Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

vetrarfrí í borginni

DCP_1310Það var farið í borgarferð í síðustu viku með alla familíuna og troðið sér innn á pabba og mömmu í einni flatsæng ,mjög notalegt.Þar hitti ég frænku bloggvin hana Jórunni svo við vorum á einhverskonar bloggvina fundi hihihih.OG Unnur það er kominn fartalva í safnið en er ekki alveg komin í gagnið eitthvað sem mín ekki skilur og þrjóskast við að hringja í stórabróður ,get ekki endalaust verið að bögga manninn ,þetta er skínandi svartur gripur með fullt af allskonar dóti eða þannig Frownhefði kannski átt að skilja þennan grip eftir hjá brósa til að fullklára þetta dæmi.En þolinmæði er nú ekki mín sterkasta hlið í tölvumálum.eeeeeeeeeeennnnnnnnnnnnnnn hjálllllllllllllllllllllppp.Við fórum í nýja Ikea og svo Max raftækjabúðina stórmenningarlegt.Og Bolli fékk að nota nýja gps staðsetningartækið sitt ,eins gott fyrir þessa sveitamenn til að rata í hinni stóru borg annars værum við víst ennþá tínd.

'Eg fékk fatarbeiðni úr vinnunni ,og mín fór að kanna málið ,fyrst fékk ég buxur sem komust nú ekki upp um mín stóru læri ,enda barnastærð,en þá kom huggulegur maður sem sá nú að þetta dugði ekki og náði í segl og það passaði mjög vel,en ekki er nú mikið úrval fyrir kvenfólk í þessari búð enda Flugstoðir nú ekki að senda mann í neina kvenfataverslun til að fá vinnuföt í .

Já svolítið súr,enda er víst ekki hægt að leyfa manni að kaupa vinnuföt hérna á Akureyri,send suður í menninguna og eins gott að fólk sé yfirleitt að fara til borgarinnar.Skrifa meira seinna vonandi eitthvað af viti hihihihihi.


skemmtilegar myndir

þessar myndir sendi góð kona mér svo njótið

mannrán og tölvufár.

Loksins komst ég á bloggið mitt,tölvu fj.hefur verið með óráði um helging full af vírusum og öðru leiðinlegu. Ármann kom í heimsókn á föstudaginn reyndar í öðrum viðskiptaerindum en heimsótti litlu systir til að líta af hverju prentarinn tæki ekki við skipun frá tölvunni, koms þá að ég hefði ekki sett vírusvörnina rétt upp og eitthvað hefði sýkt tölvuna svo skipanir komust ekki á leiðarenda,hann sat við tölvuna allt föstudagskvöldið til 03 um nóttina fór aðeins að sofa og sinna erindum á laugardagsmorninum svo fórum við í grautinn og aftur settist Ármann við tölvuna og nú til 02 um nóttina og má segja að manngarmurinn hafi verið kyrrsettur á Akureyri við tölvuskjáinn,(ætlaði bara að vera 1 dag)yfir helgina svona er að heimsækja litlusystur þvíumlíkt þetta kallar maður mannrán bíð bara eftir kærunni frá konunni hansBandit

Jæja nóg um þetta mannrán. 'A laugardaginn fór ég út í búð eins og oftar og keypti mér sjálf blóm,því ég vissi að á konudaginn yrði ég hvort eð er að velja mér blómvönd svo að ég kláraði þetta bara af.Það var fyndið að ég valdi appilsínugular lilíjur eins og haustlitirnir,sem ég er svo hrifin af.Það sagði mér kennari sem kenndi mér að mála að  oft þegar fólk er að velja sér liti í myndir værum við of í fötum í sömu aðallitum og við settum í myndirnar.Og oft var í í einhverju grænu og oft er mikið af grasi á myndunum mínum eða sterkir haustlitir.

 


svona ýmislegt að gerast í vinnunni

Jam nú er Raggi orðin lasinn er heima með pabba sínum og þeir snýta sér í takkt,En eins og góður læknir sagði:taktu tvær magnil og hafðu samband við mig eftir helgi, það geri ég þó að ég sé eitthvað smá slöpp og virkar alveg ágætlega en drengirnir mínir fá nú að vera heima og  hvíla sig.

Í gær gerðist það hérna á flugvellinum að seinka varð flugi ,ekki vegna veðurs eða bilunar í flugvél, nei hurðinn á flugskýlinu vildi ekki opnast,ja opnaðist en húrraði niður aftur einhver tenging í hurðinni sem gaf sig.en enginn meiddist. 'Eg var í kaffiteríuni þegar það kom í hátalaranum að vegna tæknilegra aðstæðna væri seinkun á flugi því vélin væri föst inni í flugslýlinu (.en upp úr kl 9 tókst að opna) ekki voru farþegarnir með neitt vesen en  skellihólu,þessu hafði enginn átt von á.Hurðinn á skýlinu er víst orðin heldur gömul svona 30 til 40 ára,.Svo í morgun höfu þeir flugvélina úti hættu ekki á að hún læstist inni afturLoLÞeim fannst þetta víst ekkert findið.

 


jæja andin kom um leið og ég las bloggið síðdegis

ANGEL24Þetta er bæn sem góð kona gaf mér þegar ég var að taka annað stigið í Reiki.

 

Heilari.

Að heila er að sýna þreyttum Meðaumkun

Að heila er að hafa bros á takteinunum fyrir sérhverja einmanna sál

 Að heila er að veita sál sem er særð og kemur til hughreystingar

 Að heila er að bíða meðan aðrir þjóta hjá

Að heila er að rækta frið þar sem óróleiki ríkir

Að heila er að koma með blíðan hlátur þar sem nú er beisk tár

Að heila er að rétta út hönd í vináttuskini

 Að heila er að muna þegar aðrir gleyma

Að heila er að gleyma þegar aðrir muna

Sannur heilari sér þegar aðrir eru blindir

Sannur heilari er hugsuður sem ber umhyggju fyrir öðrum

Sannur heilari miðlar af styrk sínum sem á uppsprettu sína í hljóðlátum eð haldgóðum

kærleika á náunganum

Sannur heilari er þess vegna sendiboði frá Guði föður vorum

því guð er kærleikur.

 

 

Merking lita á stigi ætlunarverks sálarinnar .

Rauður - ástríðiur sterkartilfinningar .Kærleikur, þegar hann er blandaður með rauðbleiku

Tærrauður: óheft reiði

Dökkrauður: innibyrð reiði

Sterkrauður:kynferðisleg ástríða.

 Rauðgulur:metnaður

Gulur: VitsmunirANGEL32

Grænn : Heilun,heilandi, sá sem nærir

 Blár : fræðari,næmni

Rauðfjólublár :djúpstæð tenging við andann

Dökkfjólublár: hreyfist í átt að djúpstæðri tengingu við andan

 Ljósfjólublár : andinn

 Hvítur: sannleikur

Gyltur: tenging við guð ,í þjónustu mannkyns.

Silfraður:miðlun

Svartur: fjarvera ljóss eða djúpstætt óminni,metnaðartakmark,hindrað (krabbamein)

 Flauelssvartur: eins og svarthol í geimnum, dyr inn í annan veruleika

dumbrauður: á leið inn í ætlunarverk sitt.

Litir notaðir við heilun

Rauður:að hlaða sviðið,brenna burt krabbamein verma köld svæði

 Rauðgulur: að hlaða sviðið,auka kyngetu,styrkja ónæmi

Gulur:að hlaða aðra orkustöðina,skýra hugann

 Grænn : að hlaða fjórðu orkustöðina, koma jafnvægi á ,heila almennt,halða sviðið

Blár:að kæla,róa endurbyggja eterstigið,koma fyrir skildi.

Rauðfjólublár: að tengjast andanum

 Djúpfjólublár: að opna þriðja augaðkskýra höfuðið.

 Hvítur: að hlaða sviðið,færa frið og huggun, lina sársauka

 Gylltur: að endurbyggja sjöunda lagið,styrkja sviðið, og hlaða sviðið

Silfraður : við kraftmikla hreinsun á sviðinu (ópalskínandi silfurlitur er notaður við að hlaða sjötta stigið)

 Flauelssvartur : að koma þiggjandanum í ástand náðar, þagnar og friðar með guði

Purpurablár:að lina sársauka þegar unnið er djúpt á vefjum og beinfrumum, víkka svið þiggjandans svo hann tengist ætlunarverki sínu

 

Fleyg orð sem ég hef samið (bull)

Trúðu á sjálfan þig.

´Lífið er of stutt til að sóa því í ekki neitt.

Elskaðu börnin þín og mundu að segja þeim að þú elskir þau.

Segðu orðin sem þér liggur á hjarta, en segðu þau að vel hugsuðu máli.+

Ekki slíta sambandi eða hjónabandi þar sem ágreining má laga með því að tala samanog berið virðingu fyrir hvort öðru.

Ekki gera það þeirra vegna ,heldur þín vegna.

Það er meira virði að lifa lífinu lifandi heldur en að eltast við tískusveiflur

Förum vel með landið okkar, þetta er arfur framtíðar.

Það er ekki litur,þjóðerni eða trú, sem við eigum að skoða heldur menneskjan sjálf.

Enginn er merkilegri en þú þó að hann eða hún beri einhvern titill,öll erum við jöfn(þegar á botni er hvolft) fyrir guði.

Berið virðingu fyrir dýrunum og farðu vel lmeð þau, líf er líf...

Kurteisi kostar ekkert ,sagði skólastjórinn minn í barnaskólanum.

Þetta sagði sonur minn einu sinni þegar hann vildi ristað brauð: ég vil hristað brauð.

móðir við barn sem var að gráta: Ég skal taka tárin þín og geyma þau í hjartnu mínu, og viti menn barnið hætti að gráta og brosti ,og rétti móður sinni ýminduð tár.

vona að þið hafið gaman af þessu eins og ég hafði.BRD094

 


Af hverju þetta andleysi

lilli öðlast lífStundum langar mig að blogga eitthvað viturlegt og fróðlegt en andleysi mitt þessa dagana er algjört, og letin að yfirbuga mig, bara að ég nennti að fara í göngutúr eins og systa og frænka. nei það  þykir mér ó þolandi dugnaður bara af því að ég  nenni því ekki.Það er svo margt sem mér langar að skrifa  um en vantar orðin þegar á reynir,svo þáð kemur bara eitthvað bull en það er nú líka gaman af bullinu.eða er ekki svo.Ætlaði um dagin að breyta toppmyndini á blogginu mínu en það tókst nú ekki vantar fleyrri þema er búin að prófa þau flest nema íþróttaþemað,vil alltaf hafa nóg að moða úr hugmyndir og annað.En þetta eirðarleysi sem kemur stundum yfir mann er stundum til trafala og þá geri ég bara ekki neitt eða þannig.

Raggi fór í afmæli á sunnudaginn og kom heldur leiður heim, krakkarnir höfðu farið út og gert dyrabjölluat og það fannst mínum karli ekki sniðugt þetta gerir maður bara ekki sagði hann.Nú er hann næstur í röð afmælishrinunar og er að gera kílometirslangan lista í tölvunni um hvað hann vill í afmælisgjöf, og viti menn það eru bara komnir 3 tölvuleikir enn sem komið erWounderingElvar er síðastur í þessari hrinu og finnst óréttlátað 12 mars sé ekki í byrjun febrúar  og á heldur erfitt með að bíða þessi elska.

Reyni að láta fróðleiksandan koma í heimsókn á næstunni


dásamleg börn

stiltir strákar að bíða eftir pökkunumBryndís og sveiguralveg eru þessir krakkar dásamlegir,Bryndís bað bróður sinn að fara niður og ná í pinnaís og sagði hann að það kostaði en fór samt þessi elska gerir allt fyrir litlu systir.Ragnar var að fara í afmæli og ég er að fara á fatakynningu ,já segið það bara ekki eyða of miklu hihihi.Bolli komin með flensu og fúll yfir því að enginn annar er veikur,enda má ég ekkert vera að því að vera veik..

um daginn og veginn

heyannirvar að v inna um helgina,þótt þetta væri frívika ,auðvitað þarf maður að borga það sem unnið er fyrir mann ,.Fórum í grautin til gömlu í hádeginu í gær,svo var ég að þurka af og braut af einni styttunni ætlaði ekki að þora að segja frá en samviskan bauð ekki annað ,hun sagði bara jæja.Svo gaf hún mér þrívíddar mynd sem hún hafði gert falleg rós í afmælisgjöf.Bolli var í vandræðum eins og venjulega að gefa mér afmælisgjöf alveg eyðilagður,ætlaði svo að gefa mér gjafabréf sem hann hafði fengið í jólagjöf bara til að sleppa við að kaupa sér föt hihhi en ég sagði honum að þetta ætti hann og það þyrfti ekki endilega að vera gefa mér neitt,hann gæfi mér fullt af ást og þolinmæði það nægði mér .Nei þá vildi hann endilega fara með mér í bæin og athuga hvort mér langaði ekki í eitthvað bara eitthvað , Loksins sáum við síma tæki þráðlaus sem okkur hafði langað í svo til málamynda keypti hann það En sagði jafnframt að hann ætlaði að kaupa handa mér ferðatölvu bara aðeins seinna .þessi elska.Enda hrósaði ég honum í gær hvað hann vari þolinmóður að hafa þolað mig í 14 ár ,svo lengi sagði hann þá uff  hvað þetta er fljótt að líða   og glotti herfilega.........

'Eg var að hugsa   um daginn hvað ég gleymi oft að Elvar er með ódæmigerða einhverfu og hvað ég má passa mig þegar talað er við  hann,þó að hann virðist skilja þá er það bara ekki alltaf tilfellið,peninga á hann mjög erfitt með að skilja og grín þarf að vera mjög einfallt,þó er hann snöggur að læra námsefnið í skólanum og með háar einkannir,en það er svo margt í daglegalífinu sem hann nær ekki að melta,en hann getur reddað sér heima fá sér að borða og mikill snirtipinni.Oft er Bryndís annsi óþolinmóð við hann og afpríðisöm út í hann ef hann fær of mikla athygli,en oftast er hann næjusamur og sjálfum sér nógur  en ótrúlega háður bróður sínum.

Það er búið að vera´grín í gangi í saumaklúbbnum að þegar við yrðum 45 sem við erum á þessu ári þjár,ætluðum við að stofna einhverskonar fyrirtæki, helst þá einhverskonar kaffigallerí með vinnustofum á bakvið og vorum komnar með gott fyrikomulag ein átti að sjá um kaffiteríuna önnur að vera með leirverkstæði ég að mála ein að miðla eða nudda og tvær áttu eftir að hugsa sig um ,en nú erum við 2 orðnar 45 , en þá gugnuðum við á limminu.en ég er með þennan köggul í maganum að langa að setja á fót einhverskonar fyrirtæki eða gallerý en hugrekkið er svo lítið ,framkvæmdin enginnErrmSidewaysUndecidedSvo langar mig svo í myndlistaskólan var búin að skrifa umsókning en gugnaði dæmigerð kona eða þannig,eða þegar ég byrjaði að vinna aftur og var komin með kaup,þá var það svolítið erfitt að snúa við fannst m ér og nóg er nú að gera að koma börnunum í íþróttirnar seinnipartin.Ég veit að sumar geta þetta allt og mikið meira en ,mér fynnst börnin mín bara g anga fyrir fyrst    ég var að eiga þau svona seint,en koma tímar koma ráð mér tekst þetta allt að lokum bíðið bara.........................


góður afmælisdagur

image006þetta er búið að vera góðður afmælisdagur hjá mér ,stóri bróðir sendi mér sms snemma í morgun og svo hringdi Unnur og mamma og Hóffa sms.svo allir muna nú eftir kerlingunni. Bolli bauð mér út að borða á veitngastað sem heitir Strikið áður Fiðlarinn,fékk alveg æðislegan saltfisk,Elvar var mjög ánægður þangað til í restina ,varð illt og við flýttum okkur á wc og þar kom gusan,heldur aumur á eftir og sagðist aldrei fara þarna aftur en þetta hefur komið fyrir áður á öðrum stað .var bara of mikið fyrir hann. Í gær fór ég á skygnilýsingarfund hérna niðri í íþróttahúsinu Hamri Skúli Lór.var með skygnilýsingu og hafði ég mjög gaman af þessu hitti góða vinkonu þarna og nutum við kvöldsins vel..

Ekki er ég nú ánægð með samgöngumálaráðherran og þetta háa alþingi enn einu sinni fáum við ekki peninga til að lengja flugvöllin og laga brautina virðist sem Akureyrarflugvöllur´sé ekki í náðinni hjá þessum háu herrum.AngryÞeir geta bara eytt peningunum sjálfa sig eða eitthvert gæluverkefni sem er í tísku í það og  það skiptið jæja nóg um það ,einhverntíman kemur röðin að okkur,.

ég


afmæli

Jæja jæja afmælisveislan hennar Bryndísar tókst bara vel og Ragnar bróðir hennar stjórnaði leikjum og stoppdansi af mikilli rökksemi , en lifið sig svo inn í dansstjórnunina að það var stórskemmtun af náði sér í sólgleraugu og hvaða veislustjóri sem er hefði mátt passa sig ., því atgangurinn var svo mikil og fjörugur.Stelpurnar grenjuðu af hlátri. Elvar hélt sig bara út af fyrir sig hundfull yfir háfaðanum og geta ekki horft á sjónvarpið í friði,en amma og afi höfðu sent honum pening og hann hafði keypt sér einhvern karl sem hönum hafði langað  í síðan fyrir jól, svo hann lét sér þetta að mestu linda.Ein daman mátti ekki fá neitt sem hveiti er í svo mér var vandi á höndum ,fann ekkert spennandi hveiti laust. en hafði bara nóg af vínberjum og melónum og sykurlausa svala , svo þetta bjargaðist fyrir horn,erfitt´þegar ein má ekki en allir hinir meiga.

Það er svo fallegt gluggaveður núna þar sem ég sit við tölvuna en ískuldi úti.burrrr.

Ég fór í saumaklúbb  síðasta sunnudag,þar var ein með hlutskyggni ,var alveg ótrúlegt hvað hún fann og sá og höfum við mikla skemmtun af.Hún er skyggn og svæðanuddari af bestu gerð, að fara í nudd hjá henni er á við tíu tíma svefn.

Æi svo á ég afmæli á morgun hundgömul, í gamla daga fékk fölskyldan ekki frið fyrir mér´því skrax eftir jól byrjaði ég að segja :ég á  bráðum afmæli endalaust og alltaf jókst þetta þegar á leið aumingja systkini mín og mamma pabbi slapp að mestu við þetta því annað hvort var hann að vinna eða á einhverri kókæfingum (hann var í mörgum kórum) skil ekki hvernig þau þoldu þetta fyrirbæri mig.Núna er mér nokkuð sama þótt enginn muni eftir þessum degi,en því er ekki að heilsa enda búin gegnum tíðina að innprennta þetta í liðið en ég fékk fyrir já við skulum segja nokkrum árum frábæra afmælisgjöf frá bróður mínum og mákonu, þau eignuðust sætan strák á afmælisdeginum mínum og ekki nóg með það upp á klukkutíma er hægt að hugsa sér það betra,.nóg um þessa vitleysu.

Mér tókst að breyta einu sinni enn ,húsgagnauppröðunni hjá mér sá þarna einn smá möguleika,hihih en ekki í stofunni þar er ég búin að reyna allt.....nóg af bulli alveg heilaþvegin eftir gærdaginn kveðja og knús


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband