Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

félagsmiðstöð og dýragarður

Nú er heimili mitt að verða að félagsmiðstöð ,Bolli sagði í morgun maður vaknar við þær á morgnana og sofnar við þær á kvöldinn ,hann meinti vinkonur Bryndísar,þær væru hér allan sólarhringin ef þær væru ekki sóttar öðru hverju af foreldrum eða systkinum sínum.Ætluðu allar að gista í gær en svo var einn pabbin að fara á sjó og mamman að fara að vinna svo allar tíndust þær heim í þetta skiptið en snemma í morgun voru þær allar komnar aftur og eru að klára matin úr skápunum hjá mér.Bræðurnir eru nú ekkert of hrifnir en urra bara í hljóði.

Það var mikið rok í nótt og erfitt að sofna en að lokum gekk það nú er sól og vindur og ég nenni ekki að gera neitt ,ætlaði að fara að ganga frá þvotti oj nenni því ekki sit hér bara og leik mér með Vamba hamstur mér við hlið og Jósefínu páfagauk kirjandi frammi,ég fór að hugsa þegar ég var að kaupa fóður handa dýrunum um daginn hvað heldur afgreiðslufólkið eiginlega,því ég keypti fiskamat ,hamstramat ,fuglamat og hundanammi og meðal í eyrun á sveigi,já sagði ég eins og þú sérð er ég með dýragarð heima hjá mér ,já sagði afgreiðslumaðurinn og bauð mér 25 kílóa sekk með fóðri handa hömstrunum og hló.

 


Höfuðborgarferð

Komin úr höfuðborginni og skemmti mér mjög vel.Á laugardagskvöldið fórum við á leikritið Viltu finna miljón,öll fjölskyldan og skemmtum okkur afspyrnu vel og krakkarnir höfðu bara gaman af líka.Svo var fermingin á sunnudeginum og þar borðuðum við góðan mat og hittum ættingja Bolla .aldrei verið jafn mikið um að vera í reykjavíkurferðum okkar. Svo var auðvitað skoðaðir nokkrir bílar og látið sig dreyma og meira segja prufukeyrðum cervolett og krakkarnir voru hrædd um að við myndum ekki skila bílnum því Bolli keyrði stóran hring í borginni ,en önduðu létta þegar bíllin vað komin inn í bílabúðina að akstri loknum hihihihi.Svo komst frúin í föndurbúð og eyddi aðeins .

Hitti aðeins Gunnar frænda og Steina Gunni var að fara á vakt svo við sáum hann aðeins í mýflugumynd eða þannig.'A leiðini norður komum við hjá fólki sem við hittum í Brú og frúin á bænum er hafsjór af hugmyndum um föndur og græddi ég fullt af hugmyndum þar og margt fallegt sem hún er búin að útbúa og gaman að skoða.Jæja þetta var sem sagt góð ferð og lílil rigning  komin í sólina og rokið gleðilega páska


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband