Góð ferð um Snæfellsnesið

Komin úr ferðalaginu brún og særleg áttum yndislegt ferðalag um Snæfellsnesið og suðausturlandið og alltaf í sól og hita en erum komin heim í rigningu og þoku sólin lét aðeins sjá sig í dag en hætti svo við og hvarf á milli skýjana.´Guðrún frænka og krakkarnir hennar komu með okkur og ætla að vera einhvern tíma hjá okkur.Og mér gengur bara nokkuð vel að skilja norska frændan minn hann Róbert ,hann er duglegur að reyna að tala íslenskuna þó að hann tali hana sjaldan heima í Noregi.

Snæfellsnesið var alveg dýrðlegt margir fallegir staðir og gott að vera á Stykkilshólmi,þar vorum við á tjaldstæðinu í nokkra daga,fengum okkur pylsur í heimsins besta pylsuvagni þó víða væri leitað,fórum á vatnasafnið það var skemmtileg upplifun en þó svo einfalt.Norska húsið skoðuðum við og fórum í hákarlasafnið  það var skemmtun hin mesta.Skemmtum okkur með Lionsfélaginu sem Bolli er í og margt fleirra.Meira seinna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Día Steinþórsdóttir

Það er gott að ferðin heppnaðist vel.  Gaman að þið skylduð kíkja við á leiðinni norður.  Heyrðu þetta með að keyra Guðrúni suður í vikunni, hafðir þú hugsað þér að vera eitthvað í bænum.  Ég er loksins búin að ná í prestinn og hann er til í að skíra 15. júlí sem er sunnudagur og það verður kl5.  Það væri æði ef þið væruð hérna ... Nú er allt á fullu í íbúðinni hennar Ingu, mér er litið á klukkuna og ætli þau séu bara ekki að lenda núna!!! Ha ha hún veit ekki að ég er hér!!! ... heyri í ykkur seinna xxx

Þórunn Día Steinþórsdóttir, 5.7.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að heyra að þetta var vel heppnað sumarleyfi. Snæfellsnesið er svo fallegt. Hey þú ert áræðanlega ekkert tökubarn. hahah. Sá þetta núna. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.7.2007 kl. 00:13

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

já Día mín ég stoppa auðvitað líka og þú færð alla hersinguna í skírnina missum ekki af svona merkis atburðum.

Laugheiður Gunnarsdóttir, 6.7.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Þórunn Día Steinþórsdóttir

Þið eruð nú bara yndisleg!  Hlakka til að sjá alla hersinguna.

Þórunn Día Steinþórsdóttir, 7.7.2007 kl. 20:48

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

g hef nú ekkert skrifað undanfarið. Ég kíkti inn á síðunu mín og sá þetta frá Sollu bloggvinkonu.

Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn !

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.7.2007 kl. 14:37

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hey þetta átto nú ekki að koma svona. . Það á að byrja Ég er að klukka þig.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.7.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband