nýtt ár

já nú er maður byrjaður hjá nýju fyrirtæki Flugstoðir en í fyrra var ég hjá Flugmálastjórn, alltaf eitthvað sem endurnýjast ,en okkur vantar bara flugumferðarstjórana ,ég ætti kannski að taka það að mér eða þannig ,nóg af þessu gríni . Hérna sprengdum við áramótin burtu í reykmekki og sást varla handa skil ,það var logn og smá snjókoma svo við fengum allan reykinn ofan í okkur og sáum ekki ártalið í Vaðlaheiðinni vegna lélegsskygnis.Skaupið var skrítið að vanda krökkunum fannst það frekar fúlt ekkert hægt að hlæja ég er enn að melta þetta.Elvar fór fljótlega inn var búinn að fá nóg af hávaðanum og reyknum.Hringdi ekki til noregs því klukkan hjá þeim var hálf tvö  allt of seint  til að hringja og óska gleðilegs árs geri það bara á morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilegt nýtt ár elsku frænka mín. Skil þetta vel með að hringja ekki . Hendir mig oft í sambandi við Eku. Ætla að blogga um síðasta dag árisns hjá okkur og ármótl kíktu á það Heiða min. . Aftur Gleðilegt ár. Þín frænka Jórunn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.1.2007 kl. 04:02

2 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðilegt nýtt bloggár

Ólafur fannberg, 3.1.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband