Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
snjókerling
31.1.2008 | 23:30
Afneitun.
Sumum er alveg sérstaklega gefð að neita staðreindum- G T.Prentice
Já þá er það komið. Hérna snjóaði smávegis í dag bara gaman að dröslast áfram í þessu, en Akureyrabær er dálítið nýskur á mokstur þessi fáu skipti sem snjórinn lætur sjá sig. En við vorum heppin hérna í raðhúsalengjunni ,því við fengum óvæntan mokstur á bílaplaninu okkar, mann greyjið mokaði óvart rangt bílaplan en við nutum góðs af .Annars er allt gott að frétta allir í svæðanuddi á heimilinu nema Bolli eintóm sæla . Vonandi hafið þið gaman að tilvitnunum mínum á svo annsi skemmtilega bók með þessu
tilvitnun
31.1.2008 | 00:27
Þegar fílar fljúgast á bitnar það á grasinu.-afrískt máltæki. nokkuð findið
Margir hafa þungar áhyggjur af þeim.ritningarstöðum sem þeir skilja ekki. hvað mér líður hef ég þyngstar áhyggjur af þeim sem ég skil. Mark Twain.
þá er dagskamturinn kominn .Snjóar á akureyir voðalega gaman hjá okkur
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
tilvitnanir og fleyg orð
27.1.2008 | 22:26
Mig langar að setja á síðuna tilvitnanir og fleyg orð úr bókinni Kristallar og vona að allir hafi gaman af
Aðall.- Eini aðallinn nú á dögum er auðmannaaðallinn. En aðall morgundagsins verður goðumborni og heilladrjúgi aðall mannvits og dyggða , en blómi hans eru hinir sömu snillingar Og eins og allt sem er guðlegrar ættar mun hann rekja rætur sínar til fólksins og vinna fyrir fólkið.-Mazzini.
óvæntir gestir
27.1.2008 | 22:08
nú blæs aðeins í honum kára úti og einhverjir verðurteptir hérna á akureyri,.Í dag fékk ég óvænta gesti í heimsókn,Þórunni og Arnar ég hélt að þetta væru ofsjónir en þarna stóðu þau í öllu sínu veldi og veðurtept ,enda sunnan menn maður fer ekki á ónelgdu norður í land hvað sem þið gerið í höfuðborginni fuss og svei. En þau stoppuðu stutta stund og ætluðu síðan í búð til að gefa ferðafélögunum eitthvað að borða. Krakkarnir ætluðu alveg að éta þau enda í miklu uppáhaldi hún Þórunn.
Leir og svæðanudd
26.1.2008 | 23:44
Fórum á fyrsta þorrablótið í gærkvöldi og var þetta bara notarleg kvöldstund þó erfiðlega gengi að koma karli í rúmið eftir blótið .
Fór í leirgerð til Sigrúnar vinkonu sem er með lítið stúdíó í skúrnum hjá sér , hún bauð okkur í saumaklúbbnum á smá námskeið og er ég alveg forfallin fyrir þessu þetta að malla í leir og móta er alveg æðislegt, nú á bara eftir að brenna leirin og svo getum við farið að mála hann.
Bryndís fékk nýtt prinsessurúm og hefur bara sofið í sínu rúmi síðan og nú þarf ég ekki stiga til að breiða ofan á hana.
Svæðanuddið gengur alveg rosalega vel hjá Elvari og ætlum við að halda áfram því að árangurinn er alveg frábær , en síðasti tími var víst svolítið erfiður fyrir hann tilfinniningalega en honum leið mjög vel eftir á.Gat aðeins losað um sínar tilfinningar.
Næstu helgi fer Ragnar á Bikarmót á Selfossi og vona ég að færðinn verði til friðs og hálfum mánuði seinna fer Bryndís á sundmót í Hafnarfirði og í millitíðini fer Ragnar á Reykjaskóla í 5 daga nóg að gera hjá þeim en Elvar verður bara í dekri hjá mömmu og pabba og Mjásu.
Meira baslið
22.1.2008 | 15:31
Ja nú er sögu að segja ,síðasliðin föstudag fórum við hjónin að versla okkur inn eitt stikki sófasett,og allt í lagi með það.En þurftum að fara tvær ferðir með sófana, en nú kárnaði gamanið þetta var bíþungt helv..... og mínir aumu handleggir rétt roguðu þessu með karlinum auðvitað upp að dyrunum, svo komumst við ekki lengra ,í því kemur vinkona okkar ég spjalla aðeins við hana og ætlaði síðan að fara með karli að sækja hinn sófan en ég var skilin eftir í reyðileisi horfði á eftir karli bruna burtu með kerruna,ja þá beið ég bara. Svo kom hann aftur og við fórum að bisa við að koma þessu inn en gekk illa sófinn var svo breiður við íttum og íttum ekkert gekk síðan var hurðin á ganginum tekin af hjörum þokaðist aðeins lengra svo voru skáparnir á ganginum færðir þá fór þetta að ganga aðeins betur og svo var auðveldara að koma minni sófanum inn en þá átti eftir að taka utan af herlegheitunum ,og viti menn Bolli rak augun í að grindin undir sófa nr 1 var bogin þá´hófst myndataka ætla ekki að lýsa henni guð þessi karl minn ...... Nú svo var stássið komið á sinn stað settumst við hjónin í sitthvor sófan og litum á hvort annað og sögðum við getum ekki meira,þá átti eftir að laga til í stofunni til að allt færi vel.Og ég sagði að það væri eins gott að það væri gott að sitja í þessu eftir allt erfiðið.
lítil orkuveita óskast
16.1.2008 | 16:33
Jam og jæja hérna snjóar í sýndarmynd,þetta er enginn snjór bara föl og ekkert nothæf.Ekki einu sinni ófært í vinnunaHeyrði aðeins í systu í norge í gær alltaf sama skas... eða þennig þessi elska það er gott að geta baunað á hana hún nær ekki í mig núna haaaahahahahahahhahhahahhhahahahahahahahahahaah.Krakkarnir eru á sundæfingu og Raggi fer kl 17. Það var nú finndið í vinnunni í morgun átti að vera heilsufarskönnun hjá Flugstoðum og enginn mátti borða eða drekka vegna blóðprófana sem áttu að gera ,við öll sársvöng og kaffi þyrst ,en hvað haldið þið ´hjúrkunafræðingurinn kom ekki að sunnan já takið eftir að sunnan,hún var veik. Jæja það er heilsufar á bænum.Hum.
Annars vantar mig orkuveitu orkan er búin hjá mér ætli sé ekki hægt að fá svona litla orkuveitu eins og álverin það er spurning.skrifa síðar vantar hleðslu
lítið en samt
13.1.2008 | 18:52
Svæðanudd virkar á elvar
11.1.2008 | 17:52
Elvar er búinn að fara í 5 svæðanudd tíma og árangurinn er augljós hann er ánægðari og sefur betrur. Hann fær alltaf 1 og hálfan klukkutíma fyrst leyfir hún honum að tala og fer hægt af stað i nuddinu en í dag slappaði hann svo vel af að það sem hún var´að reyna í klukkutíma síðustu skiptin ,kom á hálftíma og minn maður sofnaði,og geri aðrir betur .Homum hlakkar til alla vikuna að fara í nuddið sitt ,svo er það nú ekki amarlegt þegar nuddarinn getur skipt við mann á dvd diskum . Það að einhverfur drengur geti legið kyrr á bekk og sofnað finnst mér bara kraftaverk.Og hvað sem allir sálfræðigar segja þá virkar þetta allavegna á minn dreng.
Um daginn fór Elvar í blóðprufu og kom þar fram að eitthvað gæti verið að skjaldkirtlinum og á að athuga það aftur í vor,svo ég vona það besta..
Bryndís var svo heppin að fara með mér að sækja Elvar í nuddtíma og fékk´´þá afmælisgjöf fra nuddkonunni ,nuddtíma á sunnudaginn svona prinssessunud,það var ein sem söng og dansaði út í bíl .alli aðrir voru búnir að fara til Hafdísar í nudd nú er komið að litlu prinsessunni.
jæja jæja
9.1.2008 | 11:54
Hvað er að gerast maður má ekki hætta að bogga smá stund og búiðn að breyta einhverju hvað er að gerast .Annars er allt gott að frétta við erum lifandi og dagleg rútína að komast í lag nema hvað verslings börnin eiga enn erfitt með að vakna á morgnana,Bryndís spurði mig í morgun af hverju ég væri alltaf svona hress´á morgnana þegar ég vaknaði ekki kl 05en þegar ég væri að koma þeim í skólan (það munar nú um þennan tíma) kl 7.Það er nú eitthvað annað það er bara svo gaman hjá mér þegar ég er að stússast í að koma þeim í skólan ,þó stundum hvíni hátt þegar reynt er að koma prinnsessunni á fætur ooooooooooooooooooooooo.Tók niður jólaskrautið í gær þetta var eins og væri verið að pakka niður til flutnings,ekki vissi ég að ég ætti svona mikið jóladót,en minn karl fékk að koma þessu inn í geymslu hihihihih hahahahaha.Já ég er kvikindi.
Svo er það veðrið snjóföl og fallegt veður.Hér sit ég í kyrrðinni og horfi út um stofugluggan,alveg æðislegt en við hliðina á tölfunni er bókhaldið oj vesen.Þarf að fara að rukka í dag sitja og bíða bíða .En hafa gaman af þessu ekki satt hitti allavega fólk og káta krakka hihihi.