letin komin aftur
3.5.2009 | 16:01
Nú er letin alveg að fara með mann ,fór út í garð og ætlaði að vera dugleg en settist bara í stólinn minn og naut sólarinnar , að vísu tíndi smá rusl en settist aftur og fór að hugsa hvernig ég ætti að hafa garðinn í sumar .Við ætlum að taka grasið og helluleggja þennan smá bleðil sem eftir er af grasinu.Grenitréið er alveg að kæfa garðinn ,það vex hraðar en krakkaormarnir og vaxa þau nú nógu hratt.Nú sé ég fyrir endan á skólanum þarna í hillinguni og ró að færast yfir kellu.Nú er aðalmálið á ég að halda áfram eða ekki í skólanum.Verð að viðurkenna að þetta vex mér aðeins í augum en afhverju ætti ég ekki að klára næsta vetur af eins og þennan,kannski er nennan ekki eins mikil og hefur verið.Jæja meira hefur nú ekki verið um að vera hérna í kotinu hjá mér .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.