alltaf eitthvað sem til fellur .

Nú mála ég bara veggi ,prinsessan vildi fá dömulegra herbergi svo ég arkaði út í Bíko til að kaupa málingu appilsínugulan var það heillin, er ekki alveg búin ( er að bíða eftir að bóndinn hjálpi mér hihi) en hann þarf að fara í sund eða á jólahlaðborð eða út í búð haha .En mér finnst þetta gaman svo ekki er ég að kvarta.En svo fannst mér herbergið hans Elvars þurfa smá uppliftingu og spurði hann hvernig lit hann vildi ja svona ljós dökk bláan , já nú voru góð ráð dýr, ég aftur í Bíko og spurði hvort þeir ættu ljós dökkbláan lit ,augnaráðið sem ég fékk  var ertu ekki að grínast, en ég bara brosti og fann ljós dökkbláan handa honum Elvari mínum og var kauði bara nokkuð ánægður með litinn og auðvitað hana mömmu sína.

Elvar spurði mig í hádeginu "mamma ert það þú sem hefur verið að setja í skóinn minn síðustu ár eða varstu að gera það fyrir jólasveininn, verð að viðurkenna að nú varð ég orðlaus og sagði hikandi ja svona fyrir jólasveininn , en er ég nokkuð slæmur jólasveinn, nei nei mamma mín vildi bara fá að vita þetta  sagði  Elvar og hélt áfram að borða. og brosti með sjálfum´sér . O nú er síðasta vigið fallið enginn trúir lengur á jólasveininn og þó ég er víst ágætis hjálparjólasveinn skilst mér.

Svo átti að skila jólakortunum í skólann á morgun,ekki gott svipurinn á mínum var ekki alveg á fullu brosi,æi ég sleppi því bara þetta árið sagði Elvar,en langaði samt að senda kort,ég beið smá stund meðan hann fór upp kom aftur gekk um horfði á mig ,á ég að hjálpa þér spurði ég ,ja ekki þótti honum það verra svo við hjállpuðumst að ,æi mamma ég kann ekki að föndra þetta,hafðu það bara einfallt sagði ég og skrifaði gleðileg jól á kortinn og til og frá hann varð að skrifa nöfninn sjálfur,með andvörpum og þreytulegu fasi hófst þetta allt saman og við lukum við kortinn .Og minn tók gleði sína aftur og stoltur yfir afrekinu.

Ég hélt að ég hefði tekið því frekar vel þegar mér var sagt að hann væri með ódæmigerða einhverfu, en áfallið kom samt ekki fyrr en fyrir stuttu síðan ég hef aldrei litið á hann sem einhverfan en fann það samt svo vel á sundmótinu, hann er með ódæmigerðaeinhverfu  bara svo margt sem rann upp fyrir mér að horfa á hann með ´krökkum með sömu einhverfuna ,hann hefur alltaf verið með "venjulegum krökkkum" ef maður getur sagt svo ,En hann er æðislegur og hugsar svo vel um hana mömmu sína, eins og þau tvö Ragnar og Bryndís alltaf að  passa upp á hana mömmu sína og held ég að ég sé sú ríkasta kona í heimi bara af að eiga þessa þrjá gullmola.P3160058


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þau eru líka rík að eiga þessa mömmu.

Þú ættir að versla með Pálma. Þið væruð góð saman, þegar afgreiðslufólkið veit ekki hvernig á að taka því sem sagt er. Ég skellihló þegar þú sagðist hafa beðið um svona ljósdökkbláan. Mikið ertu dugleg að mála og appelsínugulur er svo hlýlegur. 

Já, Elvar er fyrst of fremst hann sjálfur, þó hann hafi ódæmigerða einhverfu og þú hefur haft rétt fyrir þér öll þessi ár, finnst mér. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.12.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

Elvar er eins og lítil útgáfa af pabba sínum á þessari mynd, ég varð að skoða vandlega til að vera viss um hver þetta væri hihihihihi........ Börnin þín eru sko rosalega heppin að hafa þig sem mömmu, og ég get nú sagt þetta af eigin upplifun, þar sem ég hef búið með þér og Bolla. Þið eruð góð og yndislegir foreldrar.   

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 22.12.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Karl Tómasson

Gleðileg jól kæra Laugheiður.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 24.12.2008 kl. 00:23

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

takk fyrir góðar kveðjur og Guðrún þetta er það besta sem sagt hefur verið við mig takk

Laugheiður Gunnarsdóttir, 24.12.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband