Rólegur dagur á Flugvelli Akureyrar og smá af heimilisfólkinu mínu

Ætlaði að hafa það rólegt í vinnunni í dag enda föstudagurinn langi og að mér vitandi átti ekkert flug að vera fyrr en 11 15. en viti menn , ég var að skúra í rólegheitunum sé ég dökk klædda veru skjótast við rennihurðina uff hugsaði ég enn ein fyllibyttan að reyna komast í flug þegar ekkert flug er , en nei þetta var löggann.mikið gott að þeir séu á ferðinni þegar ég er einn að skúra flugstöðina. Nú hélt ég að ég fengi frið, og held áfram með skúringarvélina en þá kemur starfsmaður flugleiða, mér brá og styn upp áttir þú ekki að koma kl 11 ,jú en það er flug til Grænlands,æi hættiði nú alveg. Jæja nú hlýt ég að fá frið til að skúra og pússa en nei þá kemur einn heimalingurinn(maður að vísu sem er daglegur gestur) og kíkir á alla glugga og vill fá kaffi ,nei sagði ég hér er allt lokað og ég vil fá frið ,2mín . Kemur hann ekki aftur og Baldur í kaffteríunni líka ,hvað er þetta á ekki að vera friður hér til 11. sagði ég .Nei vildum ekki hafa þig hér eina góða mín.Æi hvaða vesen.En ekki búið enn nú kemur Frissi flugkóngur til að biðja um nesti handa áhöfninni strunsar þarna um enda allt læst hihi. En kemst samt inn stressið uppmálað. Og ekki nóg með það annar heimalingur kemur og fer í spilakassana.Nú hlítur þessu að fara að linna en nei og nei nú kemur áhöfninn á flugvélina 4 karlar þá er mér allri lokið og svo kemur kona Baldurs líka til að smyrja nestið .NÚ FÆ ÉG MÉR KAFFI OG PÖNNSU og hana nú þetta er nú meiri afslöppuninn ALDREI SKAL ÉG REYNA AÐ HAFA ÞAÐ GOTT VIÐ SKÚRINGAR AFTUR. AAAAARRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGG.Aðeins pirruð ekki mikið arrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrggggggggggggggggggg.

Búin að mála stigan og stigaganginn ætlaði bara að mála smá en lennti upp í hæðstu hæðum og kannski aðeins pirruð á hæðinni og málingarrúlluni sem alltaf var að detta og sletta á nýmálaðann stigan.(Ragnar situr og ritskoðar svo ekki get ég skrifað um hann,litlaskinnið er lasið og með eyrnaverk).

Svo er hann Bolli minn lasinn líka aumingja skinnið en kvenfólkið er hraust og ekkert bítur á það,já Elvar er pínu slappur líka , nema í tölvunni þá er hann hress.Alltaf hress í tölvunni segir Raggi.

Samvinnan hjá okkur góð ekki satt Raggi minn.PB080261

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nei, við skúringar hefur maður það aldrei gott. hahah

Vona að karlpeningnum þínum batni fljótt, Heiða mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.4.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með Ragnar. Ég reyndi að senda honum skeyti en komst ekki í gegn í símanum svo ég sendi gegnum tölvuna. Ekki veit ég hvort þeir bera þetta út í dag svo ég vildi láta vita. Fann ekki tölvufangið þitt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.4.2009 kl. 12:39

3 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

hahahahahaha..... hvað er í gangi með þig þessa dagana Heiða mín...... ég hlæ og hlæ og hlæ hahahahahahahahahaha.....

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 17.4.2009 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband