jæja ellikelling greip mig í dag

Ja nú er maður að nálgast ellikerlingu .En ég ætla samt að senda kveðju til Gunna í mosó hann á nefnilega sama afmælisdag og ég upp á klukkutíma en nokkrum árum yngri. Besta afmælisgjöf semég hef fengið. Nú er maður að slappa af eftir stress dagsins og svo frúin verði falleg í kvöld á þorrablóti aldarinar í Hrafnagili.já alltaf sami derringurinn í eyfirðingum (en er nú reyndar mosfellingur upphaflega) en hef búið hér svo lengi að sunnlendingurinn er farin að mást af mér.DevilEn ætla að skemmta mér mátulega í kvöld ,barna afmæli á morgun svo ekki má maður verða stúrin þá hihihih.Mín gerði´sér lítið fyrir og keypti sér sjálf afmælisgjöf því karlinn er hvort sem er alltaf í vandræðum með það spara honum höfuðverkinn .

Svo smá sneið til þeirra sálfræðinga sem eru á móti óhefðbundnum lækningum eða meðferðum einhverfa barna. þá gengur svæðanuddið æðislega vel og hefur mjög góð áhrif á minn son sem er með ódæmigerðaeinhverfu og líður honum alveg æðislega eftir tímana og leitar meira eftir athygli og tjáir sig mun betur .þetta er auðvitað ekki lækning en það hjálpar honum að meðhöndla lífið betur .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Día Steinþórsdóttir

Hæ elsku frænka ... okkur langaði bara að kasta á þig kveðju í tilefni dagsins.  Vonum að þú skemmtir þér vel á þorrablótinu í kvöld.  Já og hamingjuóskir til Bryndísar líka.  Ástarkveðja Día og Englendingarnir

Þórunn Día Steinþórsdóttir, 9.2.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Unnur Guðrún

enn og aftur til hamingju með daginn. Það þýðir ekkert að skrifa hálf kláraða sögu og ekki segj hvað þú keyptir í afmælisgjöf handa þér.  En gott að heyra hvað gengur vel með E.K.

Unnur Guðrún , 9.2.2008 kl. 21:44

3 identicon

já til hamingju með daginn aftur og ég er með mömmu, hvað keyptiru þér!!??

knús til rúsínu grislinganna og Bolla

x

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já ég bið að heilsa Gunna líka. Næst á Steini afmæli og er ekki einn þann dag heldur, ef ég man rétt.

Hvað gafstu þér í afmælisgjöf. Gott hjá þér að kaupa það sem þig langar í sjálf.

Mikið er það gott að svæðisnuddið hjálpar. Kveðjur úr Reykjavík.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.2.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kannski aðeins of seint...

 Smelltu hér
 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Allir sem eiga afmæli í feb... til hamingju

Kristín Magnúsdóttir, 12.2.2008 kl. 20:52

7 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

jórunn ég keypti mér fallegan kóngabláan síðkjól og skemmti mér alveg frábærlega á afmælinu,og þakka allar góðar kveðjur

Laugheiður Gunnarsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband