Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
sýningarlok og brons hjá Bryndísi i sundi.
10.5.2009 | 21:29
Nú er sýningar helgin búin og maður er nokkuð lúin.Nú er bara skólaslitin eftir og að koma heimilislífinu í samt lag aftur.Og venja sig á að vera bara í vinnuni og heima enginn skóli .Sýningin tókst alveg frábærlega vel og það kom gífurlegur fjöldi fólks og spes gestirnir mínir fá sérstaklega góðar kveðjur.Bolli og tengdó komi seinni partin og fannst Jónínu gaman af að sjá þetta og svo kom hún í mat á eftir til okkar.
Bryndís fór á Ránar sundmótið á Dalvík í morgun og stóð sig eins og hetja varð fyrst í 100 metra baksundi í sínum riðli og 3 yfir allt mótið enda svífur mín núna hringdi til mín af mótinu og sagði mömmu sinni stolt frá þessu afreki,þetta er nú nokkuð gott þar sem hún hefur ekki farið á æfingar í 2 vikur.var víst nokkrum sekúndum frá amí lámarki .Tekst það bara næst sagði hún skælbrosandi .
gömul mynd en þetta er skvísan sem vann bronsið
Flott sýning helgina 9-10 Maí í Myndlistaskóla Akureyrar
7.5.2009 | 12:37
Jam nú er komið að því Vorsýningin okkar verður um helgina og er hún meiri háttar ,útskriftaverkin eru alveg frábær,ég er nú bara að ljúka fornámi og hef notið þess að skoða verk annara þegar verið var að setja upp sýninguna síðustu daga,hef ekki getað ýmindað mér hvað þetta er mikil vinna bak við hverja sýningu svo að allt smelli saman ,en gaman . Í dag fer ég svo að bera út boðskort til Akureyriringa á sýninguna í rigningu og kulda uff ,en hvað gerir maður ekki .
Hérna kemur smá sýnishorn af verkum nemandana.
þetta er úr fornáminu ég á kjólin og dúkkuna.
þetta er úr fagurlistadeild 1 og 2 ár
Bryndís við eitt af verkumunum
Skúlptúr í samtímalist ,fornámi.
þetta er útskfiftarverkefni hnífur en svo er skeið og gaffall bara koma og sjá
þetta er útskfiftarverk og verður skemmtilegt að sjá það því að það verður varpað á það myndbandi svo að hestarnir virðast vera á hreyfingu
útskriftanemi
fornám
og svo er þetta fornámsdeildinn.
Svo er bara koma og sjá restina af sýningunni ekki má skemma alla ánægjuna fyrir fólki en sýningin verður laugardag og sunnudag frá 14 til 18 báða dagana.
Ég er svo stolt af skólanum mínum enda hafa allir lagt sig fram að gera sýninguna sem fallegasta .
Má alveg monta mig smá hihi.
Endilega komið allir sem geta .
letin komin aftur
3.5.2009 | 16:01
Nú er letin alveg að fara með mann ,fór út í garð og ætlaði að vera dugleg en settist bara í stólinn minn og naut sólarinnar , að vísu tíndi smá rusl en settist aftur og fór að hugsa hvernig ég ætti að hafa garðinn í sumar .Við ætlum að taka grasið og helluleggja þennan smá bleðil sem eftir er af grasinu.Grenitréið er alveg að kæfa garðinn ,það vex hraðar en krakkaormarnir og vaxa þau nú nógu hratt.Nú sé ég fyrir endan á skólanum þarna í hillinguni og ró að færast yfir kellu.Nú er aðalmálið á ég að halda áfram eða ekki í skólanum.Verð að viðurkenna að þetta vex mér aðeins í augum en afhverju ætti ég ekki að klára næsta vetur af eins og þennan,kannski er nennan ekki eins mikil og hefur verið.Jæja meira hefur nú ekki verið um að vera hérna í kotinu hjá mér .
sól ogblíða
2.5.2009 | 23:58
Aðeins að róast hér á bæ
1.5.2009 | 20:20
Jæja þá er fermingin búin drengurinn sæll og glaður með sitt.'Eg eins og undin tuska,hihi undirbúningur fyrir sýninguna í myndlistaskólanum í fullum gangi,búinn með lokaverkefnið en ekki ánægð með það en geri betur næst eða þannig .Var að hjálpa vinkonu minni að þrífa nýju íbúðina sína í dag. Já það er ekki hægt að segja að það sé ekkert að gerast hérna á Akureyi þessa dagana.Vöknuðum í gærmorgun við að Verkmentaskóla nemar voru að dimmitera og vöktu okkur kl . 06 með hávaða og látum ,hélt fyrst að það væri partí í næsta húsi en þetta var ekki svoleiðis hávaði.
Nú fer maður að geta sinnt sínu þegar minnkar stressið í kringum mann og notið þess að vera bara að gera ekkert eða þannig.Sit hér ein Bolli er að dæma á Hægnsmótinu í botsia, held að Bryndís sé flutt að heiman og drengirnir undarlega hljóðlátir þarna uppi á lofti hum ætti kannski að gá nei þá er friðurinn úti ,sit hér bara og nýt þess að hafa þögnina hún getur verið dásamleg.