sumarfríið búið

Jæja þá er lundaveislan afstaðin, fékk meira að segja að steikja lunda, það er nú upp hefð,það ringdi alla helgina sem við vorum fyrir sunnan  og við í fellihýsinu .Fengum að setja það upp hjá Pöldu frænku, en hún og Sævar eiga sumarbústað í Hallkelshólum vona að ég hafi skrifað þetta rétt.Flestir ættingjarnir komu,þetta eru vestmanneyjingar að ætt, komu og hámuðu í sig lunda og þeir sem ekki vildu lunda fengu lambalæri.Þetta var stutt gaman, því allir urðu að fara á menningarnótt og var gamanið búið fyrir kl 21 .Stressaðir þessir sunlendingar ,en skemmtilegir hihi.

Svo var farið á Hellu á sunnudaginn ,auðvitað á landbúnaðarsýninguna ekki mátti missa af henni,fengum þar nóg að smakka nautakjöti skyri og nefnið það landbúnaðarafurðir af bestu gerð.

En nú er alvaran tekin við skólar og vinna eftir langt sumarfrí.Ekki er ég búin að heyra neitt frá myndlistaskólanum ennþá vonandi fara þeir að senda manni eitthvað svo hægt sé að skipuleggja veturinn betur og vinnuna..

Fyrsti skóladagurinn hans Elvars endaði ekki vel, á leiðinni heim var hann eltur af nágrana strakunum og gert lífið leitt. að vanda ,þeir hafa ekki látið hann í friði í allavegna 2 ár ,Bolli talaði við feður þeirra og vonandi endurtekur þetta sig ekki. Þetta er búið að ganga nógu lengi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ hvað þetta var leiðinlegt með Elvar. Ég vona að strákarnir geri þetta ekki aftur.

Svo þú ert norðlendingur núna. hihi 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.8.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Unnur Ósk

Já það er engin smá upphefð í að fá að steikja lundann, mér var fyrst treyst fyrir því í fyrra! Ég tók svolítið af myndum og þín börn eru á þó nokkrum þeirra get sent þér þær ef þú vilt en þá þarf ég netfangið þitt.

Mitt er unnurok hjá gmail.com

Það var mjög gaman að hitta ykkur öll, sjáumst vonandi öll að ári ef ekki fyrr!!! 

Unnur Ósk , 27.8.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

takk unnur netfangið er bolli59@simnet.is

Laugheiður Gunnarsdóttir, 28.8.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

já jórunn nú er ég norðlendingur og er stolt af

Laugheiður Gunnarsdóttir, 28.8.2008 kl. 16:44

5 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

langar að taka í lurginn á þessum strákum, en vona að þeir sjái að sér, spennandi með skólann

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 28.8.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband