Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Farið í réttir..

Við fórum í réttirnar Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit, það var heldru fleirra fólk en kindur en við Bryndís skemmtum okkur vel og hún var fljót að finna kindurnar sem við áttum að draga í okkar dilk eða fyrir þá sem geyma rolluskjáturnar okkar ,þetta er kjarna telpa sem ég á .Og ekki dróg hún af sé við að draga kindur aðalega lömbin . Strákarnir nenntu ekki að fara í réttirnar svo þeim var skutlað heim til ömmu.

Hausthátíð í Glerárskóla

Við fórum á hausthátíð í morgun í æðislegu veðri,venjulega er þessi hátíð á vorin en þá er svo kalt að þessu var breitt.En það komu skammalega fáir foreldrar,en alltaf þessi sömu en við skemmtum okkur vel ég Raggi og Bryndís ,Elvar og Bolli fóru i sveitina til ömmu ,Elvari leiðast þessar samkomur í skólanum, betra að vera í rólegheitum hjá ömmu.Eftir hátíðina fórum við svo líka í sveitina ég að þrifa en þau að horfa á sjónvarpið jú amman er komin með margar sjónvarpstöðvar ,sem gaman er að horfa á ,mér til mikilar armæðu.

Á mánudaginn byrjar svo skólinn ,Bryndís gerir grín af mér og segir að ég sé að fara í fyrsta bekk, en hún sé nú í fjórðabekk hihi .Hún er nú byrjuð að æfa í Akureyrarlaug og komin í framtíðarhóp alveg rosalega montinn,það eina sem þjálfarar hennar hafa áhyggjur af er að henni verði kalt í vetur því þetta er útilaug,ekki að hún ráiði ekki við sundið nei að henni verði kalt því það sé nú ekki mikið utan á henni. Þeir sem þekkja stelpuna ættu að ýminda sér svípin á minni þegar þetta var sagt.Raggi er úti á Þelamörl í afmæli núna stuð á stráknum .þarf að sækja hann bráðum.Hann var að mála krakkana í morgun og vildu strákarnir fá málaðan hákarl farman i sig ,og voru nokkrir hnokkar all ógnvekjandi í framan þarna ,hann tók sér varla pásu því samvikusamur er hann  með eindæmum.


Frh

Hún heitir Karen Billeskov Pétursdóttir

'Islensk stelpa vinnur söngvakeppni barna á Sjálandi

Karen Billeskov PétursdóttirP8050538Þesssu gleymdi ég að segja frá hún Karen sem er 13 ára tók þátt í söngvakeppni í Glumso (´þarna átti að vera danskt o)Og viti menn hún vann 

og vann sér rétt til að fara í Sjónvarpskeppni í Óðinsvé í febrúar þar sem keppendur af öllu landinu(danmörk) koma saman krakkar af öllum aldri til 13 ára . Hún söng lagið ú Pockahontas og söng það eins og engill. og fékk þessa stóru ávaxtakörfu fyrir.En hún var mjög hógvær .Til hamingju Karen. Keppnin fór fram 5 ágúst að mig minnir..


er þetta eðlilegt?

Sá askoti skemmtilega stóla fyrir krakkana í auglýsingabæklingi Europris sem við Raggi ætluðum að skoða betur,en mín gat ekki beðið og athugaði málið í morgun í bæklinginum er hann auglýstur á 7999 þús. en þegar ég kom í búðina hérna fyrir norðan kostaði hann 8999 þús. er ekki eitthvað þarna að klikka, af hverju að auglýsa í bæklinginum lægra verð ef það gildir bara í Reykjavík.þarna fannst mér landin hafður að fífli.BanditEn kannski er þetta bara svona eitt í blöðunum en annað í búðunnum og við látum glepjast.en ekki í þetta sinn.

 


Algjör leti

Nú er letin alveg að hellast yfir mig sef framefti á morgnana dútla eftir hádegi hver endar þetta,reyndar búin að taka til í nokkrum skápum,furðulegt hvað kryddin skemmast eða verða bara of gömul hjá mér hihi ætli ég sé ekki bara svona löt að nota þau í matargerðina hihihiahahhaahahhalalalalahhhh. Já alveg að flippa . Var að útbúa blog handa henni dísu minni nú ætlar stúlkan að vera dugleg að skrifa í vetur ,kannski tekur við af múttu sinni.

Fékk vírus í tölvuna og lengi vel gat ég ekki hreinsað hann út en viti menn á endanum tókst þetta hjá mér ,og er heldur en ekki montin .

Heldur snubbóttar fréttir hérna en samt betra en ekkert.

P7280130þessi er efni í góðan leikara


loksins að byrja í skólanum

Hérna er allt í rólegheitum,loksins manaði ég mig upp í að hringja í skólan,og lét þau hafa netfang sem virkaði.Og þá kom orðsendingin til mín stíluð á 14 ágúst. upps en á mánudaginn byrja ég  kl 10 ,er með nedurgang af stressi .Það er svolítið skrítið að setjast á skólabekk eftir 21 ár skrítin tilfinning.En hugga mig við það að það eru fleirri sem eru í eldri kanntinum þarna.Bryndís og Elvar byrjuðu á æfingum í gær,sú litla fannst þetta nú ekki spennandi að vera alltaf fyrst og hafa litla keppni svo hún ætlar að prufa að fara í Akureyrarlaugina þar eru þau sem eru komin aðeins lengra,og henntar mér ágætleg því þá eru æfingarnar kl 17 og ég búinn í skólanum.Raggi er orðinn stærri en pabbi sinn og er heldur en ekki montinn, mér peðinu er bara klappað á kollin.

 


rigning ,vill breytingu og mjási hin sjálfstæði

P3190102Það er búið að rigna nóg ,hvaða læti eru nú þetta.Ekkert flogið í morgun fyrir utan tengiflugið til Keflavíkur.Svo það var mjög rólegt í vinnuni í dag.Þetta er síðasta vikan sem ég vinn á réttum tima því nú er skólinn væntalega að byrja og þá er að púsla öllu saman .Mig langaði að flytja úr hverfinu og fara aðeins hinu megin við Hörgárbrautina skemmtilegra hús og styttra fyrir krakkana að hitta góða vini sína, en minn karl er svo hrikalega vanafastur og ef hann er kominn á eina þúfu fer hann ekki af henni svo held ég að hann sé kominn með dönsku veikina allt svo dýrt .Ekki er hann á leiðini í sveitina hvort sem er.Það hlítur að vera erfitt fyrir svona vanafastan og rótgróinn mann að vera giftur svona kerlingu eins og mér,sem vill oft vera breyta og færa mig um set.Eða eins og Elvar sagði við kennaran sinn, :Ég er vanur breytingum,mamma er alltaf að breyta heima.; gott fyrir einhverfan dreng að eiga svona mömmu. hu.

Nú þarf ég að fara fram í sveit að gera slátur ,bara lítið það sem við gerðum í haust dugaði ekki fram að næstu slátrun,græðgin i þessu liði.Mjása varð ekki meint af þessu flakki okkar,en er orðinn ofdekraður og flakkar jafn mikið og áður og sjálfstæður er hann með afbrigðum, ætti kannski að senda hann í sjálfstæðisflokkin.Mér var sagt að hann yrði svo undur heimakær ef hann væri tekin úr sambandi (geldur) ekki þessi köttur ,hann lifir örugglega tvöföldu lífi.

P8230329Hérna erum við Unnur frænka gallvaskar búnar að steikja lundan ,sem er nú aldeilis upphefð í minni eyjafamilíu, ekki á færi nema færustu kvenna að mér var tjáð og gera þetta almennilega segja þær gömlu.

 


sumarfríið búið

Jæja þá er lundaveislan afstaðin, fékk meira að segja að steikja lunda, það er nú upp hefð,það ringdi alla helgina sem við vorum fyrir sunnan  og við í fellihýsinu .Fengum að setja það upp hjá Pöldu frænku, en hún og Sævar eiga sumarbústað í Hallkelshólum vona að ég hafi skrifað þetta rétt.Flestir ættingjarnir komu,þetta eru vestmanneyjingar að ætt, komu og hámuðu í sig lunda og þeir sem ekki vildu lunda fengu lambalæri.Þetta var stutt gaman, því allir urðu að fara á menningarnótt og var gamanið búið fyrir kl 21 .Stressaðir þessir sunlendingar ,en skemmtilegir hihi.

Svo var farið á Hellu á sunnudaginn ,auðvitað á landbúnaðarsýninguna ekki mátti missa af henni,fengum þar nóg að smakka nautakjöti skyri og nefnið það landbúnaðarafurðir af bestu gerð.

En nú er alvaran tekin við skólar og vinna eftir langt sumarfrí.Ekki er ég búin að heyra neitt frá myndlistaskólanum ennþá vonandi fara þeir að senda manni eitthvað svo hægt sé að skipuleggja veturinn betur og vinnuna..

Fyrsti skóladagurinn hans Elvars endaði ekki vel, á leiðinni heim var hann eltur af nágrana strakunum og gert lífið leitt. að vanda ,þeir hafa ekki látið hann í friði í allavegna 2 ár ,Bolli talaði við feður þeirra og vonandi endurtekur þetta sig ekki. Þetta er búið að ganga nógu lengi.

 


smá blogg

Var að skoða síðuna hennar systu flottar myndir af brúðkaupinu í ástralíu.Raggi er orðin veikur og Bryndís líka en hún er nú öll að koma til .Elvar bítur ekkert á.Fórum í keilu í gær ég og krakkarnir og auðvitað vann gamla báðar umferðirnar ,þau voru nú frekar súr með það ,héldu nú að þau gætu bustað mína hihhi.Annars er ekki mikið um að vera hérna ,taekwondo fundirnir að byrja aftur,stórt mót í nóvember sem litla félagið okkar á að standa fyrir.upps.Skólinn að byrja hjá krökkunum ,þrjár vikur í að ég byrja í skólanum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband