Við gerum okkar besta
17.11.2006 | 16:47
Jæja nú ætla ég að gera aðra tilraun að skrifa þurrkaði allt út í morgun,kannski átti það bara ekki að birtast.En nú er hætt að snjóa í bili komið logn en ískalt.Var að vinna í allan gær þó átti ég að vera í fríi á flugvellinum. Það var skemmtilegur hópur sem var að fara til Danmerkur í gærmorgun. Og þó að vélin bilaði í keflavík tóku allir þessu með ró,og vélin lenti á vellinum var klappað og hrópað húrra. og hver segið að við akureyringar séum flugdólgar viljum bara jafn góða þjónustu og annarstaðar.Mér sárnaði þegar þessi maður frá Express talaði um að það væri slæm þjónusta á akureyrarvelli,vegna þess að ekki veit ég betur að starfsfólkið leggi sig allt fram um að redda því sem þau geta, og ekki er nú einn starfsmaður frá Express að vinna þarna allt starfsmenn Icelandair og vinna meira segja margir á aukavöktum svo allt gangi nú sem best og yfirmenn vallarins taka lítið frí ,og vinna jafnt í öryggisgæslu sem öðru og duglegri yfirmenn hef ég ekki unnið fyrir .Og ætlunin hjá Express var aldrei að fljúga lengur en til 3 des. þess vegna skil ég ekki þessi læti í blöðunum og lenging brautarinnar hefur nú staðið til lengur en þetta flug hefur verið.Finns bara vest að þeir sem ekki eiga það skilið fá leiðindin.
En annars er allt gott að frétta af okkur hérna Raggi ætlað að byrja að blogga og á eftir ætlum við að stofna hans blogg. það verður gaman að vita hvað hann hefur að segja.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Heiðu litlu frænku er heitt í hamsinu. Já og farin að segja við Akureyringar. Svona líður tíminn og þú ert löngu orðinn Akureyringur. Gaman verður að sjá hvað Ragnar bloggar. Bless í bili. Jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.11.2006 kl. 17:25
hei systu beyb. það er alveg sama hvað vel og samviskuleg er unnið þá er alltaf einhver sem hefur þörf fyrir að kvarta. Sennilega bara ekki fengið það hjá frúnni og látið það bitna á ykkur.
kveðja rugludallur í norge
Unnur (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 10:25
Unnur mín alltaf jafn orðhvöt, gaman að sjá að þú kvittir!!!!!!!!!!!!!!!!! loksins á síðuna mína og að þú tórir ennþá góðar kveðjur til norge. Og já Jórunn þegar fólk er búið að búa yfir 13 ár á sama stað telst það vera norðlendingur eða þannig 15 ár eru það víst ef ég bæti hinum 2 árunum sem ég var hérna áður þá telst ég Akureyringur hahahahah.
Laugheiður Gunnarsdóttir, 18.11.2006 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.