona að enginn verði fúll þó ég hafi þetta upp úr fréttablaðinu ,fannst þetta bara svo athyglsivert þarna er kominn enn ein kenningin um einhverfu og hver segir að hún geti ekki verið´rétt alla vegna skaðar það engann að prufa þessa aðferð ,því ég hef bara góða reynslu að höfuðbeina -og spjaldhryggjajöfnun  og reynum við ekki flest til að gera börnunum okkar lífið auðveldara ,ef von er um að þeim líði þó ekki nema aðeins betur .gaman væri að fá aðeins umræðu um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er 100% sammála honum í þessu: "Stanley vill ekki meina að einhverfa sé meðfædd heldur verði hún langoftast til við eitthvert áfall hvort sem er fyrir fæðingu, í fæðingu eða eftir fæðingu og  telur hann jafnvel að bólusetningar geti valdið því að  börn hrökkvi svona inn í sig."

En ég er ekki sammála um að þunglyndi sé áfalt til staðar. Sonur minn sem er einhverfur er afskaplega hamingjusamur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.9.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hún Agný  sem er höfuðbeina og spjaldhryggjar   ó guð eitthavð  hún hefur verið að tala um eitthavð í þessa áttina. Athugaðu það. 

Ég vona að Elvar sé ekki þunglyndur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.9.2007 kl. 20:33

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Já ég er sammála að þunglyndi er ekki endilega fyglifiskur einhverfu ,en áföll í fæðingu og eftir  jafnvel á meðgöngu eiga þátt í þessu og ekki frá því að bólusetningin við 18 mánaða hafi sitt að segja,allavegna fannst mér Elvar vesna eftir það. En ég ætla að prófa að fara með Elvar í höfuðbeina-og spjaldhryggjajöfnun,og vita hvernig það leggst í hann,hoonum finnst nú gaman að láta dúlla við sig.Nei hann er ekki þunglyndur oftast kátur og dundar sér vel,en það koma auðvitað tímabil sem hann er dálítið erfiður ,en ekkert erfiðari en hin.Og oftar en ekki á ég betra með að semja við hann heldur en systur hans.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 26.9.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

þetta átti að vera fylgifiskur en ekki fyglifiskur .

Laugheiður Gunnarsdóttir, 26.9.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já mér finnst hann pluma sig vel. Reyndu þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.9.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband