Öskudagurinn var vel lukkaður

GrinJá Elvar fékk að vera með bróður sínum í liði og vinum hans en þeir gleymdu bara að segja Elvari það strax en hann fékk að vera með og labbaði um alla Akureyri eins og herforingi eða einhver sem ég kann ekki að nefna og þeir komu með nokkur kíló af sælgæti heim. Ég keyriði Bryndísi og 4 öðrum stelpum um bæinn já ekkert jafnrétti stelpunum keyrt en ekki strákunum en þær voru nú aðeins yngri og mamman skemmti sér vel. þær komu líka með nokkur kíló heim af sælgæti uff.

Í gær var svo afmælisdagurinn hennar Bryndísar og var mín öll á lofti og kætin var mikil.og bökuð kaka handa liðinu., En hvað haldið þið frúin fékk ælupest upp úr því og var til lítils gagns eftir það og var engin hátíðarmatur um kvöldið. En aðalbrandarinn var nú að ég hafði ætlað í búð  því það vantaði kattarsand handa honum Mjása og svo ætlaði ég að hafa gos með matnum.Ég hringi í Bolla og segi honum að ég sé komin með ælupest hvort hann gæti ekki farið út í búð fyrir mig ,jú og hvað á ég að kaupa,þá segi ég kattarsand og kók og spræt,löng þögn í símanum já allt í lagi er sagt.En það sem fór í gegnum huga hans var það að ég væri búinn að æla alla íbúðina út og ætlaði að strá kattarsandi yfir allt.Og drekka gosið á eftir aumingja maðurinn að eiga svona konuGrin

Pabba hrís hugur hvað litla stelpan hans er orðin gömul og er hættur að þora segja fólki það ,því hann er svo ungur hihihihihihihDevilekki illa meint pabbi minn ,ég er bara 6 ára

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með afmælið Heiða mín.

Gott að þú fékkst ekki ælupestina í dag og gott að öskudagurinn tókst vel.

Er pabbi þinn ekki alltaf ungur hahah.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.2.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Heiða hún á afmæli í dag. Húrrrrrrrrrrraaaaaaaaaaa

Til hamingju með afmælið Heiðan mín, þúsund kosar og knús til þín. Skemmtu þér vel í 400 manna veislunni "þinni" í kvöld.

Afmæliskveðjur frá Guðrúnu, Rakel Maríu og Róbert Hólm

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

takk fyrir góðar kveðjur og ég skemmtimér örugglega vel í kvöldl

Laugheiður Gunnarsdóttir, 9.2.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband